Leita í fréttum mbl.is

Fárið og fjölmiðlarnir

Í mörgum breskum fjölmiðlum er því slegið upp í dag, að nýa afbrigðið af Kóvíd sem greinst hefur í Bretlandi kæmi til með að valda 30% fleiri dauðsföllum en það hefðbundna sem glímt hefur verið við frá því í janúar 2020 og væri auk þess 70% smitnæmara.

Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði í gær, að nýja afbrigðið af veirunni "gæti valdið fleiri dauðsföllum (may be deadlier). Hann segir að ákveðnar upplýsingar bendi til, að þetta afbrigði kunni að vera hættulegra. 

En er þetta einhlítt og er þetta rétt frétt?

Hingað til hafa breskir vísindamenn sagt að það væri ekkert sem sýndi fram á að nýja afbrigðiði væri hættulegra þó það væri smitnæmara.

Í öllum fréttamiðlum er því slegið upp að nýja afbrigið valdi 30% fleiri dauðsföllum. Raunar er sú prósentuala líka röng þegar niðurstaða könnunarinnar er skoðuð, en það er annað mál. Síðan gleymist það hjá mörgum fjölmiðlum, að gera grein fyrir áliti helstu vísindamanna Breta um málið og þeir sem gera það birta það neðanmáls og ekki í fyrirsagnastíl eins og helfréttin um auka ógn vegna Kóvíd, sem skal niður í lýðinn með góðu eða illu.

Helsti vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar Sir Patrick Vallance og Chris Whitty helsti ráðgjafi bresku stjórnarinnar á lækningasviðinu segja,  að það sé mögulegt að nýja afbrigðið geti valdið fleiri dauðsföllum, en það liggi engar marktækar staðreyndir fyrir í þeim efnum og kannanir þriggja háskóla sem þessi niðurstaða byggir á séu ekki hafnar yfir vafa og hingað til hafi ekki fundist vísbendingar um a nýja afbriðið sé hættulegra þó það sé mun smitnæmara. 

Svona er hægt að búa til staðreyndir úr fyrirsögnum, sem eru engar staðreyndir og valda fjöldahræðslu að ástæðulausu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hlustið á allt sem að Kerry Cassedy hefur að segja:

https://www.youtube.com/watch?v=tNNW9Xe7wKc&fbclid=IwAR2CaIXz-ijxqHkQiLZMyOKaT8jdaGLVtI7j37V8lcLdSCpk0sjwq6fB6RU

Jón Þórhallsson, 23.1.2021 kl. 12:30

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Á tímum ofsahræðslunnar verða vangaveltur fljótt að staðreyndum.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.1.2021 kl. 13:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ebola veiran gerði þeu mistök í einni stökkbreytingunni að verða bráðdrepandi. Þar með útrýmdi hún sjálfri sér og hætti að smitast. Þetta gæti gerst með þessa kínversku veiru að hún breyttist í drepsótt sem útrýndi sjálfri sér eins og kannski hefur skeð með svartadauðann á sínum tíma.

Þetta er algerlega á hnífsegg.

Halldór Jónsson, 25.1.2021 kl. 01:28

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sé afbrigðið smitnæmara, munu fleiri sjúklingar fara undir læknishendur og þar af leiðandi fjölgar dauðsföllum, en það er ekki þar með sagt, að hlutfall látinna af greindum hækki.  Í hraða leiksins búa blaðamenn til fréttir, sem hafa yfirbragð æsifrétta.  Þeir vita ennfremur, að slíkt fellur í kramið.  Sannleikurinn liggur hins vegar óbættur hjá garði.  Þetta hefur skapað andrúmsloft fjöldamóðursýki, sem hefur mikil áhrif á gerðir stjórnvalda.  Þeim ber hins vegar að gæta hlutlægni.  Rannsóknir sýna, að útgöngubönn, lokanir og ýmis höft hafa ekki fækkað dauðsföllum á Bretlandi.  

Bjarni Jónsson, 25.1.2021 kl. 10:52

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sú sturlaða múgsefjun sem nú á sér stað um heim allan, vegna covid er orðin slík að engu tali tekur. Þetta er ekki skæðasta veira mannkynssögunnar, en hún er alveg örugglega sú mest skimaða. Aldrei hefur ver skimað annað eins og í þessu tilfelli. Ef draga á enhverja niðurstöðu af öllu þessu skimunarbrjálæði, þarf þá ekki að vera hægt að bera hana saman við eitthvað sambærilegt? Við hvað er verið að miða? 

 Það létust yfir tvær milljónir manna úr berklum í fyrra. Hefur einhver rekist á stafkrók um það í fjölmiðlum eða hjá stjórnmálamönnum undanfarið ár? 

 Sé lygin endurtekin nógu oft, fer fólk að lokum að trúa henni og það virðist því miður vera að gerast.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.1.2021 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband