Leita í fréttum mbl.is

Ellert

Ég lauk við að lesa bókina Ellert, endurminningar Ellerts B. Schram vinar míns fyrir nokkru. Bókin er skemmtileg aflestrar og frásagnarstíllinn léttur og skemmtilegur mjög svo í anda höfundar. 

Gerð er góð grein fyrir fjölbreytileikanum í lífi, starfi og áhugamálum höfundar. Þar er af svo mörgu að taka, að eðlilegt er að því séu ekki öllu gerð ítarleg skil og sumu raunar yfirborðslega. Ég reikna með að þeir sem fylgdu Ellert í íþróttastarfi og innan íþróttahreyfingarinnar sakni margs, sem þeir telja mikilvægt að hefði komið fram alveg eins og við samferðamenn Ellerts í pólitík söknum margs, sem hefði verið gaman að höfundur gerði fyllri skil. 

Við Ellert áttum lengi samleið í pólitík eða allt til þess, að hann gekk í Samfylkinguna, en við það fjölgaði raunar skemmtilegu fólki í Samfylkingunni um þriðjung. Ég hefði viljað sjá ítarlegri umfjöllun í bókinni um hvað réði því, að Ellert sagði endanlega skilið við Sjálfstæðisflokkinn og valdi að ganga í Samfylkinguna. Einnig að höfundur hefði gert fyllri grein fyrir þeim átökum sem voru í Sjálfstæðisflokknum í átökunum milli Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsen og þá ákvörðun hans að hætta við að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins í framboði á móti Geir Hallgrímssyni, en af því tilefni,skrifaði meðritstjóri Ellerts á DV, Jónas Kristjánsson heitinn, að þjóðin hefði eignast sinn Hamlet.

Ellert gerir takmarkað grein fyrir þingstörfum sínum á fyrri árum þingmennsku sinnar og á það skortir að gerð sé grein fyrir ýmsum helstu baráttumálum höfundar í pólitík í gegnum tíðina.

Hefði höfundur og Björn Jón Bragason sem vann bókina með Ellert kosið að gera ítarlegri grein fyrir þeim mörgu atriðum, sem æskilegt hefði verið að gert yrði og ég hefði kosið, hefði bókin að sjálfsögðu orðið öðruvísi og vafalítið leiðinlegri aflestrar fyrir flesta og bókin meir en helmingi lengri.

Bókin er eins og hún er, létt og skemmtileg og lýsir vel leiftrandi frásagnargáfu höfundar og gerir góða grein fyrir helstu þáttum í lífi og starfi höfundar og sýnir lesendum inn í þann heim sem höfundur ólst upp við, þroskaferil hans, áföllum og sigrum. 

Það má virkilega mæla með þessari bók fyrir þá sem vilja lesa skemmtilega bók um endurminningar manns, sem hefur komið víða við og gegnt mörgum trúnaðarstörfum og tekur sjálfan sig ekki allt of hátíðlega nema í undantekningartilvikum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4706
  • Frá upphafi: 1851299

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4058
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband