30.7.2020 | 10:31
Bregðumst við af skynsemi en ekki vegna ótta.
C-19 er vond sótt, en fjarri sú versta sem gengið hefur yfir veröldina eða er til staðar. Það sem gerir C-19 sérstaka eru viðbrögðin við veirunni, sem eru fordæmalaus.
Í henni veröld er það mannlegt, að óttast það óþekkta. Jafnvel þó okkur stafi meiri ógn af hinu þekkta, þá vekur það ekki eins mikla óttatilfinningu. Í hartnær hálft ár hefur dunið yfir fólki um veröld víða hvað margir hafi sýkst af C-19 og hve margir hafi dáið. Þessar fréttir hafa valdið verri múghræðslu en þekkst hefur á síðari árum og vegna hennar hefur verið gripið til aðgerða, sem eru líka fordæmalausar. Á sama tíma deyja mun fleiri vegna reykinga og berkla.
Þegar aðgerðir til skerðingar frelsi borgaranna vegna C-19 voru kynntar af veirutríóinu fyrir hálfu ári var markmiðið, að koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðisþjónustuna. Það markmið náðist og gott betur. Engin hætta er fyrir hendi nú, að einhver breyting verði á því. Kalla þá nokkur smit sem greinst hafa að undanförnu á aukna skerðingu á frelsi landsmanna? Ofangreind markmiðssetning er ekki í hættu þannig að hertar reglur og frekari skerðing á réttindum borgaranna er ekki réttlætanleg útfrá þeim forsendum. Samt situr ríkisstjórnin á fundi til að ræða hertar reglur sem engin þörf er á að svo komnu máli.
Vilji ríkisstjórnin skerða frelsi borgaranna vegna nokkurra smita verður að vera skírt hvert markmiðið er. Á að eyða veirunni úr umhverfinu? Slíkt er raunar tæpast gerlegt.
Að sjálfsögðu viljum við öll, að sem fæst smit greinist hér á landi og helst engin, en þannig er það ekki og verður ekki meðan veiran er á meðal okkar og fáir hafa sýkst.
Sóttvarnarlæknir verður stöðu sinnar vegna að gera ítrustu kröfur og það er ljóst að landlæknir telur sig vera í sömu stöðu. En það er ríkisstjórnin sem verður að meta heildarhagsmuni. Ríkisstjórnir eru ekki til að stimpla pappíra og tillögur sérfræðinga eins og þær séu eins og Guð hafi sagt það. Haldi ríkisstjórn að hlutverk hennar slíkt, þá á hún ekki sjálfstætt erindi lengur við þjóðina.
Talað er um að taka aftur upp fjarlægðarmörk 2 metra. Slíkt drepur niður eðlileg mannleg samskipti.
Við erum félagsverur, það er það mannlega. Líkamleg nánd við annað fólk er útilokað, að ýta út úr menningu okkar enda værum við þá komin í þursaríki. Vinátta, ást, hluttekning í sorg og gleði, lærdómur börn að leik, hópíþróttir,fundir, allt kallar þetta á líkamlega nánd og það er allt í lagi nema einhver meiriháttar vá steðji að, sem gerir ekki núna. Við viljum vera nálægt hvert öðru og þjóðfélagið er byggt þannig upp, að hjá því verður ekki komist nema að loka á eðlileg mannleg samskipti. Tölvuskjárinn og einangrun heima geta aldrei komið í stað fyrir mannleg samskipti.
Má vera, að hræðslan við C-19 sé vegna þess hvað við höfum búið við mikið öryggi í langan tíma. Í Afríku og Asíu hefur fólk þurft að glíma við verri veirur en C-19 sem eru enn til staðar en hafa ekki breiðst út til Vesturlanda. Sóttir eins og Sars og Ebóla. Reynt var að hræða fólk með fuglaflensu og svínaflensu, en það tókst ekki þó að fjölmiðlar reyndu sitt besta. Við höfum fengið smitsjúkdóma eins og HIV og Zika, en allar þessar sóttir höfðu mun hærri dánartíðni en C-19. En engin þeirra snerti Evrópu nema HIV og þann sjúkdóm fékk fullorðið fólk ekki nema það tæki meðvitaða áhættu.
Þó Covid 19 sé hættulegur sjúkdómur þá er dánartíðni fólks undir fimmtugu lægri en í venjulegri flensu og í miklum meirihluta tilvika er sjúkdómurinn mildur og gengur yfir á stuttum tíma eins og Jonathan Sumption fyrrum hæstarréttardómari í Bretlandi benti á í grein í Daily Telegraph 28.júlí s.l.
Á sama tíma og allir fréttamiðlar í heiminum eyða stórum hluta jafnvel meirihluta fréttatíma í C-19 og hafa gert í hálft ár, þá eru samt fleiri að deyja úr berklum og vegna reykinga.
Það þurfa allir að meta það fyrir sig hvaða áhættu þeir vilja taka í lífinu og hvað sé rétt fyrir okkur að gera miðað við aldur og líkamlegt atgervi. Í sumum tilvikum vill fólk einangra sig, aðrir vilja viðhalda fjarlægðarmörkum og við eigum að virða allar slíkar óskir og varúðarráðstafanir. En ríkisstjórnin á líka að virða óskir okkar hinna, sem viljum lifa lífinu lifandi í samskiptum við annað fólk. Eða eins og ofangreindur Jonathan sagði í grein sinni. Við getum ekki haldið áfram að hlaupa í burtu við verðum að halda áfram með lífið.
Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma fræg orð "The only thing you have to fear is fear itself" það eina sem þú þarft að óttast er óttinn sjálfur. Þó það sé ekki allskostar rétt þá skiptir það máli í þessu óttaþrungna umhverfi í skugga C-19 að við missum ekki óttans vegna eðlilega rökhyggju og skynsemi og hlaupum undan og föllumst athugasemdalaust á allar hugmyndir sem hefta eðlilegt frelsi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Heilbrigðismál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 497
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að bregðast ekki við af skynsemi. Settar voru reglur án nokkurrar markmiðssetningar án þess að skoða hvaða þýðingu það hefur. E.t.v. eðlilegt að amast við fjöldasamkomum um helgina. En annað er ekki í lagi. Fjarlægðarreglan 2 metrar er galin sbr. að WHO telur 1 metra vera nægjanlega fjarlægð. 2 metra reglan eyðileggur öll samskipti. Þá má benda á að á öllum knattspyrnuleikjum í sumar hefur ekki komið upp eitt einasta smit þó það hafi komið upp á móti unglinga sem er allt annars eðlis. Það að setja fjöldatakmarkanir hvar sem er í 100 er líka án nokkurrar markmiðasetningar eða skynsemi.
Jón Magnússon, 30.7.2020 kl. 15:33
100% sammála mati þínu Jón. Það er verst að nú virðist enginn þeirra sem sitja á þingi hafa, eða þora að láta í ljós, skynsamlega skoðun á þessu máli.
Við erum föst í vítahring sem drifinn er áfram af ástæðulausri ofsahræðslu. Stjórnvöld þora ekki að fara gegn heimskulegum tilmælum veirutríósins og jafnvel þótt þau þyrðu leggja þau aldrei í að fara gegn vilja forstjóra nokkurs sem hefur náð að taka þau í gíslingu.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2020 kl. 17:22
Blessaður Jón.
Margt sem þú segir er skynsamlegt, þannig séð, en ef forsendan er bull, þá er niðurstaðan eins og hún er.
Ég las í fyrri pistli þínum að þú taldir öfgaminni viðbrögð til dæmis í Þýskalandi og Íslandi árangursríkari versus allsherjar lokanir á Spáni og Bretlandi, eins og þú hafir ekki fattað að þegar veiran hefur náð ákveðinni útbreiðslu, þá er allsherjarlokun eina úrræðið.
Það var gripið inn í útbreiðslu hennar á Norðurlöndum að Svíþjóð undanskildum, og veiran náði aldrei útbreiðslu í Þýskalandi því þar var tekið á móti henni allt frá fyrsta degi.
Allt sem þú segir um dánartíðni veirunnar um fólk innan fimmtugt miðað við venjulega flensu er rangt, og í raun þér til skammar, það er þú telur þú þig vera skynsemisveru.
Varðandi fyrri veirusýkingar sem þú nefnir, þá hefur ekkert samfélag lifað við Ebólu eða Sar veiru, þetta eru banvænir sjúkdómar en vitið og skynsemin náði að einangra og loka á smitleiðir, þess vegna féllu ekki fleiri fyrir Sar, og gæfa okkar við Ebóluna er að hún þarf líkamsvessa til að smita, ólíkt inflúensu eða Covid sem dugar snertismit eða í minna mæli, útöndun.
Staðreyndafalsið um berkla og reykingar er síðan vúddú rök, sem engin vitsmunavera bendlar sig við Jón.
Dulítð sorglegt miðað við ofboðslegar góðu greinar þínar undanfarið.
Og það að eyða athugasemd minni bætir ekkert úr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 18:15
Takk fyrir Þorsteinn í þessu máli eins og svo mörgum öðrum er á brattann að sækja vegna þess hvað búið er að hræða fólk mikið og lengi. Síðan gleymist það, að ákveðnir aðilar hafa hagsmuni af því að viðhalda óttanum og lokununum.
Jón Magnússon, 30.7.2020 kl. 20:24
Ómar Geirsson hvernig hvarflaði að þér að ég mundi eyða færslunni þinni. Ég leyfi allar skoðanir á minni síðu en ekki dónaskap. Ég nefni þá heimild sem ég er að vísa í fyrrum hæstaréttardómara í Bretlandi varðandi dánartíðni eftir aldri og sjúkdómum þó ekki reykingum það kannaði ég sjálfur. En þannig er það Ómar minn að ég vil að fólk rökræði og sé ekki hrætt við að hafa skoðanir. En ræði þær af sanngirni og með rökum. Kveðja austur.
Jón Magnússon, 30.7.2020 kl. 20:26
Blessaður Jón.
Eiginlega veit ég ekki af hverju mér datt í hug að þú myndir eyða athugasemd minni, það er ekki öll vitleysan eins sem manni dettur í hug.
Rangfærslur eru rangar þó hæstaréttadómari sé borin fyrir þeim, sem er líklegast skýring þess að þeir eru látnir túlka lög og reglur en ekki dánartölur vegna farsóttar, eða meta hættu af þeim. Slíkt gera hins vegar sérfræðingar í sóttvörnum, en þeir gefa sig hins vegar ekki út sem lagaskýrendur eða telja sig hafa hæfni til að kveða upp dóma á hæstaréttarstigi, og líklegast ekki heldur á öðrum dómsstigum.
Þú sem skynsemisvera átt hins vegar að átta þig á bullinu þegar einhver segir að þessi farsótt sé hættuminni fyrir fólk undir fimmtugu en venjuleg flensa. Samhljóða viðbrögð sóttvarnaryfirvalda um allan heim eru vegna þess að þessi veirusýking er hættuleg, ekki bara vegna þess að hún er banvæn, heldur líka vegna þess að eftirköst hennar eru alvarlegri en áður hefur þekkst með útbreiddar veirusýkingar.
Staðreyndir sem er svo auðvelt að fletta uppá Jón.
Það er hins vegar afstaða hvort það eigi að láta svona veirusýkingar ganga yfir og fækka fólki, og veikla aðra fyrir lífstíð. En sú afstaða á að byggjast á staðreyndum, ekki staðleysum.
Bull getur vissulega leitt til réttrar niðurstöðu, en rétt niðurstaða getur aldrei byggst á bulli.
Það er aðeins einn staður í heiminum þar sem þessi farsótt fékk að hafa sinn gang óáreitt til að byrja með. Og það var í Kína, í héruðunum í kringum Whuan. Á einhverjum tímapunkti tóku kínversk stjórnvöld ákvörðun að hún væri það alvarleg að það yrði að stemma sigu við henni, sem og þau gerðu.
Tóku þar með gífurlega áhættu því framleiðslustöðvun í hjarta iðnframleiðslu þeirra var ekki aðeins atlaga að efnahag þjóðarinnar, heldur gat heimsbyggðin líka áttað sig á hvað hún væri háð kínverskum varningi, og gert ráðstafanir í framhaldinu til að vera óðháðari kínverskum vörum og framleiðslu.
Heldur þú virkilega í alvöru talað Jón að þau hafi gert þetta vegna einhvers sem er hættuminni fimmtugum og yngri en venjuleg flensa, eða drepur færri en berklar (sem hafa mjög takmarkaða útbreiðslu í heiminum) eða reykingar???
Auðvitað kemur mér ekkert við hvaða skoðanir þú hefur, en þú ert bara einn af þeim sem ég les mér til gagns og gamans, hvort sem ég er sammála eða ekki, þá met ég mjög rödd heilbrigðs íhalds af gamla skólanum. Í heimi þar sem skynsemisröddum fer óðum fækkandi.
Mér finnst að þessi dauðans alvara sem þessi farsótt er, eigi skilið sömu skynsemina og önnur mál sem brenna á mannkyninu í dag.
Annars er þetta bara eins og ítalskur skriðdreki í seinna stríði, flestir gírar aftur á bak.
En jú, það er bara mín skoðun.
Auðvitað ertu frjáls með þína.
Enn og aftur kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 23:10
Þetta er gott dæmi um hverju ofsahræðsla getur áorkað, sér í lagi þegar hún blandast alls kyns fáránlegum firrum. Hún virðist eiga sér heimilisfesti á Austurlandi.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2020 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.