Leita í fréttum mbl.is

Vandlifað í honum heimi á tímum "woke" byltingarinnar

Fyrirlesari við háskóla í Southampton á Englandi var rekinn fyrir að segja að Gyðingar væru sérstaklega góðir í efnafræði. Hann sagði líka í öðru tilviki, að Þjóðverjar væru góðir í verkfræði og gerði grein fyrir því af hverju hann teldi svo vera í báðum tilvikum. 

Þetta var meira en "woke" kynslóðin getur þolað, en "woke" öfga fólkið er í allsherjarkrossferð gegn rasisma og þegar er þessi barátta farin að taka á sig galnar myndir. 

Miðað við þeirra hugmyndafræði þá er það rasismi að segja eftirfarandi:

Gyðingar eru sérstaklega góðir í efnafræði.

Grænlendingar eru mjög góðir fiskimenn

Þjóðverjar eru góðir verkfræðingar

Hörundsdökkir eru fremstir í hlaupum

Margt fólk af kínversku bergi brotið er best allra í stærðfræði.

Áfram má halda, en svo er nú komið að það að hrósa fólki eða þjóðum fyrir sérstaka hæfileika er nú flokkað sem rasismi

Af hverju vegna þess að skv. "woke" hugmyndafræðinni þá eiga allar þjóðir að vera eins og engin á að vera frábrugðin annarri eð hafa einhverja sérstaka gáfu eða hæfileika. Það getur því verið hættulegt að benda á, að engir hafa unnið eins mörg Nóbelsverðlaun og Gyðingar. 

Svo er komið, að það má hvorki segja neitt jákvætt um þjóðir né neikvætt. 

Á grundvelli þessa bulls er amríski sendiherrann á Íslandi dæmdur rasisti fyrir að tala um "kínaveiru"

Hvað þá með "spænsku veikina" eða "frönsku mislingana" sem rauðir hundar eru kallaðir sumsstaðar.

Ekki verður betur séð, en markmið þessara öfgaskoðana sé sú, að taka í burtu allt sem heitir þjóðríki og gera það saknæmt að hrósa einum umfram annann einkum og sér ef það er látið fylgja hverrar þjóðar viðkomandi er. 

Hér áður fyrr var miðað við að mæla ekkihnjóðsyrði til fólks á grundvelli þjóðernis og það var talið rasismi, en núna má heldur ekki hrósa fólki á grundvelli þjóðernis.

En hvernig skyldi það svo vera að lífskjör í Svíþjóð og Sierra Leone eru ekki þau sömu og lagaumhverfi og öryggi borgaranna er ólíkt. Þegar enginn er munurinn og það gert refsivert að íja að því að um einhvern mun geti verið að ræða. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er sennilega ekki langt í að það verði talið rasískst að kalla sig Íslending. Þetta nálgast algera geggjun og hreint með ólíkindum að horfa upp á vanhæfa fjölmiðla kikna í hnjánum af undanlátssemi við þessa púrítana hinnar einu réttu hugsunar.

 Ríkisfjölmiðillinn DDRÚV ríður þar fremst í flokki og svo sannarlega kominn tími til að hreinsa út af fréttastofunni öllu sem þar hefur grafið um sig, uppfullt af ´´wokinu´´.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.7.2020 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 898
  • Frá upphafi: 2291664

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 793
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband