Leita í fréttum mbl.is

Það getur brugðið til beggja vona.

Covid smit eru fá hér á landi og hafa verið það frá því fyrir miðjan desember. Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum hafa þó verið fáar og óverulegar. Það sýnir hvað það er miklu auðveldara að taka frelsi frá fólki heldur en að veita það aftur. 

Þrátt fyrir fá smit og góðan árangur, þá eru sömu þulurnar tuldraðar án afláts til réttlætis. "Það getur brugðið til beggja vona" "Það er hætta á að allt fari úr böndunum" "Við getum hæglega misst þetta í veldisvöxt"

en síðast en ekki síst "næstu dagar ráða úrslitum"

Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við komumst aldrei út úr þessum  "næstu dögum" og viðurkennt sé, að það séu ekki efni til að viðhalda þeim lokunum og takmörkunum sem sóttvarnaryfirvöld streitast við að halda í án nokkurrar framtíðarstefnumörkunar og þylji í síbylju möntruna: "Næstu dagar skera úr um það til hvaða ráðstafana verður gripið"  

Þjóðfélag getur ekki endalaust búið við geðþóttaákvarðanir og það þarf að vera einhver vitræn skýring á því af hverju fólk á Hólmavík, Húsavík og Hornafirði megi ekki taka upp eðlilegt líf þegar smit mælast ekki frá Botnsá í Hvalfirði og hringinn vestur,norður, austur og suður að Selfossi.

Ríkisstjórnin getur ekki staðið aðgerðarlaus hjá og ausið milljarði á dag úr galtómum ríkiskassanum, sem framtíðin á að borga. Því miður allt of þægileg tilvera fyrir marga í núinu enda viðbrögðin samkvæmt því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Úrslitin eru orðin ansi mörg, liggur við að þau komi í ljós mánaðarlega í það minnsta. 

Og nú er söngurinn aftur byrjaður um að herða enn frekar aðgerðir á landamærum og slaka á innanlands. Alveg eins og var gert í haust og enn ein smitbylgjan hófst: "Ég heiti Þórólfur, ég læri ekki af reynslunni"

Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2021 kl. 13:09

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir þitt innlegg og gáfuleg skrif um þessi mál. Það er ekki mörgum til að dreifa sem þora eða hafa vit til að skrifa um málið eins og þú Þorsteinn og ég hef alltaf verið sammála því sem þú hefur haft fram að færa í málinu. 

Jón Magnússon, 8.1.2021 kl. 14:58

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er 5G-SÍMTURNAKERFIРsem að er að senda frá sér hættulega geislavirkni sem að hefur þau áhrif á fólk 

að það mælist með covid.

En það er ekki þannig að einhverjar sýklapöddur séu allsstaðar svífandi inn um öndunarfæri eða um skítugar hendur: 

http://alcyonpleiades.blogspot.com

Jón Þórhallsson, 8.1.2021 kl. 19:30

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bóluefni er það sem þarf en við þurfum að standa vörð um að við Ísendingar fáum okkar bóluefni og engar refjar um að einhverjir aðrir þurfi frekar á því að halda einsog t.d. Logi ýjaði að í Kryddsíldinni og hafin er áróður fyrir  láta fók hafa samviskubit yfir

Ríkustu ríki heims snupruð fyrir að hamstra bóluefni | RÚV (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 9.1.2021 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 114
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 3055
  • Frá upphafi: 2294674

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 2785
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband