Leita í fréttum mbl.is

Þriðja bylgjan

Bókin "Þriðja bylgjan" eftir Alvin Toffler kom út fyrir réttum fjörutíu árum. Framtíðarspár bókarinnar og þess sem síðar hefur komið frá höfundinum eru athyglisverðar.

Fyrsta bylgjan er í huga höfundar þegar landbúnaður ýtti til hliðar þjóðfélagi veiðimanna og safnara. Önnur bylgjan er þjóðfélag iðnbyltingarinnar. Þjóðfélag fjöldaframleiðslu, ofurneyslu, miðstýringar og skrifræðis.

Þriðju bylgjuna kallar Toffler tímabilið að lokinni iðnbyltingu. Hann sér fyrir sér þróun vísinda-og tæknisamfélags okkar tíma. Horfið yrði frá skrifræði, miðstýringu og samþjöppun vinnuafls á stórum sem smáum skrifstofum í miðborgarsamfélagi. 

Mér fannst athyglisvert að kynnast þeim framtíðarspám Tofflers, að heimavinna fólks mundi aukast til muna með tölvubyltingunni. Ekki yrði lengur þörf á að fólk væri á endalausum ferðalögum til og frá vinnu eða til fundarhald, heldur gæti það sinnt daglegum störfum heima. Við tæki að hluta það sem engilsaxar kalla "cottage economy" (sjálfsþurftarbúskapur heima við)og Global village. 

Með þriðju bylgjunni yrði dagleg þörf mikilvirkra samgöngutækja mun minni og fólk gæti notið tímans sem slík ferðalög tækju, til að hugsa um sjálft sig og notið þess að versla og njóta þjónustu í nágrenni við heimilið. Orkusparnaður yrði gríðarlegur. 

Hugmyndir Toffler um framtíðina eru heillandi. Til yrðu margir bæir í borginni, þar sem fólk mundi vinna heima og hverfin yrðu lifandi hverfi og híbýli fólks yrði staður þar sem mestur hluti vinnunar yrði framkvæmdur auk þess sem að stutt yrði að sækja í þjónustu og frístundastarf. 

Eftir því sem tölvutæknin, rafrænar undirskriftir og fjarfundarbúnaður ýmis konar hafa tekið stórstígum framförum er furðulegt hvað hægt hefur gengið að þjóðfélagið aðlagaði sig að þriðju bylgjunni. Fólk yrði  meira heima og ofurskrifstofurnar heyrðu sögunni til.

Hvernig stendur á því, að það þurfi að marséra börnum og unglingum á hverjum virkum degi í skóla til að hlusta á það sem vel má nýta tölvutæknina til að miðla fróðleik með fullkomnara hætti. 

Stöðnunin og andstaðan stafar e.t.v. af því að iðnríki okkar tíma reynir að halda í óbreytt ástand, af ótta við að yrði miðstýringu hætt og skrifræðið einfaldað, mundu borgararnir fá meira frelsi til sjálfstæðs þroskaferlis án stöðugrar mötunar ofurfréttamennskunar sem reynir að tryggja meðvitaða eða ómeðvitað hugmyndafræði alræðisríkisins sem og þeim hagsmunum að halda fólki við ofurneyslu, sem það hefur enga þörf fyrir.

Nú á tímum hræðslunnar og aðgerða stjórnvalda vegna Covid veiru faraldursins þarf fjöldi fólks að vinna heima og fær þá reynslu af því hvaða hagræði er fólgið í því. Þetta hafa skáld, rithöfundar, sem og margir fleiri áttað sig á um árabil. Nauðsynlegt er að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir þeim kostum að stund vinnu sína að heiman. 

Ef til vill munu þessar ráðstafanir vegna Covid reynast sú blessun í þessu dulargervi, að þriðja bylgjan sem Toffler spáði fyrir um árið 1980 nái í auknum mæli fótfestu í veröldinni, öllum til góðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já merkilegt Jón. Sérðu dómstólana geta virkað með þessum hætti?

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.3.2020 kl. 14:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er eitthvað í okkar daglega umhverfi sem mannshöndin hefur ekki komið að? Allt þarf að smíða, móta og skapa.Það er ekki hægt að lifa á  tölvuskjá.Þar vex ekki  kjöt,mjólk, bíll, benzín. Ég held að þetta sé ofmetið Jón

Halldór Jónsson, 19.3.2020 kl. 21:14

3 Smámynd: Jón Magnússon

Dómstólarnir geta auðveldlega virkað með þessum hætti að verulegum hluta til. T.d. framlagning skjala og fyrirtökur geta verið rafrænar já og jafnvel málflutningur með fjarfundarbúnaði. 

Jón Magnússon, 20.3.2020 kl. 08:22

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þó svo að framtíðarspá um þriðju bylgjuna verði að veruleika þá er ljóst, að sum störf verða ekki unnin nema í samvinnu á fjölmennum vinnustöðum t.d. samsetning bifreiða og ýmissa iðnaðarvara. En meirihluti vinnuaflsins í dag Halldór getur unnið að verulegu leyti heiman frá sér 

Jón Magnússon, 20.3.2020 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband