Leita í fréttum mbl.is

Stefnuleysi og vingulsháttur

Sýrlandsher sækir fram í Idlib héraði í Sýrlandi,  þar sem mismunandi öfgahópar hafa ráðið mestu undanfarin misseri. Hópar eins og ISIS, Al Kaída, Al Nusra og aðrir álíka ógeðslegir öfgahópar, sem hafa drepið fólk miskunarlaust,hneppt fólk í ánauð m.a. stóra hópa kvenna í kynlífsánauð. Það ætti að vera gleðiefni að síðasta vígi öfgahópanna í Sýrlandi verði sigrað. 

En Evrópusambandið og Tyrkir eru ekki á sama máli. Evrópusambandið beitti 7 aðila refsiaðgerðum fyrir að eiga viðskiptaleg samskipti við Sýrlandsstjórn, í framhaldi af sókn Sýrlandshers, þar sem frelsuð hafa verið landssvæði í nágrenni Aleppo og tyggt að hægt er að nota flugvöll borgarinnar aftur. 

Algert stefnuleysi er og hefur ríkt hjá Evrópusambandinu varðandi styrjöldina í Sýrlandi nema helst að veita öfgaÍslamistunum stuðning.

Jafnan er talað um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, en það er á mörkunum að hægt sé að tala um borgarastyrjöld þegar tugir þúsunda erlendra vígamanna hafa haldið stríðsvél uppreisnarmanna gangandi og Tyrkir, Saudi Arabar o.fl. hafa blandað sér með virkum hætti í styrjöldina sérstaklega Tyrkir. 

Af hverju stuðlar Evrópusambandið ekki að því að útrýma völdum og áhrifum öfga-Íslamistanna? Með því að gera það ekki, þá stuðlar bandalagði eingöngu að því að ófriðurinn stendur lengur og mannlegar hörmungar og flóttamannastraumurinn aukast. 

Tyrkir hafa hernumið ákveðin svæði í Sýrlandi meðan styrjöldin í Sýrlandi hefur staðið og þeir og ætla ekki að láta þessi landssvæði af hendi. Gildir eitthvað annað um Tyrkland heldur þegar Rússar innlimuðu Krímskagann þar sem mikill meirihluti fólksins eru Rússar? Tyrkir eru að hertaka landssvæði í Sýrlandi þar sem enginn er af tyrkneskum uppruna. Þeir eru að innlima landssvæði þar sem býr fólk, sem vill ekkert með Tyrki hafa. Væri Evrópusambandið sjálfu sér samkvæmt ætti það að beita Tyrki refsiaðgerðum m.a. viðskiptaþvingunum ekkert síður en Rússa. Skyldu íslensk stjórnvöld telja eðlilegra að eiga viðskipti við Tyrki en gamla vinaþjóð okkar Rússa? Ef svo er af hverju?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið snýst um að rúv-sjónvarp fari að sérhæfa sig 
í erlendum fréttum 1 sinni í viku og þá í 60 mínútur
með því að taka púlsinn á því sem að er að gerast í rauntíma
svipað og Silfrið nema með sérhæfingu í utanríkismálum
þar sem að málin eru skoðuð í ró og næði, af íslenskum spekingum og eingöngu á landakortatækni-teiknum sem að eru uppi við allan tímann í bakgrunninum 
á meðan þátturinn fer fram, 
og til þess að koma LAUSNUM 
á framfæri staðan á tækniteikningunni yrði síðan uppfærð viku seinna til þess að auðveldara væri að fylgjast með því 
hvort að einhver friðar-árangur hafi náðst;
en ekki til þess að þylja upp hversu margir hafi verið skotnir

í mið-austurlöndum á hverjum degi.
Live-caos myndir/fréttir á 1 mínútu 
í hinum venjulegu kvöldfréttum 
leiða ekki til lausna en auka bara á ringulreiðina:

Jón Þórhallsson, 18.2.2020 kl. 08:58

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Það lítur út sem stefnuleysi þegar orð og gjörðir fara ekki saman. Hin raunverulega stefna er hins vegar það sem menn aðhafast en ekki það sem menn segja. Bæði Úkraína og Sýrland áttu að verða hluti af áhrifasvæði vesturveldanna (Bandaríkjanna). Uppreisnarmenn áttu að koma ríkjandi valdhöfum frá.

Helgi Viðar Hilmarsson, 18.2.2020 kl. 09:12

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er sorglegt að sjá hve hratt helsta fréttaefni veraldar sveiflast milli hinna ýmsu atburða líðandi stundar. Það farast sennilega tvöfalt fleiri á dag í bílslysum í Kína en veirunni sem tröllríður allri umræðu í dag. 

 Svo til ekki nokkur umræða eða fréttaflutningur er af hinu skelfilega ástandi sem ríkt hefur og er enn viðvarandi í Sýrlandi, meðan umfjöllun um veiruskrattan varir 24/7. Í algeru brjálæði, þar sem fleiri hafa týnt lífi en nemur öllum þeim er byggja Ísland heyrast varla nokkrar fréttir þessa dagana, nema í mjög takmörkuðu magni.

 Þetta nýta harðstjórar og skúrkar sér til hins ýtrasta, því umfjöllunin er nánast engin.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.2.2020 kl. 21:26

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jón, 

Takk fyrir að benda á þetta proxy- stríð þarna í  Sýrlandi. Þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið Al Kaída, Al Nusra, svo og málaliða, er styrktir hafa verið af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt  vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram þessum lygaáróðri um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. 

Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I)

Við höfum einnig frétt af þessum líka sérstaka stuðningi vesturlanda við ISIS, sem að hinir ritstýrðu fjölmiðlar hér passa sig á að fjalla ekki um :

Syrian Regime Change  Operation Part Of Broader Plan

Real Reason for Syria War Plans, from Gen. Wesley Clark

“US helping spread Wahhabism all over the Middle East.”

The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City?

RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO

British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels

BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS

Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo

US government spent over $500m on fake Al-Qaeda propaganda videos

En eins og segir þá verður örugglega aldrei fjallað um þetta í fréttum hér á landi.
KV.  

Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool" ...

EXCLUSIVE: Aleppo Media Centre Funded By French Foreign Office, EU and US

Aleppo: What youre not being told

Russia Bombs 30 CIA, Qatari, Mossad Officers in Secret Allepo Bunker ...

US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Mossad, CIA and Blackwater operate in Syria

'CIA, MI6 and Mossad: Together against Syria'

US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 18.2.2020 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband