Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðiskerfið

Íslenska heilbrigðiskerfið er greinilega eitt það besta sem til er í heiminum. 

Í Covid fárinu sem herjar nú á lönd og álfur verður ekki annað séð miðað við það sem kemur fram á hinum ýmsustu fréttastöðvum erlendis, en að íslenska heilbrigðiskerfið sé að standa sig best í baráttunni við Covid veiruna og sinna þeim sjúklingum vel sem þurfa á spítalavist og sérhæfðum búnaði að halda. 

Dánartíðni af veirunni er enn lægst hér og vonandi verður svo áfram.

Þó alltaf megi að öllu finna og fráleitt annað en gerð séu á stundum mistök í svo viðkvæmum málum sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að fást við. Þó mistök eigi sér stað, þá verður alltaf að skoða hver er heildarárangurinn og gæðin í alþjóðlegum samanburði

Undanfarin ár hefur heyrst margraddaður söngur úrtölu- og sjálfshirtingarfólks, sem hefur kyrjað það að heilbrigðiskerfið væri ónýtt. Meira að segja hafa samtök og félög lækna sent hin ýmsustu betli- og kröfubréf þannig orðuð að heilbrigðiskerfið væri ónýtt. Jafnvel svo að biði upp á almannahættu.

Þær staðreyndir sem blasa við okkur í dag ættu að sýna, hversu glórulaus opinber umræða getur stundum verið á landi hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Jón ertu að hrósa heilbrigðisyfirvöldum undanfarinna ára fyrir langvarandi niðurskurð og fjársvelti heilbrigðiskerfisins og endalausar biðraðir og heimskulega aðför að einkarekstrinum? Ertu að hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir neyðarástandið á Lsp og framkomu þeirra við heilbrigðisstarfsfólk?

Ertu etv. bara að hrósa sóttvarnarteymi Landlæknis?

Júlíus Valsson, 1.4.2020 kl. 18:51

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Í krísu sem þessari, verður trauðla dregin önnur niðurstaða en sú sem þú lýsir hér að ofan. Eflaust má laga margt, en núna er ekki tíminn til að velta sér upp úr því. Ég dáist að starfsfólki spítalanna, sem leggja nótt við dag og ég vil lofa það fólk, ´´sem alls ekki grímulaust´´ gengur sinna starfa í heilbrigðisgeiranum, dag og nótt, fyrir okkur.

 Viðbrögð og samstaða innan kerfisins okkar, hvar fólk leggur krafta sína að mörkum jafnvel endurgjaldslaust, hlýtur að segja okkur að við búum við gott kerfi, þegar nauð ber að dyrum. 

 Hafi allir þökk fyrir, sem þar að koma.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2020 kl. 01:34

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Júlíus ég er ekki að hrósa því að vegið hafi verið að einkarekstrinum með þeim ósæmilega hætti sem hefur verið gert. Ég er sammála þér í því sem þú bendir á en þó ber að gæta að kerfið virkar vel spurning er Júlíus hverju það er að þakka. 

Jón Magnússon, 4.4.2020 kl. 09:27

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt sinn með því besta sem gerist og það hefur alla burði til að svo verði aftur. Það sem gerst hefur núna er að stjórnmálamennirnir hafa látið fagleg sjónarmið en ekki pólitísk ráða förinni og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það. Þessu er nú öfugt farið í sumum lönndum með hörmulegum afleiðingum. 

Júlíus Valsson, 4.4.2020 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 305
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 4126
  • Frá upphafi: 2427926

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3817
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband