Leita í fréttum mbl.is

Hvað er vitlegt að gera?

Flestir telja það ávísun á galgopahátt að fara til Spánar vegna þess hve mikið er um Covid smit. En er það svo?

Hér í Valencia skíri og Costa Blanca svæðinu er töluvert minna  um smit en heima á Íslandi. Samt sem áður er engin skimun á landamærunum hvað þá síðari skimun og sóttkví á milli. Flest smit hér eru eins og heima vegna skemmtanahalds um helgar. 

Nánast engin smit greinast í síðari skimun en samt ætlar ríkisstjórnin að framlengja þessu argans bulli til 1. desember. Hvað kostar það fólk að þurfa að hanga heima eftir að það kemur heim í næstum því viku vegna þessa endemis rugls ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu nú margir hafa greinst við síðari skimun og eru það svo margir að það réttlæti þessar aðgerðir? Af hverju spyrja fréttamenn aldrei um það. Hvað kostar þetta margar tapaðar vinnustundir og leiðind án nokkurs vitlegs tilefnis. 

Í kvöldfréttum kom fram, að sóttvarnarlæknir ætlar sér að auka á frelsisskerðingar fólks án þess að það sé skoðað hvaðan smitin koma. Þau koma ekki frá líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslustofum eða áhorfendum á íþróttaviðburðum. Meginhluti smitana koma vegna skemmtanahalds í Reykjavík um helgar. Er þá ekki nauðsyn að skoða það en láta aðra mannlega starfsemi í friði. Hvað þá að halda ekki áfram einhverju sem er algjör óþarfi eins og tvöföld skimun á landamærunum - já og þú þarft að borga fyrir þetta rugl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við síðustu tölur hafa 18 smit greinst við seinni skimun frá 19. ágúst. Hversu mörg þeirra var búið að greina áður er óvíst. Það er ekki verið að upplýsa um það og ég hef ekki fengið svar við fyrirspurn minni um það sem ég sendi inn í gær.

Líklega eru um fimm þúsund manns að missa vinnuna út af lokun landsins. Það er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ótímabær dauðsföll sem af því leiðir gætu orðið einhvers staðar á bilinu 50-150. "Árangur" aðgerðanna er sumsé þrjú til átta andlát fyrir hvert smit sem forðað er.

Og svo vælir forsætisráðherragerpið um að hún sé að "vernda líf og heilsu almennings".

Svei attan!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.10.2020 kl. 20:04

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það munu vera 27, sem greinzt hafa jákvæðir í síðara skiptið, en neikvæðir í fyrra skiptið.  Það er mikil meinloka á bak við þessa tvöföldu skimun.  Tekjutap vegna færri ferðamanna fyrir vikið er margfalt meiri en nemur kostnaði af þessum aukna fjölda smita inn í landið.  Mannlegur harmleikur vegna atvinnumissis er líka miklu meiri en út af auknum fjölda smita, því að miklu fleiri missa vinnuna en sýkjast af þeim, sem inn mundu sleppa, ef aðeins ein skimun væri viðhöfð.  Sóttvarnarlæknir Svíþjóðar segir, að sýktir ferðamenn til Svíþjóðar breyti mjög litlu um stöðu COVID-19 í Svíþjóð.  Svíar viðhafa enga skimun á landamærunum.  Ein skimun á landamærunum er vitlegasta ráðstöfunin, þótt tæplega 20 % af sýktum ferðamönnum sleppi í gegn.  Með henni væri gætt meðalhófs. Smithætta af þeim er minni en af landsmönnum sjálfum.  

Það, sem þú nefnir um að láta nægja að ráðast til atlögu að þeim stöðum, þaðan sem smitin eru rakin, er lykilatriði í þessu máli.  Að loka fjölda staða án sannanlegs tilefnis leiðir ekki til neins, nema skertra lífsgæða almennings.  Það jafngildir því, að yfirvöldin fari offari, sem þau hafa ekki lagaheimild til.

Bjarni Jónsson, 3.10.2020 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 929
  • Sl. viku: 6417
  • Frá upphafi: 2473087

Annað

  • Innlit í dag: 618
  • Innlit sl. viku: 5846
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband