Leita í fréttum mbl.is

Nytsamir sakleysingjar eđa ???

Framkvćmdastjóri Vinnslustöđvarinnar skrifar athyglisverđa grein í Morgunblađiđ 2.nóv. s.l. Ţar gerir hann grein fyrir ţví hvernig stjórnendur Kastljóss hafi ítrekađ komiđ fram međ rakalausar og ósannar fullyrđingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöđvarinnar vegna meintra gjaldeyrisbrota, ţar sem ekki stóđ á sakfellingu í Kastljósţáttunum ţrátt fyrir ađ mál ţessara fyrirtćkja hefđu ţá enn ekki veriđ tekin til rannsóknar.

Í framhaldi af ţessum umfjöllunum Kastljóss stóđ gjaldeyriseftirlit Seđlabankans fyrir innrás í Samherja, ţar sem gögn voru haldlögđ í ţágu rannsóknar á meintu gjaldeyrismisferli. Vinnslustöđin var líka tekin til rannsóknar, ţó ţađ vćri ekki gert međ jafndramatískum tilburđum og hjá Samherja. 

Fyrir liggur og er rakiđ í grein framkvćmdastjórans, ađ tölvupóstar gengu linnulítiđ á milli stjórnenda Kastljóss og gjaldeyriseftirlits Seđlabankans í undanfara umfjöllunar Kastljóss. Ţađ vekur upp spurningar hvort bankaleynd hafi veriđ brotin og hvort saknćmt og óeđlilegt upplýsingaflćđi hafi veriđ úr Seđlabankanum til stjórnenda Kastljóss ennfremur af hverju stjórnendur Seđlabankans töldu  nauđsynlegt ađ koma ţessum röngu upplýsingum til fjölmiđils fyrirfram. Ekki skal fullyrt um ţađ á ţessari stundu ţó einfalt gćti virst ađ álykta hvađ var á ferđinni. 

Hvernig stóđ á ţví, ađ gjaldeyriseftirlit og e.t.v. yfirstjórn Seđlabankans taldi eđlilegt ađ standa í tölvupóstssamskiptum o.fl og veita stjórnendum Kastljóss upplýsingar fyrirfram um meintar ávirđingar stjórnenda Samherja og Vinnslustöđvarinnar? Nćrtćkasta skýringin er sú, ađ stjórnendur Seđlabankans hafi viljađ undirbúa fyrirhugađar ađgerđir sínar međ ţví ađ byrja á ţví ađ láta saka forustumenn ţessara fyrirtćkja fyrirfram um alvarlegar ávirđingar til ţess ađ eftirleikurinn yrđi auđveldari t.d. ađ fá dómstóla til ađ samţykkja húsleitir og eignaupptöku svo dćmi séu nefnd. 

Sé um ţađ ađ rćđa, sem ađ margt bendir til ţá hafa Kastljósmenn, sem báru ábyrgđ á umfjölluninni voriđ 2012 veriđ nytsamir sakleysingjar, notađir af yfirstjórn Seđlabankans til ađ koma fram ađgerđum gangvart saklausum einstaklingum. Sé svo, ćttu ţeir Sigmar Guđmundsson og Helgi Seljan, sem stjórnuđu umrćddum Kastljósţáttum ađ gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ upplýsa ţetta ljóta mál og biđjast afsökunar á ţví ađ hafa fariđ fram međ ţeim hćtti sem ţeir gerđu vegna rangra upplýsinga frá yfirstjórn Seđlabankans. 

Ţegar ég las grein Sigurgeirs B. Kristgeirssonar forstjóra Vinnslustöđvarinnar, ţá varđ ég gripinn ákveđnum óhugnađi yfir ţví hvernig íslensk yfirvöld beita ítrekađ svona óvönduđum međulum. Fá fyrst umfjöllun í fjölmiđlum og sverta einstaklinga og/eđa fyrirtćki og hefja síđan ađgerđir gegn ţeim. 

Ég minntist ţess, hve ţađ kom illa viđ mig ţegar ég lúslas gögn í svonefndu Guđmundar- og Geirfinnsmáli, međ hvađa hćtti forustumenn og ábyrgđarmenn rannsóknarar ţess máls virtust ítrekađ beita ţeim Vilmundi Gylfasyni, Sighvati Björgvinssyni og Ţorsteini Pálssyni fyrir vagn sinn og leka til ţeirra upplýsingum eins eđa fleiri, sem raunar síđan reyndust rangar,til ađ fá ţá til ađ fara á stađ, birta ţćr eđa taka ţćr upp á alţingi. Allt var ţetta gert í ţví skyni ađ geta síđar réttlćtt ákveđnar rannsóknarađgerđir í málinu sbr. m.a. fangelsun og gćsluvarđhald svonefndra Klúbbsmanna og Einars Bollasonar. Međ sama hćtti minnist ég ţess međ hvađa hćtti ţáverandi rannsóknarlögreglustjóri beitti sér í fjölmiđlum og lak til ţeirra stađhćfulausum og röngum fréttum um Hafskipsmáliđ ţegar forustumenn félagsins sátu ađ ástćđulausu í gćsluvarđhaldi. Allt til ađ réttlćta ađgerđir rannsóknarlögreglunnar.

Fréttamenn ţurfa ađ varast ţađ ađ láta misnota sig af yfirvöldum og enn eiga ţeir Sigmar Guđmundsson og Helgi Seljan ţess kost, ađ gera hreint fyrir sínum dyrum, biđjast afsökunar og upplýsa máliđ algjörlega. Í ţví sambandi gildir ekkert nafnleysi heimildarmanna ţegar ţađ er ljóst ađ viđkomandi heimildarmenn voru ađ misnota trúgirni ţeirra. Ţađ er hlutverk fréttamanna ađ standa međ fólkinu gegn yfirvöldum ţegar fólk er boriđ röngum sökum. Ţetta athćfi minnir á ađgerđir fjölmiđla í harđstjórnarríkjum eins og kommúnistaríkjunum hér á árum áđur.

Međ sama hćtti geta ţeir Sighvatur Björgvinsson og Ţorsteinn Pálsson gert hreint fyrir sínum dyrum varđandi umfjöllun um Guđmundar- og Geirfinnsmál ţó svo, ađ sá sem helst hafđi sig í frammi í ţví máli og hafi líklega fengiđ frumuppslýsingarnar, sé fallinn frá. Einhversstađar frá komu upplýsingarnar fyrirfram og til umfjöllunar áđur en rannsóknarlögreglan lét til skarar skríđa. 

Ţjóđin á rétt á ţví ađ fá allar upplýsingar í ţessum málum fram í dagsljósiđ. Viđ viljum ekki vera á bekk međ bananalýđveldum í fleiri málum en sem varđa peningaţvćtti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţörf ádrepa.  Rannsókn á gjörđum gjaldeyriseftirlits Seđlabankans á valdatíma Más í Svörtuloftum (sem nú ađ lyfta) er nauđsynleg.  Ţar verđa ábyrgđarađilar ađ svara til saka fyrir embćttisfćrslu, ţar sem yfir 98 % stjórnvaldssekta hafa veriđ dćmdar ólögmćtar.  Ađförin ađ Samherja og Vinnslustöđinni virđist af pólitískum rótum runnin.  Ţađ er slćmt, en hún virđist jafnframt vera glćpsamleg.  Slíkar grunsemdir ţarf ađ leiđa til lykta fyrir dómi.

Bjarni Jónsson, 4.11.2019 kl. 10:35

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ţakka ţér Jón fyrir ađ vekja athygli á spillingunni sem birtist í ţessum málum. Mađur er ađ vakna upp viđ ţann vonda draum ađ spillingin hjá ćđstu stofnunum hér á landi virđist mun meiri en mađur gerđi sér í hugalund.

Viđ höfum fram ađ ţessu veriđ talin ţjóđ sem vćri hvađ óspilltust í heimi hér. Ef svo er hvar eru ţá ađrar ţjóđir staddar sem taldar hafa veriđ spilltari en íslenska ţjóđin???

Já, ţađ fer hrollur um mann ađ hugsa til ţess hvar á vegi viđ erum stödd ţegar ađ ţessu lítur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.11.2019 kl. 11:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Virkilega góđ grein hjá ţér Jón og hafđu mikla ţökk fyrir hana.

Kannski vissu menn ekki betur í Guđmundar og Geirfinnsmálinu, og líklegast ţurftu menn ađ lúslesa gögn til ađ sjá samhengiđ.

En slíkt á ađ vera lćrdómur, en enginn lćrir ef ekki er sagt frá, hlutirnir settir í samhengi, ályktanir dregnar, og menn hafi kjark til ađ setja fram niđurstöđur.

Ţorsteinn og Sighvatur vćru meiri menn fyrir vikiđ ef ţeir segđu eitt orđ, "afsakiđ". Viđ létum misnota okkur.

Jóhönnustjórnin vildi fella Samherja ţví fyrst eftir Hruniđ ţá tengdist viđnám ţjóđarinnar stóraukinni gjaldeyrisöflun sjávarútvegsins, ţökk var bćđi makríl og öflugum fyrirtćkjum.  Viđ vorum sögđ gjaldţrota en raunveruleikinn sagđi annađ.

Ađ leggja Samherja var eins og ađ leggja sjávarútveginn, ađ leggja sjávarútveginn var líkt og yfirlýsing um ađ viđ vćrum ţurfalingar sem ţyrftum á brćđraláni meintra vinaţjóđa okkar sem og risaláni AGS.

Ómagar á beinni leiđ í náđarfađm ESB.

Vissulega er heimurinn margvíđur, en ef hann mćtt ađeins skýra međ ţremur víddum, ţá er ţessi sviđsmynd mín nćrri lagi.

Óţverraskapur réđi ríkjum, óţverrar tóku ákvarđanir.

Og ţeir vildu knésetja.

Gripu til ţekktra vinnubragđa, vinnubragđa sem viđ eigum aldrei ađ láta líđast.

Hvorki á fjölmiđlafólk ađ láta spila međ sig, eđa viđ, almenningur ađ láta stýrđan leka í ţágu hagsmuna hafa áhrif á dómgreind okkar.

Ţess vegna eru svona pistlar mjög mikilvćgir.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2019 kl. 17:10

4 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Íslensk pólitík er einhver sú spilltasta í víđri veröld. Ţađ gerir fámenniđ annars vegar og nćr alger skortur á siđferđiskennd sem einkennir ţjóđina hins vegar.

Ţorsteinn Siglaugsson, 5.11.2019 kl. 21:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2020
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.12.): 37
  • Sl. sólarhring: 699
  • Sl. viku: 3945
  • Frá upphafi: 1667809

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 3460
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband