Leita í fréttum mbl.is

100 þúsund ríkisstarfsmenn

Bandaríkjastjórn tilkynnti í fyrradag, að flytja ætti 12 þúsund bandaríska ríkisstarfsmenn, frá Þýskalandi. Ástmögur fréttastofu RÚV, Donald Trump,  tilkynnti af því tilefni, að þetta væri gert til að refsa þýskum stjórnvöldum fyrir að eyða of litlu í varnarmál. Ekki á að kalla þessu verkefnalausu hermenn heim heldur planta þeim til annarra NATO ríkja.

Bandaríkin eru með hátt í 40 þúsund ríkisstarfsmenn í Þýskalandi sem gegna þar hermennsku, þó að friður hafi ríkt í landinu og nágrannaríkjum þes í 75 ár. 

Skiljanlegt, að Bandaríkin séu sár yfir að greiða meira hlutfallslega til NATO en Evrópuríkin. Spurningin er hinsvegar ekki um að setja meiri peninga í eitthvað án þess að það sé einhver skynsamleg markmiðssetning með því.

Hvað eru 40 þúsund bandarískir hermenn að gera í Þýskalandi og nokkrir tugir þúsunda til viðbótar í öðrum NATO ríkjum Evrópu? Hvað eru þeir að gera. Mætti ekki nýta peningana betur en að hafa tugi þúsunda soldáta hangandi yfir ímyndunarhernaði.

Kalda stríðinu við Kommúnistaríkin í Austur Evrópu lauk fyrir rúmum 30 árum. Er ekki kominn tími til að viðurkenna að Evrópu stafar engin ógn frá Rússlandi og fyrrum fylgiríki Sovétsins hafa flest gengið í NATO. Síðan er spurningin af hverju er Rússum ekki gefin kostur á að taka þátt í evrópsku efnahags- og öryggis samstarfi Evrópu. Í dag eiga þjóðir Evrópu miklu meira skylt með Rússum en t.d. Nato þjóðinni Tyrklandi. 

Framsæknir stjórnmálamenn í forustu í Evrópu og Bandaríkjunum virðast því miður ekki vera til. Slíkur stjórnmálamaður mundi segja: Nú er nóg komið af soldátum sem gera ekki neitt og þjóna engum tilgangi. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt til að spara skattgreiðendum útgjöld. Fyrsta skrefið yrði síðan að kalla þá rúmlega 100 þúsund bandaríska ríkisstarfsmenn þ.e. hermenn sem eru í Evrópu heim til sín.

En það gera stjórnmálaleiðtogar Evrópu ekki. Bandarísku hermennirnir færa mikið fé í ríkiskassa hernumdu landanna og af því vilja þau ekki missa. En afhverju eru bandarískir stjórnmálamenn svona skyni skroppnir?

Mér vitanlega er aðeins einn bandarískur stjórnmálamaður sem hefur krafist þess að bandarísku hermennirnir í Evrópu yrðu kallaðir heim. Það er forustumaður frjálshyggjumanna í Bandaríkjunum Ron Paul. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 2487
  • Frá upphafi: 2291470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband