Leita í fréttum mbl.is

Baráttan við Covid meðalið og afleiðingarnar

Síbylja hamfarafrétta um háa dánartíðni og ógnir vegna Covid veikinnar þrumuðu í hverjum fréttatíma allra helstu fréttamiðla í veröldinni dag eftir dag. Fólk varð felmtri slegið og margir frávita af ótta, sem var eðlilegt miðað við hamfarafréttir, sem áttu sér raunar minni stoð í raunveruleikanum en fram kom í hefðbundnum fréttamiðlum. 

Almenningur í þróuðum lýðræðislöndum krafðist þess, að mannréttindi yrðu skert og lýst var yfir útgöngubanni víða um lönd, sem er eindæmi og afar hættulegt fordæmi. Aðrar þjóðir fóru aðrar leiðir m.a. við. 

Ísland valdi eina af skynsamlegustu leiðunum, sem farin var. Settar voru ákveðnar reglur, en fólki að öðru leyti treyst til að gæta nauðsynlegrar varúðar. Gagnrýna má sumar reglurnar sem settar voru og hvað þær stóðu lengi, en okkur tókst vel með samstilltu átaki fólksins í landinu. Þjóðir sem beitt hafa útgöngubanni eins og t.d. Bretar og Spánverjar hafa ekki náð sama árangri og við í baráttunni við veiruna af hverju svo sem það stafar. 

Útgöngubannið og mjög strangar reglur sem settar hafa verið geta orðið til þess að viðbrögðin valdi hugsanlega álíka skaða. Í opinberri skýrslu frá Bretlandi um afleiðingar útgöngubanns sem vísað var til í Daily Telegraph þ.20. júlí s.l. kemur fram, að hugsanlega muni það valda 200.000 dauðsföllum. 

Nú eru rúm 50 þúsund dauðsföll rakin til C-19 veirunnar, en villtustu hrakspár töldu að allt að 500 þúsund manns mundu missa lífið í Bretlandi ef ekkert yrði gert í málunum. Þessar tölur 200 þúsund dauðsföll vegna útgöngubannsins og 500 þúsund dauðsföll vegna veirunnar eru frekar ótrúverðugar og færa má rök að því að þær fjölfaldi nokkuð fjölda dauðsfalla í báðum tilvikum. Samt sem áður sýnir þetta, að veruleg inngrip í daglegt líf og starf borgaranna til varnar einni vá getur skapað aðra e.t.v. lítið betri en þá sem brugðist er við. 

Í upphafi var markmiðið sett á að gæta þess, að heilbrigðiskerfið réði við vandann, sem skapaðist vegna C-19 veirunnar. Það tókst og gott betur. En það kostaði sitt. 

Smitum er nú að fjölga í löndum eins og í Þýskalandi og Spáni. Vonandi tekst að ráða við það, en það verður að gera með öðrum hætti en útgöngubanni og öðrum álíka ráðstöfunum. Slíkt mundi sennilega valda meira tjóni. 

Á síðustu dögum hafa greinst fleiri smit hér en vikurnar á undan. Engin ástæða er samt til að þjóðfélagið verði sett á hvolf á nýjan leik vegna þess. Nú skiptir máli að fólk gæti að sóttvörnum og öðrum varúðarráðstöfunum, það er virkasta vörnin við útbreiðslu veirunnar á nýjan leik. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Íslendingar streyma nú til Spánar.

Mér skilst að Norðmenn setji alla sem komi frá Spáni núna í 4 vikna sóttkvíar. Kemur þetta hér ef tilfellum fer að fjölga?

Maður fer að örvænta um að bóluefni fari að koma áður en allt fer af stað á nýjan leik.

Ég held að við hér höfum slakað á í samkomum of snöggt, ein fjölmenn jarðarför getur komið óviðráðanlegri keðju af stað.

Kemur ekki til greina hjá Oxford eða Moderna að gefa fólki kost á bólusetningu at own risk þó bóluefnið sé ekki fullprófað?Efnahagslegar afleiðingar eru að verða óþolandi í heiminum og yfirvofandi ógnin af smiti er óbærileg fyrir áhættuhópa.

Ég er á 83.ári. Kominn yfir meðaldánaraldur  lífeyrisþega VR.  Hverju hef ég að tapa með því að taka sjensinn af mRNA hjá Moderna?

Halldór Jónsson, 27.7.2020 kl. 10:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samsæriskenningasmiðum gæti alveg dottið í hug að hér væri um að ræða alþjóðlega tilraun um það hversu auðvelt er að afnema frelsi fólks.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.7.2020 kl. 21:44

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það eru margar hliðar á hvernig fólk getur sniðgengið og varist pest þessari.

 Þetting byggðar   er aðalmál Reykvikinga að nauðsinjalausu en stórborgir með turna sem fólk byr í notar lyftur sem taka allt að 20 manns og mikið meira það er þeirra eina útgönguleið. þetta fólk getur ekki varist smiti drepsótta. 

 Reykjavikurborg vill koma upp svipuðu kerfi fyrir sitt fólk.

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2020 kl. 20:13

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður allt sett á hvolf aftur. Og til hvers? Þetta er ekkert hættuleg pest þegar öllu er á botninn hvolft.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.7.2020 kl. 23:46

5 Smámynd: Jón Magnússon

Maður er hræddur við það, að heilbrigðisyfirvöld vilji enn á ný láta reyna á mátt sinn og dauðhrætt fólk gera kröfu um að eðlilegum lífsháttum verði á nýjan leik fórnað.

Jón Magnússon, 29.7.2020 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband