Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi og ógn má ekki líða

Frá því var skýrt í gær, að skotið hefði verið á mannlausan bíl borgarstjóra við heimili hans. Skotið hefur verið að skrifstofum Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og fleiri stjórnmálaflokka að undanförnu. 

Þessar skotárásir eru óhugnanlegar. Ógnin verður alvarlegust, þegar veist er að heimilum stjórnmálafólks og eigum þeirra. 

Atburðir sem þessir gefa tilefni til að stjórnmálamenn og aðrir talandi og skrifandi einstaklingar gæti að því að vera ekki með hatursáróður í garð annarra og/eða fordæmingar, heitingar og ógnanir sem beint er að öðrum í rituðu eða mæltu máli óháð því hver í hlut á. 

Við búum í þjóðfélagi þar sem við njótum þess frelsis, að geta verið nokkuð örugg á flestum stöðum jafnvel einstaklingar, sem gegna æðstu trúnaðarstöðum í samfélaginu ganga meðal fólks eins og hver annar og/eða stunda útvist án þess að einhver þurfi að fylgjast með öryggi þeirra. 

Mér fannst jafnan gaman að því þegar ég mætti þáverandi forseta Ólafi Ragnari Grímssyni í Esjuhlíðum einsömlum eða með konunni og hundinum og það minnti mig á hvað við eru gæfusöm þjóð, að geta búið við frelsi sem er nánast hvergi til í heiminum nema hér. Við skulum ekki eyðileggja það. Við skulum vanda okkur og vísa öllu ofbeldi og ógn á bug. 

Vöndum okkur því í opinberri framsetningu og fjöllum málefnalega um mál og vísum með þeim hætti að einstaklingum, en gerum ekkert sem gæti orðið til þess að einhver eða einhverjir telji sig eiga skotleyfi í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu á annað fólk. Við höfum öll sama rétt til lífsins og skulum standa öflugan vörð um þann rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Alveg sammála. Þótt ég leyfi mér nú reyndar að efast um að þessi skemmdarverk hafi eitthvað með stjórnmálaumræðuna að gera. Finnst líklegra að þarna sé einhver brenglaður einstaklingur á ferð.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.1.2021 kl. 14:54

2 identicon

Sæll Jón.

Reglur samfélagsins eru skýrar og afdráttarlausar
í þessu efni.

Þó fór það svo að mér kom Stefan Zweig í hug og
bók hans Veröld sem var. ( Die Welt von gestern. Erinnerungen eines Europäers, London. Hamish Hamilton u. Stockholm. Bermann Fischer. (1941))

Ég er ekki viss um að það sakleysi sem við höfum búið við
standi okkur öllu lengr til boða; váboða þessu viðvíkjandi er ekki hægt að sniðganga en vonin um að skjátlast um þetta
er efst í sinni.

Die Welt von Gestern: Erinnerungen eines Europ???ers: Zweig, Stefan

Húsari. (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 05:41

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Þorsteinn. En samt þá beinist hún að stjórnmálastarfsemi. Brenglun getur verið margskonar.

Jón Magnússon, 30.1.2021 kl. 11:17

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég deili áhyggjum þínum Húsari, en vona að við getum samt fetað þann veg, að fólk geti búið í nánast fullkomnu öryggi á almannafæri á Íslandi.

Jón Magnússon, 30.1.2021 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 190
  • Sl. sólarhring: 810
  • Sl. viku: 2576
  • Frá upphafi: 2294127

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 2345
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband