Leita í fréttum mbl.is

Er rétt að styðja WHO eða hætta stuðningi við þá eins og USA

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta tuga milljarða fjárhagsstuðningi við WHO. Donald Trump Bandaríkjaforseti liggur undir ámæli fyrir þessa ákvörðun m.a. frá þjóðarleiðtogum, sem leggja hlutfallslega mun minna til WHO en Bandaríkjamenn hafa gert.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gagnrýnt WHO fyrir að hafa ekki staðið sig þegar C-19 kom upp. Ekki haft forustu. Ekki gengist fyrir samræmdum aðgerðum. Látið þöggun Kínverja framhjá sér fara og stutt þá í þögguninni.  WHO hafi því brugðist hlutverki sínu með hræðilegum afleiðingum, heimsfaraldri C-19. 

WHO hefur ekki staðið fyrir samræmdum aðgerðum til að vinna bug á faraldrinum eins og WHO ber að gera og sýnt af sér ótrúlega vanhæfni. Margir sem komnir eru fram yfir miðjan aldur halda, að Sameinuðu þjóðirnar séu það sem þær voru fyrir 20 árum eða 30 árum eða 40 árum. En því fer fjarri. 

Óstjórn innan SÞ og vanhæfni leiddi til þess m.a. að USA sagði sig frá samstarfi við UNESCO m.a. og fleiri stofnanir og þar var nú Trump ekki að verki.  

WHO hefur enga forustu og hefur ekki burði til þess og það er alvarlegt mál. Þessvegna fara þjóðir heims sínar eigin leiðir og ekkert samræmi er í gjörðum þeirra. WHO brást því og bregst algjörlega ætlunarverki sínu. 

Ekki var hægt að búast við neinu af WHO undir núverandi stjórn. Framkvæmdastjóri þeirra Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus gegndi háum embættum hjá Frelsisfylkingu Marxist Lenínista í Eþíópíu, sem hefur ekki kallað allt ömmu sína þegar kemur að hermdarverkum. Dr. Tedros tilnefndi harðstjóra og einræðisherra Zimbabwe, Robert Mugabe,  sem sérstakan velgjörðar sendiherra WHO. Robert Mugabe stóð fyrir fjöldamorðum á hvítum bændum í Zimbabwe og beitti lét drepa og pynta fjölda stjórnarandstæðinga í Zimbabwe. Þá hefur Dr. Tedros verið í nánu trúnaðarsambandi við Kommúnistastjórnina í Kína. Dr. Tedros hefur því hvorki né mun gagnrýna yfirhilmingar og rangfærslur Kínverja þegar C-19 faraldurinn braust út heldur staðið að þeim með Kínverjum. 

Þessvegna sagði Dr. Tedros í byrjun febrúar 2020 að ekki væri þörf samræmdra aðgerða það kom heldur betur á daginn.

Þegar stofnun eins og WHO sýnir algjöra vanhæfni og vangetu til að sinna því sem þeim er ætlað að gera, þá er eðlilegt að einhverjar þjóðir telji sér nóg boðið og þær neyðist til að fara sínar eigin leiðir. Miðað við frammistöðu WHO og framkomu hvað þá heldur forustu WHO þá er ótrúlegt að ekki skuli fleiri en Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt hana og lýst algeru vantrausti á hana. Stofnunin og framkvæmdastjóri hennar eiga það svo sannarlega skilið. 

Í stað þess að gagnrýna Trump fyrir að gera það rétta í stöðunni ættu ríkisstjórnir Evrópu og fleiri að krefjast þess, að núverandi forusta WHO verði látin fara og hæfir einstaklingar verði kallaðir til í þeirra stað. Það skiptir máli fyrir heimsbyggðina að grípa til slíkra aðgerða í stað þess að ráðast á Trump fyrir að gera það eina rétta í þessari stöðu.

Vanhæft fólk getur ekki verið í forustu þegar baráttan er upp á líf og dauða. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa góðu samantekt,nánast allir fjölmiðlar hér á klakanum að ógleymdum ofur bloggurum með bakborðs slagsíðu,sýna engann áhuga a sögu þessa gerspillta batteríi.

Björn. (IP-tala skráð) 15.4.2020 kl. 17:49

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það fer engum sögum um það, að WHO studdi Kína. Né heldur að þeir reyndu að stoppa stigum við að lönd loki landamærum sínum við Kína, þegar vírusinn var4 að breiðast út.

Trump er auli, en i þessu sambandi eins og sumum öðrum hefur hann rétt fyrir sér.

Formaður WHO, var meðlimur hryðjuverkastofnunar ... Íslendingar eiga að spyrja landráðemnn Islands, hvernig stóð á því að þeir styddu að hryðjuverkamaður, sem var utan þessa sakaður um fleir afbrot í heilsufarsástæðum að verða yfirmaður alþjóðaheilbrygðisstofnunarinnar ... þessa spruningu má einnig spyrja bandaríkin, og þar með aðallega Obana bin Ladin ... og bandalagsmenn hans, Kínverska fjöldamorðingja ... einnig á maður að spyrja Íslenska aðila, bæði talsmenn sjónvarps, útvarsp og fjölmiðla ... að vera að tala máli, dæmdra fjöldamorðingja, á við Kínverska kommúnistaflokksins.

Örn Einar Hansen, 15.4.2020 kl. 20:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fannst það nánast absúrd að heyra Ölmu bera blak af WHO og kínverjum í dag. Skoðun hennar og mat er þvert á alla aðra miðla í vestrænum heimi. Kannski er það vegna þess að Trump gagnrýnir þá að hún er á öndverðum meiði. Afþvíbara. Skiljanlega trú sínum lit blessunin, en svona pólitík á ekki heima í þessu aðgerðarteymi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 21:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er svo ýkja langt síðan Bandaríkin uppgötvuðu óstjórn innan SÞ.Þjóðir heims hafa frá seinni heimstyrjöld látið sem SÞ.væri öryggisstofnun þar sem ekkert nema heiðarleiki þrifist.Sérhæfða stofnunin WHO hefur sýnt vanræsklu með þöggun vegna ógnar heims veirufaraldurs upprunnum í Kina,þess vegna tek ég undir að þar verði skipt um stjórnendur.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2020 kl. 01:43

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Björn. En það eru ekki bara ofurbloggarar með bakborðs slagsíðu sem neita að horfast í aug við raunveruleikann. Utanríkisráðherra fannst tilvalið að henda meiri peningum skattgreiðenda í þessa stofnun þrátt fyrir að flestir viðurkenni að hún hafi algerlega brugðist. Ég átta mig ekki á hvað manninum gengur til. 

Jón Magnússon, 16.4.2020 kl. 09:13

6 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst það ekki rétt af veirutríóinu að blanda sér í pólitík. Þau eru með sinn fasta þátt til að fjalla um heilsufarsmálefni á Íslandi og geta haft sínar skoðanir eins og þeim sýnist, en veirutríósfundirnir eru ekki vettvangur til að fjalla um annað en það sem máli skiptir í því sambandi. 

Jón Magnússon, 16.4.2020 kl. 09:16

7 Smámynd: Jón Magnússon

Helga því miður er SÞ gjörspillt stofnun og Evrópa og Bandaríkin hafa látið það framhjá sér fara, að Kínverjar keyptu nánast alla Afríku til stuðnings við sig á þessum vettvangi og ráða mestu þó að Bandaríkjamenn borgi brúsann að mestu leyti. Afleiðingin af því að einræðisríkið Kína er við stjórnvölin hjá SÞ að verulegu leyti er að vanhæfir kommúnistar um víða veröld hafa tekið við mikilvægum ráðum og nefndum eins og t.d.WHO. Einnig má benda á aðalframkvæmdastjóra SÞ. Guterres sem er dæmigerður og góður fulltrúi alræðisríkisins. 

Jón Magnússon, 16.4.2020 kl. 09:19

8 Smámynd: Jón Magnússon

Örn Einar ég get tekið undir margt af því sem þú segir. En það er röng ályktun að Trump sé auli. Hann er öðruvísi en venjulegir stjórnmálamenn, en hann er enginn auli. 

Jón Magnússon, 16.4.2020 kl. 09:19

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Frábær greining á þessu hjá þér Jón.

En við meigum ekki líta framhjá því að við íslendingar berum lík ábyrð á þessu.  Við erum til dæmis með heilbrigiðsráðherr sem hatar einkafrmtakið og rær öllum árum því að koma á gamaldags komúnisma á íslandi og utanríkisráðherra sem telur öllu valdi best fyrir komið hjá globalískum stofnunum. 

Guðmundur Jónsson, 16.4.2020 kl. 09:55

10 identicon

Fyrir ykkur sem hafið svona gaman af samsæriskenningum og nærist á þeim: Nú var kommúnistastjórnin í Peking að uppfæra tölur látinna í Wuhan. Er það nú sennilegt að upphaflegu tölurnar hafi verið falsaðar? Er ekki sennilegra að þetta hafi bara ekki verið vitað fyrr en nú. HUGSA. Og er það líklegt að Kínverjar hafi búið þessa veiru til til að eyðileggja fyrir vesturlandabúum og byrjað á því að deyða eigið fók í stórum mæli? Þetta útspil Trumps er eingöngu útspil í kosningabaráttu. Það er ekkert sem bendir til þess að WHO og Kína séu í samstarfi við að ljúga að heimsbyggðinni. Varið ykkur á falsfréttunum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 08:14

11 identicon

Sæll Jón.

Bestu þökk fyrir ágætan pistil.

Í raun er engu þar við að bæta öðru en
því hvað Bandaríkin hafa sýnt mikla biðlund
gagnvart S.Þ. og Alþjóðaheilbrigðisstofnuinni
í stað þess að gera það sem blasir við að
skrúfa fyrir allt fjármagn til þessara stofnana.
Þess þá heldur þar sem þetta hefur sýnt sig í að
vera hreiður vinstri manna í áratugi sem aldrei virðast
líta glaðan dag í heift sinni í garð Bandaríkjanna.

Þó fyrr hefði verið, Jón!

Bandaríkin gætu eins bætt á þann lista Atlantshafsbandalaginu;
ein hafa þau burði gagnvart hvaða ríki sem er ef þau beita sér.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 13:25

12 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jón, 

Það má ekki gleyma að minnast á að Alþjóðaheilbrigðistofnun (WHO) hefur sérstaka leyninefnd, er öll hérna helstu og stærstu lyfja- og bóluefnafyrirtækin halda uppi, svo og þar sem þessi lyfja- og bóluefnafyrirtækin hafa öll sína fulltrúa í henni. Lyfja -og bóluefnafyrirtækin hafa hingað til séð vel til þess að moka peningum beint til ráðamanna á heilbrigðissviðinu, og til koma inn frekari og meiri hræðsluáróðri. Hvað varðar núna Covid 19, þá má ekki gleyma að minnast á hann Bill Gates karlinn og allt þetta fjármagn sem að hann hefur notað til styrkja stöðu sína innan WHO. í þessu sambandi þá má ekki  gleyma minnast á helstu stuðningsmenn Gates, hérna dr. Anthony Fauci og George Soros. En dr. Fauci er einn aðalmaðurinn hans Donalds Trump sem að beitir núna öllum sínum ráðum til koma inn en meiri hræðsluáróðri (Dr. Fauci Went from a Possible 1.7 Million US Deaths Due to Coronavirus to a Possible 200,000 US Deaths in 14 Days!).  

KV. 

    "The World Health Organization (WHO) proclaims itself to be an agency that "is responsible for providing leadership on global health matters, shaping the health research agenda, setting norms and standards, articulating evidence-based policy options, providing technical support to countries and monitoring and assessing health trends." If this is the kind of leadership they offer, you should run the other direction! The more than 6.3 million Euros (equating to over 9 million American dollars) the WHOs research center received from GlaxoSmithKline represents the vaccine programs number one income source. To which they respond,"We are aware that there appears to be a conflict interest."

    Increasingly, Big Pharma spends billions to influence what doctors see, read and hear, often persuading them to prescribe more drugs, just as it spends billions to taint researchers’ decision-making process...

... this financial conflict of interest is not an isolated incident with one researcher the following list of WHO researchers, reported to have financial ties to Big Pharma, suggests a more systemic corruption:

Dr. Peter Figueroa, Professor in the Department of Community Health and Psychiatry in Jamaica, has received money from Merck

Dr. Neil Ferguson has received funding from Baxter, GlaxoSmithKline, and Roche, as well as from some insurance companies

Professor Malik Peiris in Hong Kong has received money from Baxter GlaxoSmithKline and Sanofi Pasteur

Dr. Arnold Monto, advisor to Chiron, GlaxoSmithKline, MedImmune, Roche, Novartis, Baxter and Sanofi Pasteur, has received funding from same

Dr. Friedrich Hayden, consultant to MedImmune and Sanofi Pasteur, received money from those companies, in addition to Roche, RW Johnson, and SmithKline Beecham

A national survey of physicians published in the New England Journal of Medicine in 2007, well-known and often quoted, found that 94 percent of physicians have a "relationship" with the pharmaceutical, medical device, or other related industries.(https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2010/01/07/who-advisor-secretly-pads-pockets-with-big-pharma-money.aspx)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 17.4.2020 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 670
  • Sl. sólarhring: 926
  • Sl. viku: 6406
  • Frá upphafi: 2473076

Annað

  • Innlit í dag: 607
  • Innlit sl. viku: 5835
  • Gestir í dag: 582
  • IP-tölur í dag: 569

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband