Leita í fréttum mbl.is

Hamfarahlýnun pólitísku veðurfræðinnar

Það bólar ekki mikið á boðaðri hamfarahlýnun á norðurhluta Íslandi í dag. Fyrsta hausthretið kemur óvenju snemma. Hvað svo sem sérfræðingarnir segja okkur um hækkandi hitastig á jörðinni og færa okkur daglegar draugasögur af þeim ógnum sem það á að valda, þá er raunveruleikinn annar. 

En þeir ná að hræða börn og unglinga eins og hefðbundnar draugasögur gerðu hér á árum áður.  


mbl.is Snjór og skafrenningur við Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt þessu var þá vitanlega um hamfarahlýnun að ræða þegar hitinn fór upp í tæp 30 stig í júní sl?

Það er svolítið skrítið, og eiginlega hálf leiðinlegt, að sjá skynsamt fólk beita svona kjánalegum röksemdum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.8.2019 kl. 12:35

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið rétt hjá þér Jón.

Þessar pólitísku rétttrúnaðar heimsendis

hamfararspár eru með ólíkindum.

Spurning hvenær þessar mannvitsbrekkur okkar

á Íslandi biðji okkur um að kúka á tveggja daga

fresti eins og er búið er að biðja fólk

í Brasilíu vegna mengunar..:)

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.8.2019 kl. 17:15

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru samskonar framsetning Þorsteinn og talsmenn pólitísku veðurfræðinnar notuðu í sumar þegar það kom tvívegis tveggja daga hitabylgja í Evrópu. Sagt er að hitamet hafi fallið í nokkrum borgum, sem er raunar ekki mjög marktækt miðað við mælingar á bersvæði. En það á eftir að koma í ljós. En það var heitt. En venjulega koma tvær til þrjár hitabylgjur í Evrópu á ári eina breytingin nú var að óvenjuhlýir loftstraumar voru frá Afríku og lágu austar og norðar en venjulegt er. Það hefur ekki verið neitt heitt umfram venju í löndunum við Miðjarðarhafið þetta sumar t.d.  En vegna þessa og þess skelfilega síbylju áróðurs sem er fyrir pólitíksu veðurfræðinni þá leyfi ég mér að setja þetta fram með sama hætti og talsmenn hnattrænnar hamfarahlýnunar af mannavöldum. 

Jón Magnússon, 13.8.2019 kl. 11:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það gæti endað með því að við yrðum líka að ganga eða hjóla í vinnuna nota farsímann í a.m.k. 10 ár og ferðast til útlanda með seglskipum. 

Jón Magnússon, 13.8.2019 kl. 11:21

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú nefnir kuldakast sem sönnun þess að engin hlýnun sé að eiga sér stað Jón. Ég bendi á að með samskonar hundalógik væri hægt að nota hlýindadaga til að sýna hið gagnstæða.

En eins og þú ættir nú að vita eru dagsveiflur ekki tækar sem rök í þessari umræðu, hvorki fram né til baka. Því er ég undrandi á að þú notist við slíkt.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2019 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 72
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 3909
  • Frá upphafi: 2428130

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 3609
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband