20.1.2021 | 09:20
Trump kveður - í bili?
Nú þegar Donald Trump lætur af embætti er hann niðurlægður af fjölmiðlum ákærður af þinginu og fær ekki að tjá skoðanir sínar á ýmsum samfélagsmiðlum. Var stjórn hans virkilega svo ill, að þetta sé verðskuldað. Svarið er afdráttarlaust nei. Þó ýmsir hlutir hafi farið úrskeiðis, þá getur Trump vel við unað þegar horft er yfir farinn veg.
Áður en Kínaveiran færði allt úr lagi hafði tekist í stjórnartíð Trump, að koma atvinnuleysi í Bandaríkjunum niður í það lægsta sem það hefur verið í rúm 50 ár eða niður í 3.5%. Atvinnlíf í Bandaríkjunum tók við sér og tekjur fólksins sem Demókratar höfðu gleymt og fínu ríku Repúblíkanarnir höfðu aldrei munað eftir fengu verulegar raunverulegar kjarabætur og það fólk mun ekki gleyma Trump. Hann er hetjan þeirra og á það skilið.
Trump lagði út í baráttu við Kína í andstöðu við flesta leiðtoga bandalagsþjóða sinna, en honum tókst að sýna heiminum fram á það með hvaða hætti Kína rekur sína pólitík með ofsa og yfirgangi, en nýtur í mörgum tilvikum stöðu þróunarríkis. Nýir samningar við Kína eru blóm í hnappagatið hjá Trump.
Bullinu í loftslagsmálum var vikið til hliðar enda ljóst, að Parísarsáttmálinn er kyrkingartak á efnahagsstarfsemi Vesturlanda. Í utanríkismálum getur hann státað af ýmsu fleiru og síðast en ekki síst að hann er eini forsetinn á þessari öld, sem ekki hefur ekki hafið stríð.
Trump var að mörgu leyti andstæðingur rótgrónu gjörspilltu stjórnmálastéttarinnar. Hann var skotspónn helstu fjölmiðla heims allan tímann meðan hann var forseti og verður það vafalaust áfram. Það er vissulega missir af því að fá ekki Trumpfréttina sína daglega frá RÚV hversu vitlausar svo sem þær gátu verið þau fjögur ár sem hann gegndi embætti.
Raunar er með ólíkindum, að þessi sjálfhverfi maður og að mörgu leyti ógeðfelldi skyldi ná því að fá svo mikið fylgi í forsetakosningunum núna sem raun ber vitni. Hann fékk fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi Repúblíkana til forsetaembættis hefur fengið. Það fékk hann þrátt fyrir að allir helstu fjölmiðlar væri á móti honum og níddu hann niður. Það fékk hann þrátt fyrir að hefðbundnar skoðanakannanir segðu að hann fengi lítið fylgi. Það fékk hann þrátt fyrir að auðmennirnir á Wall Street og víðar gæfu milljarða á milljarða ofan í kosningasjóð Demókrata. Bankamennirnir þar á bæ vita hver er vinur þeirra og hverjum þeir geta stjórnað og það er ekki Donald Trump. Miðað við þessar aðstæður verður að segja að Trump hafi staðið sig frábærlega og umfram allar vonir.
Trump gerði mistök í sambandi við viðbrögð gagnvart Kórónuveirunni, en verri mistök gerði hann þegar hann viðurkenndi ekki fyrr að stríðið væri tapað, hann fengi engu breytt varðandi niðurstöðu kosninganna og hætti að þybbast við með þeim afleiðingum að lokum, að ráðist var á þinghúsið.
Mesti veikleiki Trump er sennilega sjálfselskan, en það breytir í sjálfu sér engu varðandi ýmis baráttumál sem hann tók upp og beitti sér fyrir. Sumir hafa fullyrt, að hann hafi í raun kveikt bál, sem muni magnast enn meir og ná meiri stuðningi án hans en með honum.
Joe Biden gamalreyndur stjórnmálamaður tekur nú við. Hann hefur flotið áfram, sem þægilegur handverksmaður á vettvangi stjórnmálanna í hálfa öld. Hann boðar afturhvarf ti fortíðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum gengur og vissulega er ástæða til að óska honum og stjórn hans velfarnaðar. Góð stjórn og árangursrík í Bandaríkjunum hefur áhrif á efnalega velferð alls heimsins. Óneitanlega óttast maður samt, að vinstri slagsíðan á Demókrataflokknum muni valda miklum vandræðum fyrr heldur en síðar einkum í efnahagsmálum.
Joe Biden var kosinn fyrst og fremst vegna andstöðu kjósenda við Trump en ekki vegna þess að nokkrum fyndist hann hrífandi stjórnmálamaður eða líklegur til að gera Bandaríkin yfirburðaríki á nýjan leik. Næstu ár skera úr um það, hvort hann átti yfirhöfuð eitthvað erindi í pólitíkina á nýjan leik.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 67
- Sl. sólarhring: 809
- Sl. viku: 6266
- Frá upphafi: 2471624
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 5717
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Frábær greining Jón. Takk fyrir. Þú hefur samvisku, dómgreind og hugrekki til að segja þína skoðun. Trump er ekki sá djöfull sem "allir" segja hann vera. Hann á góðan þátt í friðinum í miðausturlöndum. Vegna hugleysis tekur fólk þátt í einelti og allskonar óhæfu til að falla ekki i ónáð. Engin tekur að sér að verja "sakborning" sem verður æ sekari og ofsækjendurnir (á RÚV) æ reiðari með tímanum.
Benedikt Halldórsson, 20.1.2021 kl. 11:45
Það má vera að DT hafi gert eitthvað gott og þarf nú ekkert að þakka það sérstakéga til þess var hann kjörinn í upphafi.
Hann á hinn bóginn var eins og fram kemur að ofan, algjörlega óferjandi vegna sjálfselsku og sjálfsdýrkunar sem m.a. kom frma í viðbrögðum hans varðandi Covid19, að maður tali nú ekki um að egna lýðinn til árásar á dýrmætastu stofnun Bandaríkjanna. Hann hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig og sinn feril og frama og gaf skít í þjóð sína alveg fram á síðasta dag. Hann leit líklegast á fólkið sem atkvæði á vogarskálum græðgi sinnar til að halda völdum og gaf skít í þau yfir fjögurhundruðþúsund sem látið hafa lífið vegna Covid19. Það er allavega eftirtektarvert hversu létt flestum leiðtogum okkar heimshluta er að vera nú lausir við DT og tala í fréttum í morgun, um að við séum að eignast vin í Hvíta húsinu á ný.
Ég er sammála greinarhöfundi um Joe Biden að mestu og tel reyndar alveg makalaust að þessir flokkar þarna vestra skuli ekki hafa fram að bjóða yngra fólk líkt og gerist meðal okkar Evrópubúa. Vonandi tekur Kamala Harris við af karlinum sem fyrst, án þess að ég vilji honum neiitt illt blessuðum karlinum.
Óska annars greinarhöfundi alls hins besta.
Hjorvar O Jensson (IP-tala skráð) 20.1.2021 kl. 12:34
Ég held að það sé ekki mikils friðar að vænta næstu fjögur ár og að "Trumpisminn" muni eflast og rísa næstu fjögur ár.
Höfuðástæðan er ekki stefnan heldur þær nornaveiðar sem sýnast í uppsiglingu gegn hinni nýju villutrú. Nýr McCarthyismi er að rísa þar sem 73 milljónir stuðningsmanna Trump er skotmarkið. Menn eru vel á veg komnir með að lýsa pólitíska skoðun og stöðu sem hryðjuverkastarfsemi. Það er rétt eins og Demókratar vilji borgarastríð. Þeir ögra nú hægrimönnum á svo öfgafullan hátt að eitthvað hlýtur að bresta.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.