Leita í fréttum mbl.is

Úrslit forsetakosninga. Hafa skal það sem er rétt.

Hvort fékk Guðni forseti stuðning 92% þjóðarinnar eða 59%. Það fer eftir því við hvað er miðað. Af þeim sem eru á kjörskrá fékk Guðni 59% stuðning og Guðmundur 5%.

Fjölmiðlar virðast sammála um, að ekki eigi að taka mark á þeim sem vildu hvorugan frambjóðandann kjósa, en höfðu samt fyrir því að mæta á kjörstað til að skila auðu. Auð atvkæði eru hluti kosningaúrslita og við útreikning á hlutfallstölu, þá er það rangur útreikningur að taka ekki tillit til þeirra sem skiluðu auðu og lítilsvirðing við vilja þeirra kjósenda. 

Réttur útreikningur á fylgi frambjóðenda hlutfallslega miðað við þá sem kusu,  þegar tekið er tillit til þeirra sem skiluðu auðu er nokkur annar en fjölmiðlar nefna, en þá er Guðni með rúm 89% atkvæða en ekki rúm 92 og Guðmundur er með stuðning rúmra 7.5%, en rúm 3% kjósenda vildi hvorugan þeirra kjósa.  Það eru hin réttu hlutfallslegu úrslit kosninganna miðað við þá sem kusu.

Annað er fölsun á hlutfallslegri niðurstöðu kosninganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Finnst þér eðlilegt að draga þá ályktun að allir sem ekki mættu á kjörstað hafi ekki gert það vegna þess að þeir hafi hvorugan viljað? Er ekki allt eins hægt að draga þá ályktun að þeir hafi ekki mætt vegna þess að þeir töldu úrslitin ráðin?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.6.2020 kl. 12:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er talað um að það séu til þrjár tegundir af lygi, þær eru: LYGI, HAUGALYGI OG TÖLFRÆÐI.  Mér sýnist að tölfræðin sé eitthvað að gera mönnum grikk við að gera úrslit forsetakosninganna upp:  En er það ekki til umhugsunar fyrir sitjandi forseta að hann skuli ekki hafa stærri hluta þjóðarinnar á bak við sig????????

Jóhann Elíasson, 28.6.2020 kl. 14:06

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég tel svo ekki vera Þorsteinn og er ekki að tala um það. Kjörsókn hefði sjálfsagt verið betri ef Guðmundur hefði átt einhverja möguleika. Ég er fyrst og fremst að tala um þá sem mættu á kjörstað, greiddu atkvæði með því að skila auðu. 

Jón Magnússon, 28.6.2020 kl. 16:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hann er ósköp ánægður með sig og sína útkomu og má í sjálfu sér vera það.

Jón Magnússon, 28.6.2020 kl. 16:06

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Las þetta í flaustri. Sé að þú varst að tala um 3 prósentin. 

Þorsteinn Siglaugsson, 29.6.2020 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband