Leita í fréttum mbl.is

Kurteisin uppmáluð

Margir hafa ráðist á Donald Trump fyrir orðfæri hans, sem er iðulega á mörkum hins byggilega heims. Demókratar o.fl. hafa farið hamförum yfir dónaskap hans og telja að svona maður geti ekki og megi ekki vera forseti Bandaríkjanna það sé þjóðarskömm. Vinstra fólk um allan heim hefur tekið undir þetta og telur Donald Trump vera þegar best lætur málsvara andskotans, ef ekki hann sjálfan holdi klæddur. 

Nú hafa Demókratar hinsvegar eignast átrúnaðargoð, sem er í engu eftirbátur Trump hvað illmælgi og gífuryrði snertir, Bernie Sanders. Sanders var sigurvegari Demókrata í nýjasta forvalinu. 

Í kosningabaráttunni sagði hann að Trump væri: "Racist, a sexist, a xenophobe, a homophope and a religious bigot. And those are his nice qualities." (Trump er karlremba, útlendingahatari, hommahatari og trúarlegur ofstækismaður og þetta eru hans góðu hliðar)

Það sannast oft hið fornkveðna og nú á Demókrötum í Bandaríkjunum:

"Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var einhver kona hjá Gísla Marteini sem átti ekki nógu slæmt orð um D.T. en sagði svo að hann væri "skrímsli".

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2020 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 215
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 4431
  • Frá upphafi: 2450129

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 4125
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband