Leita í fréttum mbl.is

Landakot og aðrir valkostir. Hvers er ábyrgðin?

Niðurstaðan úr könnun Landsspítalans á orsökum hópsmitsins á Landakoti, alvarlegasta hópsmitsins í Cóvíd faraldrinum, var sú að húsnæðið hefði verið ófullnægjandi. Sóttvarnarlæknir sagði af því tilefni, að það hefði öllum verið ljóst í töluverðan tíma. Fleiri tóku undir það.  

Nú liggur fyrir að aðrir kostir voru í boði, sem hefðu gert mögulegt að koma í veg fyrir þetta. En það var hjá einkaaðilum, sem heilbrigðistráðherra vill helst ekki eiga samskipti við.

Ekkert gert og ófullkomna hættulega húsnæðið var notað áfram. 

Ber engin ábyrgð á þessu? Vitað var að húsnæðið á Landakoti var ábótavant en tiltækir kostir til að bæta úr því voru ekki nýttir. Þarf enginn að axla ábyrgð vegna atviks sem leiddi til þess að meira en tugur einstaklinga lét lífið? 

Nú er verið að sækja tvo einstaklinga til saka skv. ákæru Héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð í fyrirtæki þeirra. Gildir eitthvað annað um þá opinberu aðila, sem með ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi verða valdir að ótímabærum dauðsföllum?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Málið virðist of alvarlegt og stórt fyrir samtímann að takast á við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2020 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 267
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 4088
  • Frá upphafi: 2427888

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 3784
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband