Leita í fréttum mbl.is

Það er að hlýna þó það sé að kólna.

Í ágætu viðtali við forstjóra Hafrannsóknarstofnunar í Morgunblaðinu í dag, kemur fram, að sjórinn kringum landið sé kaldari núna en var fyrir tveim árum og áratuginn þar á undan. 

Nokkru áður í greininni skrifar blaðamaðurinn. "Alls staðar er að hlýna" 

Þjóðsagan um að það sé alls staðar að hlýna er orðin að trúaratriði og hefðbundnir blaða- og stjórnmálamenn vita, að nauðsynlegt er að taka einn skammt af hnattrænni hlýnun af mannavöldum þegar fjallað er um náttúrulegar breytingar. 

En það er samt að kólna og ótvíræð ummæli forstjóra Hafró sýna það. 

Sefasjúkur áróður hlýnunarsinna minnir meira og meira á baráttu kaþólsku kirkjunnar á miðöldum fyrir því að sannfæra fólk um, að allar reikistjörnurnar og sólin snérist í kringum jörðina, en jörðin væri fasti punkturinn í alheiminum. 

Hlýnunarsinnum finnst því rétt, að skattleggja neytendur vegna ímyndaðs vanda og spurningin er hve lengi ætla neytendur að láta skerða lífskjör sín vegna þessa endemis rugls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Því miður er hlýnun jarðar ekki áróður sefasjúklinga heldur er þetta niðurstaða fjölda mælinga virtra rannsóknastofnana.

T.d. mælist aukið rennsli á bræðsluvatni frá Grænlandsjökuls út í hafið suður af Íslandi og myndar þar stóran kuldapoll. Gæti hann valdið kólnun veðurfars á landinu?

Því mætti kannski þvert á móti segja: Það er að kólna af því að það er að hlýna:

                                               Potsdam Institute for Climate Impact Research             

Hörður Þormar, 21.1.2021 kl. 12:40

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Og hvað verður um þá fjármuni sem skattgreiðendur um heim allan eru að borga til að stöðva "hlýnunina" af "manna" völdum????? er þeim dreift út í andrúmsloftið til að stöðva sólargeislana eða til að eta upp koltvísíringinn?????

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.1.2021 kl. 13:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið ljósblár/gulur blettur á tveimur stöðum á rauðlituðum hnettinum á flestum tölvulíkönum um hitann á jörðinni.  Annar þeirra hefur verið við suðvesturhorn Íslands. 

Um þetta gerði ég íslenska útgáfu af dönskum sjónvarpsþætti, sem hét "hið kalda hjarta hafanna" og fjallaði um það, að ein af afleiðingum hnatthlýnunar gæti orðið kólnun á nyrðri enda Golfstraumsins, vegna þess að aukið leysingavatn bráðnandi íss legðist yfir norðurenda straumsins (hreint vatn er léttara en salt) og Golfstraumurinn sykki því sunnar en áður á leið sinni norður í straumahringekju, sem hlykkjaðist um endilangt Atlantshaf í norður og rynni þaðan til baka í suður, inn á Indlandshaf og til baka aftur. 

Ómar Ragnarsson, 21.1.2021 kl. 13:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann er hvimleiður þessi hlýnunarkækur og ennþá verri þegar græningjar skálda skatta á þjóðir heims vegba þessa glorulausa uppspuna. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2021 kl. 14:02

5 Smámynd: Hörður Þormar

Helga Kristjánsdóttir.

Já, staðreyndirnar geta stundum verið hvimleiðar, ég tala nú ekki um þessa dagana.

Hörður Þormar, 21.1.2021 kl. 16:03

6 Smámynd: Elías B Elíasson

Það hefur verið að hlýna, á því er enginn vafi.

Hvort, hve miki og hve lengi heldur áfram að hlýna veit enginn með vissu. 
Það sem er hvimleit í þessu samhengi er yfirborðsmennskan. Nú er ekkert. sérstaklega áform stjórmálamanna, vel auglýst upp nema hægt sé að segja það "grænt" og spari CO2. Þá er ausið yfir fólk hálfum hugsunum, hálfreiknuðum dæmum og heimsendaspám svo fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð og margir verða trúaðir.

Svo er að lokum smá tilvitnun. Þú verðr sjálfur að gera upp við þíg hvað "dominant cause" er (helmingur eða neir). "Extremely likely" merkir að nær allir vísindamenn sem veita umsögn geta fellt sig við orðalagið.

"Anthropogenic greenhouse gas emissions have increased since the pre-industrial era, driven largely by economic and population growth, and are now higher than ever. This has led to atmospheric concentrations of carbon dioxide, methane and nitrous oxide that are unprecedented in at least the last 800,000 years. Their effects, together with those of other anthropogenic drivers, have been detected throughout the climate system and are extremely likely to have been the dominant cause of the observed warming since the mid-20th century." [IPCC, AR5]

Elías B Elíasson, 21.1.2021 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband