Leita í fréttum mbl.is

Alræðishyggjan kemur fram í mörgum myndum

Í gær var sagt frá hugmyndum þeirra sem aðhyllast alræðishyggju og heildaskipulagshyggju að neyða fólk til að leggja niður sveitarfélög séu íbúarnir færri en alræðishyggjan telur ásættanlegt.

Í 74.gr. stjórnarskrárinn er ákvæði sem segir að rétt eigi menn á því að stofna og starfrækja félög í sérhverjum löglegum tilgangi. Ekki eru ákvæði í stjórnarskránni að félög skuli hafa a.m.k. ákveðinn fjölda félaga. Þess vegna getur félagsmaður í félagi verið einn sbr. ýmis einkahlutafélög. Þeir sem stóðu að gerð stjórnarskrárinnar settu þessi ákvæði til að tryggja réttindi einstaklinga og félaga þeirra.

Sveitarfélög á landinu eru misfjölmenn. Fámenn sveitarfélög hafa um langt skeið verið eitur í beinum alls alræðishyggjufólks og þess vegna var það forgangsatriði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur sem sveitarstjórnarmálaráðherra á sínum tíma að fækka sveitarfélögum sem mest hún mátti og jafnvel meira en það. 

Nú mun enn einu sinni vera komin fram tillga um að ákveðinn lágmarksfjöldi skuli vera í hverju sveitarfélagi og séu íbúarnir færri beri sveitarfélaginu skv. valdboði heildarhyggjunar að sameinast öðru sveitarfélagi. Gjalda verður varhug við svona hugmyndum sen miða við að  knýja fólk til þess með valdboði að leggja niður sitt eigið sveitarfélag og sameinast öðru hvort sem það vill það eða ekki og hvort heldur það er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið eða ekki. 

Virða verður frelsi fólks til að taka ákvarðanir í þessum félagsmálum eins og öðrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Má vera skynsamlegt út frá fjárhagslegu sjónarmiði að setja einhver stærðarmörk sveitarfélaga.  Jafnvel félagslegu.  En hvenær kemur röðin að heimilunum?  Þar má nú heldur betur sameina...

Kolbrún Hilmars, 15.8.2019 kl. 15:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega Jón fyrir þetta.

Mikið er ég sammála þér.

Alræðishyggjan er að komast á sífellt hærra stig. En einhvernvegin dettur þeim aldrei í hug að koma í veg fyrir að of stór sveitafélög verði til.

Taka skal alla getu borgaranna til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi frá þeim og færa hana yfir til veldis embættismanna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2019 kl. 17:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Næst verða settir kvótar á fjölda íbúa við hverja götu, hve margir bílar megi vera á ferðinni á hverjum tíma og að lokum hve mörg börn hvert par má eiga, miðað við hvar það býr í þéttingarmunstri borgaratjórnarfáráðlinganna.

 Öllu skal stjórnað af mannvitsbrekkum sem allt vita betur en allir aðrir. Einhverskonar ismi hlýtur þetta að vera, þó ég vogi mér ekki að nefna hann.

 Alræðishyggjuöflin hafa orðið svo sterk tromp á hendi sér, að sérhver sem hreyfir mótbárum við dellu þeirra, er grafinn lifandi af þeim sem allt vita best, svo að endingu þorir enginn lengur að andmæla.

 Það er kominn tími til að stöðva þessa endaleysu, með öllum tiltækum ráðum.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir,  með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.8.2019 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 71
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 2463
  • Frá upphafi: 2503833

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2324
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband