Leita í fréttum mbl.is

Ađ bera sannleikanum vitni

Ţeir sem hafa góđan málstađ ţurfa almennt ekki ađ grípa til lyginnar. Annađ gegnir um ţá sem hafa vondan málstađ. 

Í 30 ár hefur stór hluti stjórnmálastéttarinnar og fréttaelítunar ásamt forustu og loftslagsráđi Sameinuđu ţjóđanna hamast viđ ađ segja ađ allt vćri ađ fara í kalda kol á jörđu hér vegna loftslagshlýnunar af mannavöldum. Ítrekađ hafa veriđ lögđ fram hamfaratölvulíkön, sem eiga ţađ sameiginlegt ađ ţau reynast öll röng. Til ađ leggja sérstaka áherslu á ţá vá sem vćri fyrir dyrum greip forusta loftslagsráđs Sameinuđu ţjóđanna til ţess ráđs ađ falsa mćlingar á jöklum í Himalaya fjallgarđinum, en ţá komst upp um strákinn Tuma.

Ţetta kom upp í hugann ţegar blađiđ the Economist sem almennt er taliđ nokkuđ trúverđugt, birti ţ.21.september frásögn af andláti "Okjökuls" Hugsanlega hefur blađiđ fengiđ upplýsingar frá innlendum heimildarmönnum, en ţađ réttlćtir samt ekki rangfćrslurnar.

Í greininni segir m.a.: "Hann var ekki minnsti jökullinn á svćđinu eđa afskekktastur. Ţú gast séđ hann frá úthverfum Reykjavíkur höfuđborgar Íslands og á löngu svćđi á hringvegi landsins"

Ţađ sem er sérkennilegt viđ ţessa frásögn ađ engin af stađhćfingunum er rétt. Ok var minnsti svokallađi jökull á svćđinu. Ţađ er ekki hćgt ađ sjá hann frá úthverfum Reykjavíkur eđa nokkursstađar frá höfuđborgarsvćđinu og hann sést ekki á löngu svćđi á hringveginum. 

Hinsvegar greinir blađiđ rétt frá ţví, ađ tveir Texasbúar hefđu gert heimildarmyndina "Not Ok" áriđ 2018 og ţađ hefđi dregiđ ađ rithöfunda, stjórnmálamenn og skólabörn til minningarathafnar um hinn látna jökul. Síđan hafi minningaskjöldur veriđ settur upp sem segi: "Til minningar um ţađ sem mannkyniđ hefur gert."

Blađiđ fékk greinilega ekki upplýsingar um ţađ ađ Ok var í raun löngu dáinn og ţađ fyrir tíma hinnar meintu hamfarahlýnunar af mannavöldum. Ţá nefnir blađiđ fjalliđ Ok, Okjökul, sem fjalliđ hefur almennt ekki kallađ, en í frásögninni er ţađ tilkomumeira. 

Í barnaskóla var mér kennt ađ varla vćri hćgt ađ kalla Ok jökul og hann vćri ađ hverfa. Ţetta var löngu fyrir meinta hlýnun af mannavöldum. Ţegar ég gekk á fjalliđ ţrisvar sinnum ađ sumri til árin 2010 til 2012 gat ég ekki merkt ađ ţarna vćri jökull frekar en ađ hćgt sé ađ kalla skaflinn sem sjaldan hverfur úr Gunnlaugsskarđi í Esjunni jökul.

Síđan segir blađiđ rétt frá ţessu: "Ţrátt fyrir, ađ ţetta hafi veriđ seinnipart sumars, ţá var fólkiđ (sem var viđstatt útförina) klćtt í úlpur og skíđahúfur og ţurfti á ţví ađ halda í ísköldum vindinum.

Hamfarahlýnunin var nú ekki meiri og allt ţetta tilstand í var sviđsetning til ađ fá auđtrúa fólk til ađ trúa ţví ađ hér vćri birtingamynd hamfarahýnunar, sem viđ hér vitum ađ er ekki. En ţannig er ţađ međ lygina og  sviđsetninguna á loftslagsleikritinu. 

Ţó ţessi frétt the Economist sé ónákvćm og röng, ţá kemst hún ţó ekki í hálfkvisti viđ furđugreinina sem birtist í Morgunblađinu í gćr eftir ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna, fyrrum forseta heimssambands Sósíalista, Antonio Guterres, en ţar má sjá allavega 7 stađreyndavillur og einn hálfsannleika og ţađ í tćplega hálfsíđugrein. Ég veit ekki um neinn, sem hefur náđ slíkum árangri fyrr í hálfsíđugrein í Mogganum. Ţađ er hinsvegar ekkert nýtt ađ Guterres og sannleikurinn eigi ekki samleiđ.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Flottur pistill Jón og svo sannur.

Ţetta lćrđi ég einnig í skóla um Ok.

Ekki hćgt ađ kalla jökul vegna ţess ađ hann,

snjóskaflinn, fćri og kćmi. Ţví var ţađ ömurlegt ađ

horfa á menntaskóla gluggaskrautiđ sem kallast 

forsetisráđherra, gera sig ađ algjöru fífli ţegar hún

tók ţátt í ţeasum gjörningi í sumar.

Greinilega ekki tekiđ vel eftir í skóla.

Ţetta er lýsandi dćmi

fyrir alla í VG og samfó ţegar ţessir flokkar hafa ekkert 

til ađ standa fyrir, ţó er haldiđ dauđahaldi í lygina

um manngerđa hamfarahlýnun af mannavöldum

til ađ réttlćta sinn tilverurétt í pólitík.

M.b.kv.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 10.10.2019 kl. 09:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband