Leita í fréttum mbl.is

Hvika þá allir nema Macron

Macron Frakklandsforseti hefur heldur betur látið til sín taka eftir að Íslamskur öfgamaður hjó höfuðið af frönskum kennara, sem var að uppfræða nemendur sína í sögu og sýndi þeim í því sambandi grínmyndir sem birst höfðu í háðsritinu Charlie Hebdo. Fyrir það eitt að kenna fólki sögu og segja frá staðreyndum var hann réttdræpur að mati Íslamista. 

Macron brást hart við og lét taka til hendinni, þar sem íslamskur öfgaáróður er stundaður í Frakklandi. Af nógu er að taka. Ætla hefði mátt, að virðulegir þjóðhöfðingjar landa sem játa að meginstefnu til Múhameðstrú mundu fordæma drápið á franska kennaranum og öfgaöflin, sem standa að hryðjuverkum af þessu tagi. Svo var þó ekki. 

Þess í stað reið íslamski öfgamaðurinn Erdogan Tyrklandsforseti á vaðið og fordæmdi Macron fyrir það eitt að skera upp herör gegn öfgafullum hatursfullum Íslamistum. Ekki nóg með það, hann hvatti fólk til að sniðganga franskar vörur. Í kjölfar þess komu stjórnendur klerkaveldisins í Íran og fordæmdu Frakka fyrir það eitt að bregðast við hryðjuverki. 

Macron á hrós skilið fyrir að bregðast svona við og standa með frelsinu gegn hatrinu, ógninni og tjáningarbanninu. Ætla hefði mátt, að aðrir Evrópuleiðtogar hefðu fylgt í kjölfarið og sýnt Macron samstöðu, en svo hefur ekki verið. 

En það er fleira en þetta sem verður að hrósa Frökkum fyrir. Þeir hafa tekið einarða afstöðu gegn útþennslustefnu Erdogan. Þeir hafa lýst yfir stuðningi við Khalifa Haftar í Líbýu eftir að Tyrkir hófu bein afskipti af átökunum þar með því að senda gríðarlegt magn vígvéla og vígamanna frá Sýrlandi til að aðstoða íslömsku ríkisstjórnina í Trípólí.

Frakkar hafa fordæmt árásarstefnu Tyrkja gagnvart Armeníu, en Tyrkir hafa sent vopn og vígamenn til að herja á kristna Armena í Ngornu Karabak héraði ásamt trúbræðrum sínum í Aserbadjan.

Frakkar hafa líka tekið afstöðu með Grikkjum í baráttu þeirra fyrir að nýta rétt sinn í Eyjahafi, en þar hefur Erdogan reynt að frekjast til að reyna að fá Grikki til að láta undan og gefast upp fyrir ofbeldi og yfirgangi Tyrkja hvað varðar náttúruauðlindir í Eyjahafi.

En af hverju Frakkar. Af hverju lætur Boris Johnson ekki í sér heyra? Eða Angela Merkel. Nei enn sem komið er lætur enginn Evrópuleiðtogi í sér heyra og fordæmir aðför Tyrkja að eðlilegum viðbrögðum Frakka við hryðjuverki og réttmætrar afstöðu gegn útþennslustefnu Tyrklands undir stjórn Erdogn. 

Af hverju ekki að lýsa yfir samstöðu með Frökkum í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og gegn ófrelsi og hatursstefnu Íslamistanna. Af hverju ekki að fordæma árásarþjóðina Tyrkland, sem hefur á undanförnum árum staðið beint og óbeint að árásum Í Sýrlandi, Írak, Líbanon og nú á Armena auk þess að hafa uppi hótanir við Grikki. 

Er ekki kominn tími til að láta Tyrki vita, að þeim verði vísað  úr NATO og Evrópuráðinu haldi þeir áfram að stuðla að ófriði og haldi þeir áfram að styðja Íslamska hryðjuverkamenn og vígamenn í Sýrlandi, Líbanon eða Ngorno Karabak. Já og standa síðan við það ef þeir láta ekki skipast þegar í stað.

Eða á enn og aftur að koma í ljós, að Evrópa er aumingi, sem treystir sér ekki til að standa saman gegn íslömsku ógninni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli Evrópa sé ekki að bíða eftir að BNA taki í taumana eins og þau gerðu í Bosniu. Biðin gæti þó orðið nokkuð løng ef Trump vinnur kosninguna í næstu. viku. 

Ragnhildur Kolka, 28.10.2020 kl. 21:18

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vandræði Frakka sýna að það er mun auðveldara að detta í Íslam-svartholinu en að komast út úr því.

Theódór Norðkvist, 28.10.2020 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 396
  • Sl. viku: 4079
  • Frá upphafi: 2426923

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband