Leita í fréttum mbl.is

Katrín, Steingrímur og Trump

Árásir á löggjafarþing lýðræðisríkja eru ávallt fordæmanlegar. Þeir sem hvetja til slíks eða standa með einum eða öðrum hætti að því að etja fólki áfram í slíkum árásum bera þunga sök. 

Í gærkvöldi og nótt var sótt að þinghúsinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Donald Trump hvatti með einum og öðrum hætti til mótmælanna og gætti þess ekki að koma þeim skilaboðum strax til mótmælenda að hann væri algjörlega mótfallinn ofbeldi og ásókn að þinghúsinu. Hann ber því þunga sök vegna þessarar atlögu gegn lýðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar. 

Árið 2008 og í ársbyrjun 2009 var sótt ítrekað að Alþingi. Ljóst var að forusta Vinstri grænna hafði velþóknun á þeim ásóknum og jafnvel meira en það, þ.á.m. núverandi forseti Alþingis og núverandi forsætisráðherra og gættu þess ekki frekar en Trump að mótmæla ásókninni gegn lýðkjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar í tíma.

Er eðlismunur á framgöngu Trump og Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur?

Íslenskir ráðamenn ættu að gaumgæfa þetta þegar þeir hver á fætur öðrum fordæma Trump, en samþykkja að Katrín og Steingrímur gegni æðstu trúnaðarstöðum lýðkjörinna fulltrúa í lýðveldinu Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Hmm, þú segir nokkuð !

Loncexter, 7.1.2021 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 436
  • Sl. sólarhring: 436
  • Sl. viku: 4257
  • Frá upphafi: 2428057

Annað

  • Innlit í dag: 402
  • Innlit sl. viku: 3938
  • Gestir í dag: 371
  • IP-tölur í dag: 350

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband