Leita í fréttum mbl.is

Skítapakkið

Ákveðinn hópur fólks telur sig svo mikið merkilegri en aðra, að því leyfist að tala niður til annarra með sjálfsupphafningu og hroka.

Benedikt Jóhannesson fyrrum formaður Viðreisnar sýnir slíka sjálfsupphafningu og hroka grímulaust í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar skirrist hann ekki við að skilgreina 76 milljónir Bandaríkjamanna, helming kjósenda Miðflokksins og 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks og flokks Fólksins sem moldvörpufólk, en ekki verður skilið annað af greininni en það sé lægsta stig vitsmunalegrar tilveru tegundarinnar homo sapiens.

Benedikt og félagar hans í Viðreisn eru að sjálfsögðu ekki í hópi moldvörpufólks, þó þeir séu hluti af borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, sem hefur síður en svo  sýnt að þar fari vitsmunalegar ofurmanneskjur eða Übermenchen. 

Á sínum tíma kallaði Hillary Clinton stuðningsfólk Donald Trump ömurlegt fólk (deplorables). Nú leggur fyrrum formaður Viðreisnar upp í kosningabaráttu sína með  enn hatrammari hroka og orðræðu gagnvart "hinum fyrirlitlegu" eða skítapakkinu.

Vonandi sýna kjósendur Benedikt Jóhannessyni og flokki hans þá lítilsvirðingu á móti, sem sjálfsupphafnir hrokafullir stjórnmálamenn eiga skilið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér þótti hann Benedikt eitt sinn skemmtilegur en núna eru pistlanir hans ótrúlega hrokafullir gagnvart skoðunum annarra

Grímur Kjartansson, 6.1.2021 kl. 17:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Besta dæmið um hvað bein þátttaka í stjórnmálum getur laskað margan manninn. Þannig verka Benedikts minnstu bræður á glatað geð hans,þótt enginn krefji hann um afskipti af þeim eða hjálp.
Hafði ég þó áður alltaf heyrt allt gott um hann,þvi sonur minn vann hjá honumí 12-eða voru þau 14 árin?

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2021 kl. 18:36

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er hálf nöturlegt að lesa þessa grein Benedikts. Taktlausari stjórnmálamann er trauðla hægt að finna. Kosningaslagur framundan og þetta telur hann að afla muni honum fylgis. Fyrr má nú aldeilis  ofgera sjálfsánægjunni, en um leið ömurlegu skítkasti í pakkið sem er honum ekki sammála. Viðreisn á skilið að þurrkast út með svona mannvitsbrekku innanborðs.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2021 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband