Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptabann Íslandsbanka. Frjáls markaður og fasismi.

Í gær tilkynnti Íslandsbanki að hann hefði sett bann á viðskipti við þá, sem bankinn skilgreinir sem "karllæga" fjölmila. Bankinn ætlar að hætta viðskiptum við fjölmiðla sem ekki standast skoðanir bankans varðandi kynjahlutföll þáttstjórnenda og viðmælenda. Bankinn ætlar þannig ekki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli gæða þeirra og hagkvæmni fyrir bankann að eiga viðskiptin. Markaðslögmálum skal vikið  til hliðar en í stað ætlar Íslandsbanki að eiga viðskipti  við fjölmiðla á grundvelli skoðana þeirra og stjórnunar. 

Þegar eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum frjámálamarkaði tilkynnir, að það ætli ekki að láta markaðssjónarmið ráða varðandi viðskipti sín á markaðnum heldur ákveðin pólitísk viðhorf þá er það alvarlegt mál óháð því hver þau pólitísku viðhorf eru. 

Í þessu sambandi er athyglisvert að Íslandsbanki setur bara bann á svonefnda "karllæga" fjölmiðla, en ekki önnur "karllæg" fyrirtæki á íslenskum markaði. Þetta bendir til þess, að markmið Íslandsbanka sé að hlutast til um skoðanamótun og viðhorf fjölmiðlafyrirtækja. Næsti bær við ritskoðun og þann fasisma, að þvinga aðila á markaði til að samsama sig sömu skoðun og ofbeldisaðilinn í þessu tilviki Íslandsbanki.

Með sama hætti getur Íslandsbanki sett sér frekari markmið t.d. í loftslagsmálum og sett bann á viðskipti við þá sem efast um hnattræna hlýnun af mannavöldum eða eru ósammála lögum um kynrænt sjálfræði eða hvað annað, sem stjórnendur bankans telja óeðlilegt. Aðgerðir Íslandsbanka mótast þá ekki af grundvallarsjónarmiðum  markaðsþjóðfélagsins en líkir eftir því sem gerðist í Þýskalandi nasismans upp úr 1930. Fasisminn byrjar alltaf á að taka fyrir mál sem flestir eru sammála um og fikrar sig síðan áfram. 

Íslandsbanki er fyrirtæki á markaði, sem á að hafa þau markmið að veita viðskiptavinum sínum góða og hagkvæma þjónustu á sem lægstu verði á sama tíma og bankinn reynir að hámarka arðsemi sína með hagkvæmni í rekstri. Það eru markaðsleg markmið fyrirtækisins. Hlutverk Íslandsbanka er ekki að blanda sér í pólitík eða aðra löggæslu en bankanum er áskilið að gegna skv. lögum. Eðlilegt er að löggjafarvaldið og dómsvaldið sinni sínum hlutverkum og bankarnir sínum en þvælist ekki inn á svið hvers annars. Íslandsbanki hefur betri fagþekkingu á lánamálum, en Hæstiréttur Íslands, en Íslandsbanki hefur ekki hæfi til að gerast Hæstiréttur í þeim málum sem þeim dettur í hug.

Það færi vel á því að stjórendur Íslandsbanka færu að eins og blaðasalinn, sem seldi blöð sín fyrir utan stórbanka í Bandaríkjunum gerði þegar viðskiptavinur bankans kom út úr leigubíl og skorti reiðufé til að borga og bað blaðasalann um lítið lán sem yrði greitt aftur innan klukkustundar til að greiða leigubílnum. Þá sagði blaðasalinn. Við höfum sérstakt samkomulag okkar á milli ég og bankinn. Ég sel blöð sem ég kann og þeir lána peninga sem þeir kunna, en við ruglumst ekki inn í viðkstipti hvors annars. Íslandsbanki ætti að huga að því að sinna því sem þeir kunna en láta aðra um pólitík og skoðanamótun í þjóðfélaginu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Bankinn ætlar þannig ekki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli gæða þeirra"

Þetta er einmitt rangt. Bankinn metur gæði þeirra á sviði jafnréttis og þeir fjölmiðlar sem standa sig ekki eru vegnir og léttvægir fundnir.

Björn Friðgeir Björnsson (IP-tala skráð) 25.10.2019 kl. 13:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Islandsbanki hefur aldrei auglýst eftir viðskiptasjónarmiðum heldur eftir klíkum. Gefur skít í að auglýsa hjá viðskiptavinum sínum þó þeir séu með milljónaviðskipti, það þekki ég af eigin raun með Sám fóstra. Algerir strumpar í viðskiptum sem fólk ætti að forðast ef það getur farið annað sem það getur bara ekki því þetta er algerlega lokaður klúbbur hentistefnustjórnenda í öllum þessum gæðingabönkum sem eru ekki þjónustufyrirtæki fyrir tvo aura heldur bara þröngir sérhagsmunaklúbbar fyrir útvalda eins og Gamma og þvílíkt. Ekkert val frekar en verðsamráðið sem er á milli Bónusar, Krónunnar og Nettó þar sem þeir semja bara um krónu verðbil sín á milli og þarmeð er engin verðsamkeppni í smávöruverslunni. Þetta vita allir en þetta handónýta Samkeppniseftirlit skiptir sér ekkert af þessu.Það má loka því þessvegna og spara sér kaupið á þessum Höllustaðastrák sem er þarna engum til gagns.

Halldór Jónsson, 27.10.2019 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband