Leita í fréttum mbl.is

Hæfi hæfisnefndarinnar

Benedikt Jóhannsson fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra dró umsókn sína um stöðu Seðlabankastjóra til baka og vísaði til þess að hæfisnefnd sem forsætisráðherra skipaði hefði ekki þá burði, sem nauðsynlegt væri. Full ástæða er til að taka undir með Benedikt og fleira kemur til.  

Hlutverk Seðlabanka Íslands er m.a. að hafa eftirlit af ýmsu tagi með starfsemi fjármálafyrirtækja þ.á.m. Landsbankans, svo sem reglum um lausafé, bindisskyldu og gjaldeyrisjöfnuð. Þá stendur til að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, þannig að nánast allt eftirlit með bankastarfsemi viðskiptabanka verður á höndum Seðlabankastjóra.

Formaður hæfisnefndarinnar var skipuð Sigríður Benediktsdóttir sem er bankaráðsmaður í Landsbanka Íslands. Öllum ætti að vera það ljóst, að það er í hæsta máta óeðlilegt að bankaráðsmaður viðskiptabanka taki þátt í vali á þeim sem á að hafa eftirlit með starfsemi bankans.  

Draga verður í efa að hæfisnefndin hafi það hæfi sem hún hefði þurft að hafa til að það væri hafið yfir allan vafa, að hún væri óvilhöll. Það er ekki gott þegar bankaráðsmaðurinn tekur þátt í að velja þann, sem á að hafa eftirlit með henni sjálfri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Jón M.

Ert þú með einhverja drauma-útfærslu  á hugsanlega

nýju SKIPURITI

tengt sameiningu Seðalbankans og Fjármálaeftirlitsins?

Jón Þórhallsson, 18.6.2019 kl. 15:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ísland í dag, því miður Jón.

 Það er búið að ákveða fyrir löngu síðan að Gylfi Magnússon taki við af Má. Þetta umsóknarajónarspil er slík hneysa, að undarlegt verður að teljast að fjölmiðlar og þeir sem þar starfa, hafi ekki fjallað um þetta sem þú ert að benda á. Íslenskir blaða og fréttamenn hljóta að teljast til neðsta gæðaflokks í fjölmiðlun.

 ´´Copy paste, google translate´´ aular að allt of stórum hluta

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.6.2019 kl. 02:56

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er Benedikt ekki annars Jóhannesson, eða er ég að rugla?

Halldór Egill Guðnason, 19.6.2019 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 375
  • Sl. sólarhring: 1350
  • Sl. viku: 5517
  • Frá upphafi: 2469901

Annað

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 5065
  • Gestir í dag: 356
  • IP-tölur í dag: 349

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband