Leita í fréttum mbl.is

Eins og Paris Hilton

Harry og Meghan eru eins og Paris Hilton forðum daga. Ekkert sérstakt við þau annað en að Harry er konungborin og þau skreyta sig með titilinum hertogi og hertogaynja þó þau hafi sagt sig nánast úr lögum við bresku konungsfjölskylduna. Skrýtið að hún skyldi ekki afsala sér titlinum miðað við það sem hún segir um þessa fjölskyldu að öðru leyti.

En fjölmiðlar væru ekki að elta þessar ekki fréttir ef það væri ekki eftirspurn eftir fánýtum fréttum af fólki, sem stendur ekki fyrir neitt í tilverunni. 

Hversu lengi skyldi fólkið í veröldinni sætta sig við að hafa arfakónga á þeim grundvelli að það sé merkilegra fólk en annað fólk. Já og borga offjár til þeirra fyrir ekki neitt.  


mbl.is Nágrannar Harrys og Meghan pirraðir á flutningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta virkar ósköp fáránlegt, það er alveg rétt. En ég held að tilvist og tiltæki þessara fjölskyldu séu samt töluverð tekjulind fyrir Breta.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eflaust eru það smámunir sem að hann Harry er að fá

m.v. allt það sem að fer í Bretadrottninguna

og allt fylgdarlið hennar  á hverju ári.

Það gæti verið fróðlegt að vita hversu margir bretar myndu vilja legja niður royal-ættarveldið og í bretlandi og koma t.d. á forsetaþingræði þar í landi eins og er í frakklandi.

Jón Þórhallsson, 1.9.2020 kl. 12:03

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

'Islendingar smáþjóðin hefur arfakónga í útgerð - allsherjar arfur almennings fer til þeirra gegnum ráðherra- sem oftar en ekki eru synir fyrrverandi ráðherra´´´...

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.9.2020 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 533
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6071
  • Frá upphafi: 2462745

Annað

  • Innlit í dag: 490
  • Innlit sl. viku: 5491
  • Gestir í dag: 466
  • IP-tölur í dag: 448

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband