Leita í fréttum mbl.is

Ekki gleyma: og friður í heiminum að sjálfsögðu.

Í fegurðarsamkeppnum eru keppendur teknir í ímyndarkennslu. Þar er þeim sagt hvað má segja og hvað ekki. Allt til að keppendurnir sýni að þeir séu mannvinir og telji að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Eitt sem er ómissandi er að segja að þeim sé umhugað um frið í heiminum.

Óneitanlega sótti sú hugsun á, við þessi áramót, að stjórnmálamenn og forustufólk þjóðarinnar væru allir, að einum undanskildum, farnir að ganga í sama hönnunarskóla staðalímynda og keppendur í fegurðarsamkeppnum. En á þeim bæjum er það ekki heimsfriður heldur barátta gegn loftslagsbreytingum.

Biskupinn yfir Íslandi gerði loftslagsbreytingar að inntaki nýársræðu sinnar, en gleymdi kristindómnum og ofsóknum á hendur kristnu fólki. Sama gerði forsetinn og forsætisráðherra og aðrir stjórnmálaleiðtogar í áramótagreinum sínum í Morgunblaðinu að einum undanskildum.

Það sem einkenndi umfram allt annað greinar og ræður stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups var skortur á framtíðarsýn og boðun aðgerða sem hefðu áhrif til lengri tíma litið. Svo virðist sem íslenskt forustufólk sé þess ekki umkomið að horfa lengra fram á við en til viðfangsefna og vandamála í núinu. Framtíðarsýn til lengri tíma er greinilega ekki kennd í hönnunarskólanum. 

Hugsanlega er ástæðan sú, að engin pólitísk hugmyndafræði er til lengur í íslenskri pólitík.

Samt sem áður voru áramótagreinar og ræður forustufólks þjóðarinar vel samdar og engir hnökrar á umbúðum tómra pakka. Áramótapakkar, sem umgjörð sjálfsagðra hluta um ekki neitt sem máli skipti með einni undantekningu.

And world peace of course. Eða að breyttum breytanda í heimi nútímans. Og loftslagsbreytingar að sjálfsögðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það  hefur enginn skoðun- sem er ekki búið að hanna fyrir fávita-- sorry !tongue-out

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.1.2020 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 654
  • Sl. viku: 4706
  • Frá upphafi: 1851299

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4058
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband