Leita í fréttum mbl.is

Sveltur sitjandi kráka.

Meðan heibrigðis- og forsætisráðherrar stöðugt fleiri Evrópuríkja sjá, að ekki er hægt að treysta yfirstjórn Evrópusambandsins til að tryggja aðgang að Covid bóluefnum aðhafast þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir ekki neitt og reyna að telja landsmönnum trú um það að best sé að láta Evrópusambandið um lyfjakaup fyrir íslensku þjóðina.

Nú síðast tilkynntu forsætisráðherrar Austurríkis og Danmerkur að þeir mundu leita eigin leiða til að tryggja sínu fólki Covid bóluefni sem allra fyrst. Áður höfðu Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar haldið hver í sína sérleið. Ungverjar viðurkenna Sputnik V frá Rússlandi og ætla að kaupa það og það sama á við um Tékka og Slóvaka auk þess sem þessi ríki öll hafa leitað eftir að kaupa kínverkst bóluefni. 

Í sjálfu sér er eðlilegt að þjóðir Evrópu bregðist við með þessum hætti þegar í ljós kemur að Evrópusambandið er vanhæft til að tryggja eðlilegt framboð á bóluefni til jafns við ýmsar aðrar þjóðir. Þannig hafa Bretar nú tryggt bóluefni fyrir 32% þjóðarinnar en Evrópusambandið einungis tryggt bóluefni fyrir 7.54% íbúa sambandsins. 

Ríkisstjórnir gömlu Austur-Evrópu telja sig ekki eins bundnar af innkaupastefnu Evrópusambandsins og nú feta Austurríkismenn og Danir sama veg. En hér á Íslandi telja forsætis- og heilbrigðisráðherra sig meira bundnar Evrópusambandinu en mörg ríki sambandsins. Auk þess hafa þær engin önnur úrræði. 

Var íslenski heilbrigðisráðherran virkilega svo heillum horfin, að hún hafi talið, að vandinn yrði leystur með því að Ísland yrði tilraunaverkefni Pfizer lyfjarisans og þegar það brást, að þá hafi engin varaáætlun verið í gangi?

Sums staðar mundu ráðherrar þurfa að taka pokann sinn fyrir slíka vanrækslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef Norðmenn fara að kaupa af Rússunum þá er engin ástæða fyrir okkur að hika.
En bóluefnið hefur verið í fullri notkun hjá félaga Pútín síðan 11 ágúst 2020 hvað sem líður öllum prófunum og nefndarálitum

Sputnik V-vaksinen vurderes for godkjenning i Norge og EU – VG

Grímur Kjartansson, 4.3.2021 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 1225
  • Sl. viku: 5687
  • Frá upphafi: 2460304

Annað

  • Innlit í dag: 290
  • Innlit sl. viku: 5192
  • Gestir í dag: 283
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband