Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshreyfingin bjóði fram

Formaður VR hefur ítrekað sett fram þá hugmynd, að verkalýðshreyfingin bjóði fram við næstu Alþingiskosningar. Hugmyndin um framboði verkalýðshreyfingarinnar virðist eiga að taka til allra launþegafélaga í landinu. 

Hingað til hefur verið gengið út frá því að launþegar hér á landi sem og annarsstaðar í lýðræðisríkjum hefðu mismunandi skoðanir,en sameinuðust í ákveðnum fagfélögum eða verkalýðsfélögum til að standa vörð um hagsmuni sinnar starfsstéttar. Verkalýðsfélögin væru fagfélög, sem störfuðu á þverpólitískum grundvelli. 

Svo virðist, sem hin nýja stétt verkalýðsforingja telji, þrátt fyrir að vera kosinn af örfáum félagsmönnum þá hafi þeir samt ráð félaganna í hendi sér og þurfi ekki að fara eftir því sem hingað til hafa verið viðteknar skoðanir í verkalýðsbaráttu. 

Fari svo að hugmynd formanns VR fái brautargengi innan VR og/eða annarra verkalýðsfélaga, þá liggur í augum uppi, að það kallar á verulegar lagabreytingar varðandi skipulag og starfsemi verkalýðsfélaga t.d. félagsaðild og gjaldtöku,svo nokkur atriði séu nefnd. 

Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Annar Jónsdóttir og aðrir forustumenn hinnar nýju verkalýðsforustu verða að átta sig á því að þau eiga ekki félögin eða félagsmennina. Þá væri líka gott að þau áttuðu sig á því að innan verkalýðsfélaga er nauðsynlegt að mismunandi pólitískar skoðanir séu fyrir hendi innan félaganna, fái að njóta sín og ekki sér gert upp á milli fólks á grundvelli stjórnmálaskoðana. 

Þau Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson ættu frekar að undirbúa sín framboð sjálf og leita eftir tilstyrk úr verkalýðshreyfingunni eða hvar sem er annarsstaðar í þjóðfélaginu og það geta þau gert án þess að blanda verkalýðshreyfingunni með formlegum hætti inn í flokkspólitíska baráttu.

Ég hvet þau eindregið til þess, að láta á það reyna hvort þau eigi pólitískt erindi við fólkið í landinu á grundvelli verka sinna og skoðana og bjóði fram sem einstaklingar við næstu alþingiskosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband