Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk yfirboð eða nauðsyn?

Bandaríkjamenn hafa bannað flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Kórónaveirunnar. Ferðabannið er vanhugsað svo vægt sé til orða tekið.

Smit greinast í öllum heimsálfum. Hefðu Bandaríkjamenn viljað vera sjálfum sér samkvæmir, hefðu þeir sett 30 daga bann á flugferðir frá öllum löndum en ekki bara Evrópu. Slíkt hefði raunar líka verið vanhugsað.

Á tímum skorts hugmyndafræðilegrar staðfestu stjórnmálamanna eiga geðþóttaákvarðanir og pólitísk yfirboð greiðari aðgang að ráðamönnum. Krampakenndar aðgerðir stjórnvalda á Ítalíu og í Danmörku í baráttunni við veiruna sýna það heldur betur. 

Enn sem komið er hafa íslensk stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld haldið haus og ekki farið fram með óeðlilegum glannagangi. Ákvarðanir hafa verið markvissar og fumlausar, þó að spurningamerki megi setja við það hvort eðlilegt sé að halda fullfrísku fólki í sóttkví.

Vonandi halda heilbrigðsyfirvöld áfram að nálgast vandamálið af fagmennsku án þess að láta æsingafólk, sem reynir að slá pólitískar keilur vegna alvarlegs sjúkdóms rugla sig í ríminu.

Þó þessi sjúkdómur sé alvarlegur og dánartíðni há, þá hefur hann hvergi verið með þeim hætti að það afsaki að Bandaríkjamenn, Ítalir og fleiri beiti aðgerðum sem munu leiða til gríðarlegrar kreppu á heimsvísu með enn ófyrirsjáanlegri afleiðingum en sjúkdómurinn sjálfur. 

Mikilvægast er að gæta sérstaklega að þeim sem veikastir eru fyrir, eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Ráðstafanir stjórnvalda ættu sérstaklega að beinast að því að vernda þessa hópa með þeim ráðum sem tiltæk eru. Samkomubann fullfrísks ungs fólks, lokun skóla fyrir börn og unglinga er hinsvegar ekki rétta leiðin. 

Lífið verður að fá að ganga sinn gang, þó allur sé varinn góður. Brýna verður fyrir fólki að viðhafa allar ráðstafanir til að koma í veg fyrir smit og verja veikustu hópana í þjóðfélaginu með öllum skynsamlegum ráðum. 

Þjóðfélagið á ekki að lama með krampakenndum tilefnislausum aðgerðum það mun leiða til kreppu sem yrði mun alvarlegri en tilefni er til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Með íllu skal illt útreka.Linkuskapur og nefndarfargan skilar engu . Aular og klikur drepa eldriborgara eins og Italir eru að gera sem fá engva hjálp frá evrubandalagi heldur frá Kina.

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.3.2020 kl. 19:39

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞAÐ VERÐUR KREPPA HVERNIG SEM NEFNDAFARGANIÐ HRINGSYST

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.3.2020 kl. 19:41

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Með íllu skal illt útreka.Linkuskapur og nefndarfargan skilar engu . Aular og klikur drepa eldriborgara eins og Italir eru að gera sem fá enga hjálp frá evrubandalagi heldur frá Kina.

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.3.2020 kl. 19:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri miklu ódýrara að hleypa vísusnum út á fullum krafti, taka stuðið og 60 milljónir dauða og byrja upp á nýtt en þetta varnarkák sem líklega endar í hægum ósigri nema Gilead og CloverPharmaceuticals bjargi okkur..

Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 23:08

5 Smámynd: Jón Magnússon

Við vitum í raun ekki enn hvað dánarhlutfallið er hátt Halldór. Ég held að tölur frá Kína og Íran séu ekki mjög nákvæmar hvorki hvað varðar fjölda smitaðra og fjölda þeirra sem hafa dáið úr veikinni. Þannig tel ég uppá, að fjöldi þeirra sem hafa smitast í þessum löndum og dáið séu mun fleiri en opinberar tölur frá þessum ríkjum. 

Jón Magnússon, 13.3.2020 kl. 11:00

6 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Við vitum ekki einu sinni með vissu hvort þeir sem nái sér af sjúkdómnum myndi ónæmi til frambúðar. Þannig að tal um að keyra í gegnum sjúkdóminn með þeim fórnarkostnaði sem því fylgir er fullkomlega óábyrgt. Það er möguleiki að SARS-Cov-2 verði ekki kveðið í kútinn nema með margra mánaða eða margra ára aðgerðum af allra hörðustu sort.

Björn Ragnar Björnsson, 14.3.2020 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband