Leita í fréttum mbl.is

Átök í Borgarholtsskóla

Fyrir nokkru var sagt frá fólskulegri árás í Borgarholtsskóla. Ungur maður beitti kylfu og hníf. Rætt var um málið í öllum fréttamiðlum landsins sama dag og daginn eftir. Skólastjórinn velti fyrir sér hvort eitthvað væri að breytast í íslensku umhverfi. 

Jafn skyndilega og umræðan byrjaði, dó hún út. Engin fréttamiðill minnist lengur á þessa illvígu innrás og árás.

Þegar skyndilegur þagnarmúr er settur um ákveðið mál, þá er venjulega eitthvað skrýtið á ferðinni. Eitthvað sem fjölmiðlamenn og í þessu tilviki lögregluyfirvöld líka telja æskilegt, að almenningur verði ekki upplýstur um.

Hvað skyldi það nú annars vera?

Gæti verið að skólastjórinn hafi átt kollgátuna, að eitthvað væri að breytast í íslensku umhverfi, en stjórnmálaelítan, fréttaelítan og lögreglan telji heppilegt, að upplýsa ekki um það hvað það er? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það hafi reyndar komið fram í fréttum, sama dag eða daginn eftir, hvað þarna var á ferðinni. Gengi sem réðist á pilt sem hafði orðið vitni að árás þess á annan einstakling áður, og sagt frá. Þetta var búið að koma fram og umræðunni þar með lokið, að frátöldum viðtölum við skólastjórnendur um viðbrögð og hvort og hvernig mætti fyrirbyggja slíkar uppákomur eða í það minnsta draga úr líkum á þeim. 

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2021 kl. 22:06

2 Smámynd: Jón Magnússon

Spurning hvort það er fullnægjandi afgreiðsla á málinu gagnvart almenningi Þorsteinn miðað við hvað var búið að þyrla upp miklu möldviðri. 

Jón Magnússon, 22.1.2021 kl. 10:12

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, ég myndi nú kannski ekki kalla það moldviðri. Skilst að þetta hafi verið hrottaleg árás og nemendur og starfsmenn óttaslegnir. En ég held að umfjöllun um málið hafi svo einfaldlega verið tæmd, í það minnsta þar til eitthvað nýtt gerist í því, t.d. ákærur eða eitthvað slíkt.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2021 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 250
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 4071
  • Frá upphafi: 2427871

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 3769
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband