Leita í fréttum mbl.is

Skjóta fyrst og spyrja svo

Þingmenn Viðreisnar ásamt þingmönnum úr systurflokki þeirra, Samfylkingunni, ásamt biskupi og landlækni gerðu sig sek um það í síðustu viku að hrapa að ályktunum og niðurstöðum án þess að hafa kynnt sér staðreyndir.

Þingmennirnir og biskupinn fordæmdu útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir  að framfylgja lögum, sem væri ótækt í máli albanskrar konu,sem komin var á steypirinn. Henni hafði verið synjað um hæli á Íslandi,en konan vissi fullvel áður en hún kom að það mundi hún ekki fá.  

Þingmennirnir og biskupin gerðu sig öll sek um að skjóta án þess að þekkja málavexti. Þingmennirnir og biskupinn reyndu að búa til mynd af grimmum yfirvöldum, sem væru gjörsneydd mannúð. 

Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra upplýsti í gær, að hælisumsókn albönsku konunnar hefði verið hafnað 11.október s.l. þegar hún var tæpum mánuði minna kasólétt en þegar hún var flutt úr landi. Konan vildi ekki fara og þráaðist við dyggilega studd af þeim sem hafa atvinnu á kostnað ríkisins við að gera yfirvöldum erfitt fyrir að framfylgja lögum og valda töfum með hundraða milljóna kostnaði fyrir skattgreiðendur á hverju ári. 

Þetta olli þó þingmönnum Samfylkingarinnar og Viðreisnar ekki vökunóttum. Þeir komu hinsvegar tárfellandi yfir því að loksins hefði tekist að framfylgja lögum. Biskupinn yfir Íslandi hafði sig þannig í frammi, að engan þarf að undra, að það fækki jafnmikið og stöðugt í þjóðkirkjunni og raun ber vitni.

Engum af þessum riddurum "réttlætisins" datt í hug, að gera kröfu til hagsbóta fyrir skattgreiðendur, að reglum útlendingalaga yrði breytt þannig, að jafnskjótt og endanlegur úrskurður lægi fyrir um að viðkomandi ætti ekki rétt til dvalar í landinu,þá yrði séð til þess, að koma viðkomandi úr landi þegar í stað.  

Þingmennirnir og biskupinn gerðu sig sek um þann fáránleika að skjóta án þess að hafa nægar upplýsingar og töldu að nú væri lag að hafa uppi tilfinngaklám á fölskum forsendum í því eina skyni að fordæma það að lögum í landinu skyldi framfylgt. 

Hitt er svo annað mál, að Sigríður Andersen alþingismaður bætti við alvarlegum hlut í restina, sem var vanhugsaður og hún ætti að draga þegar í stað til baka. En hún talaði um að borgarar allra ríkja ættu að eiga sama rétt og ríkisborgarar EES þ.e. að hafa frjálsa för til að sækja vinnu á Íslandi. Þetta þýðir í raun opin landamæri. Ég vona að Sigríður átti sig á því að þetta gengur ekki upp og leiðrétti sem fyrst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innilega sammála þér, nafni --- og líka um þetta síðastnefnda : furðulega skammsýn tillaga Sigríðar!

Jón Valur Jensson, 12.11.2019 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 711
  • Sl. sólarhring: 721
  • Sl. viku: 4758
  • Frá upphafi: 2427602

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 4400
  • Gestir í dag: 603
  • IP-tölur í dag: 584

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband