Leita í fréttum mbl.is

Sitthvað gerum við vel.

Í úttekt í Daily Telegraph í gær er m.a. fjallað um könnun á fjölda smitaðra af Covid veirunni. Þar kemur fram að hvergi er skráning eða eftirlit með földa smitaðra betra en hér á landi. Skv. úttektinni verður ekki annað séð, en að útilokað sé að sjá hver fjöldi smitaðra er t.d.á Ítalíu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Tölur frá þessum löndum um fjölda smitaðra og dánartíðni eru því nánast ómarktækar.

Við höfum staðið okkur best í alþjóðlegum samanburði varðandi skráningu og að mestu leyti varðandi viðbrögð, þó getum við hugsanlega sitthvað lært af Suður Kóreu. 

Fjöldi smitaðra á Íslandi nálgast að vera o.3% þjóðarinnar og tæp 3% landsmanna eru eða hafa verið í sóttkví. Miðað við það  er eðlilegt,að skoða hvort stöðugt hertari aðgerðir við að loka á mannleg samskipti og atvinnulíf séu réttlætanlegar. 

Mér er til efs, að ekki sé hægt að halda margvíslegri starfsemi gangandi, sem nú hefur verið lokað, án þess að það auki á smithættu, ef full aðgát er höfð. Í því sambandi kemur manni í hug m.a. starfsemi hárskera, líkamsræktarstöðva, sjúkraþjálfara,kvikmyndahúsa og margrar annarrar starfsemi. Hafa einhver eða það mörg smit greinst frá þesskonar starfsemi að kalli á lokun? Er ekki hægt að setja viðmiðunarreglur um slíka starfsemi til að lágmarka áhættu á smiti?

Það sem við vitum fyrir víst um þessa veiru í dag er að hún er fyrst og fremst hættuleg fyrir fólk sem hefur náð sjötíu ára aldri og þaðan af meira og er með undirliggjandi sjúkdóma.

Er þá ekki mikilvægast að reyna eftir megni að koma þeim þjóðfélagshópi í var, en láta þjóðfélagið ganga að mestu leyti sinn gang að öðru leyti?  

Fólkið sem hefur verið í framlínunni hjá okkur í baráttunni við þessa veiru hefur staðið sig vel og gert sumt best af því sem gert hefur verið í heiminum. Það kemst þó ekki hjá því að verða fyrir áhrifum stöðugt harkalegri aðgerða sem gripið er til annarsstaðar, sem og ákalli öfgafólks um að lokað verði á alla mannlega starfsemi í landinu. En þar reynir á, að það sé gert sem þarf, en frjóangar atvinnulífsins séu ekki drepnir eða settir í dvala umfram það sem brýna nauðsyn ber til. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Smitaðir hér eru líklega tæplega 1% þjóðarinnar miðað við niðurstöður ÍE. Kannski um 3.000 manns. Einn er látinn, mögulega tveir. Um 30 hafa lagst inn á spítala. Dánarhlutfallið, byggt á raunverulegum fjölda smita er afar lágt, og hlutfall þeirra sem veikjast alvarlega er líka afar lágt. Þetta vekur spurningar um þörfina á öllum þessum aðgerðum.

Við erum þó heppin hér að ekki sé komið á útgöngubann. Maður þarf ekki annað en að setja sig í spor íbúa stórborganna sem eru nú innilokaðir í blokkaríbúðum í margar vikur. Eða þá 300 milljónir fátæklinga á Indlandi sem missa lífsviðurværi sitt vegna útgöngubannsins.

Hversu mörg mannslát verða vegna heilsubrests, hungurs, andlegra veikinda, atvinnumissis og vonleysis sem leiða til sjálfsvíga? Hversu margar fjölskyldur missa heimili sín?

Er allt þetta réttlætanlegt vegna sjúkdóms þar sem raunveruleg dánartíðni nær kannski varla þriðjunginum af dánartíðni vegna venjulegrar flensu?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 21:56

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jón, 

Það hefur ýmislegt komið í ljós varðandi þessar tölur frá Ítalíu, eða Italy: Only 12% of Covid19 deaths Actually List Covid19 as Cause, en í öllum þessum áróðri á okkar einhliða og ritstýrða RÚV, þá má líklegast ekki minnast á eitthvað svona "...Report shows up to 88% of Italys alleged Covid19 deaths could be misattributed.. " . Over 99% of coronavirus patients in Italy who died had other health problems

Nú og varðandi allar þessar sérstöku aðgerðir í þessum Covid 19- faraldri,  þá eru margir læknar og/eða sérfræðingar ekki á sama máli, og það verður örugglega ekki minnst á eitthvað frá þeim á RÚV, en sjá hérna hvað þessir menn hafa að segja:

12 Experts Questioning the Coronavirus Panic


Censorship or keep spreading fear


Do You Smell A Rat? Corona Virus MADNESS! Dr. Peter Glidden

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 746
  • Sl. viku: 3852
  • Frá upphafi: 2427652

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 3564
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband