Leita í fréttum mbl.is

Bara ömurlegt: Þetta á líka við um Katrínu, Guðna og Agnesi.

Carl I Hagen er merkilegur norskur stjórnmálamaður. Hann byggði upp Framfaraflokkinn norska nánast frá grunni. Hann er þekktur fyrir að vera rökfastur og segja sínar skoðanir umbúðalaust.

Í bloggfærslu í gær slátraði hann ræðu norska forsætisráðherrans eins og segir í fyrirsögn Netavisen. Gagnrýni Hagen á ræðu norska forsætisráðherrans á ekki síður við um nýársávörp Guðna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Agnesar biskups þjóðkirkjunnar. Carl I Hagen sagði að ræða Ernu Solbert forsætisráðherra hefði verið ömurleg (eins og ræður Guðna, Katrínar og Agnesar).

Það sem Carl I Hagen sagði um ræðu norska forsætisráðherrans, en á ekki síður við okkar forustufólk er svohljóðandi:

"Er hnattræn hlýnun virkilega stærsta vandamálið sem Noregur stendur frammi fyrir? Það var alla vega skoðun forsætisráðherrans Ernu í nýársávarpi hennar. Bara ömurlegt.

Fullyrt er án þess að sannanir séu til staðar skv. vísindalegum könnunum eða vísindalegra hugmynda sem hægt er að taka alvarlega, að það sem mennirnir setja út í andrúmsloftið af lofttegundinni CO2, sem er raunar lífgefandi, geti haft áhrif á hnattræna hlýnun (en semsagt ekki staðbundna)

Nokkrar staðreyndir sem Erna gleymdi:

CO2 er næring fyrir allt líf sérstaklega allan gróður. 

Innihald CO2 í lofthjúpnum er 0.041 prósent. 3-5% af losuninni kemur frá fólki, en restin frá náttúrunni. Hlutfall Noregs í losuninni er 0.11 prósent. 

Ef Noregur hætti allri losun kolefnis, hefði það svipaða þýðingu og þegar lítill strákur pissar í sjóinn. Semsagt núll.

Slæmt að Erna skuli telja að takmörkun losunar kolefnis sem kostar 30-50 milljarða Norskra króna árlega, sé mikilvægasta áskorunin, sem við stöndum frammi fyrir. - Bara ömurlegt.

Persónulega finnst mér mikilvægara að hugsa betur um gamla fólkið okkar, fá betra heilbrigðiskerfi, betri skóla, betri innviði og varnir o.s.frv. Og lægri skattar og gjöld fyrir flest fólk hér í Noregi er mikilvægara og semsagt betra."

Það sem Carl I. Hagen gagnrýnir á nákvæmlega við með sama hætti um ræður forseta Íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir Íslandi. Óneitanlega sérstök trúarbrögð sem hafa heltekið margt forustufólk í hinu kalda Norðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

NÚ hendi eg dúnúlpunni- pelsinum og lopapeysunum,

 Það er hnattræn hlynun.

  Eg fer út í frostið berrössuð en því miður er enn snjór á bílrúðunum þannig að eg verð að fara í eitthvað meðan eg spreyja rúðurnar með ofurspreyji sem munn ekki þurfa að nota lengi þar sem HNATTRÆN  hlynun er komin í gagnið.

 Pálmatren hljóta að fara að spretta í garði nágrannana- eg  verð að fá mer  garð.Guð gefi oss nóg pálmatre

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.1.2020 kl. 21:35

3 Smámynd: Haukur Árnason

Takk Jón. Þið Carl segið það, sem ég vildi sagt hafa.

Haukur Árnason, 5.1.2020 kl. 01:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Katla gamla ein sem er í hvíld andar frá sér 20.000 tonnum af CO2 á sólarhring. Jafnmikið og öll árslosun Íslendinga af þessari  lofgttegund. Hvað gera hin eldfjöllin og N-Atlantzhafshryggurinn?

Halldór Jónsson, 5.1.2020 kl. 02:22

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þessi hegðun forystufólksins er flótti frá raunverulegum viðfangsefnum, eins og C.I. Hagen bendir á.  Það er hægt að fimbulfamba endalaust um loftslagsmálin, eins og trúmálin, af því að þau eru algerlega utan okkar getu að breyta nokkru um þau, og það er engin samstaða um neinar aðgerðir, sem hrífa, t.d. kolefnisskatt á heimsvísu upp á 100 USD/t CO2, enda væri þá barninu kastað út með baðvatninu.  Nær er að búa samfélögin undir afleiðingar hlýnunar.

Bjarni Jónsson, 6.1.2020 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 256
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4077
  • Frá upphafi: 2427877

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 3775
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband