Leita í fréttum mbl.is

Helv. útlendingarnir

Því miður skortir iðulega á að fréttir séu fullnægjandi. Sagt frá því í hádegisfréttum, að 6 kórónuveirusmit hefðu greinst utan sóttkvíar og væru rakin til manns, sem hefði nýlega komið til landsins. 

Þetta varð tilefni þess, að ýmsir töldu, að nú hefði sannast, að sóttvarnarlæknir hefði haft rétt fyrir sér varðandi það að frelsissvipta fólk við komuna til landsins. 

Þegar málið var skoðað nánar, kom í ljós, að þessi smit verða eingöngu rakin til reglna, sem sóttvarnarlæknir sjálfur hefur sett varðandi eftirlit á landamærunum.

Sá sem kom til landsins hafði fengið Cóvid og þurfti því ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins, það eru reglurnar sem sóttvarnarlæknir hefur sett. Í sjálfu sér er ekkert hægt að vandræðast út í sóttvarnarlækni fyrir þetta af því að hann var í góðri trú um að ekki þurfi að setja viðkomandi í sóttkví. 

Þetta sýnir að aðgát skal höfð áður en hrapað er að niðurstöðum eða illt lagt til manna. Þetta smit kemur ekki útlendingum eða reglum um komu fólks til landsins á nokkurn hátt við. 


mbl.is Hópsmitið á vinnustað í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Var smitið rakið til manns sem hafði áður fengið covid? Sem sagt með mótefni?
úr annarri frétt:
„Fimm af sex kór­ónu­veiru­smit­um sem komu upp utan sótt­kví­ar í gær greind­ust á Suður­landi. Hópsmitið er talið mega rekja til ferðalangs, sem bú­sett­ur er á Íslandi. Viðkom­andi er með mót­efni fyr­ir veirunni og þarf því ekki að sæta sótt­kví."

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.4.2021 kl. 17:20

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hlýtur sóttvarnalæknir að þurfa að endurskoða það fyrirkomulag að veita fólki með mótefnavottorð undanþágu á landamærunum, fyrst það getur samt borið smit.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2021 kl. 19:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Þórdís það var rakið til manns sem hafði áður fengið Cóvíd. En síðan var sagt að það þyrfti að kanna það betur. En alla vega er það rangt sem kom fyrst fram um að þetta væri smit á landamærunum. En passaði hinsvegar vel inn í umræðu dagsins. Svo er verið að kynda undir að framlengja núverandi lokunarástandi óbreyttu. 

Jón Magnússon, 7.4.2021 kl. 22:22

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ef þetta reynist rétt. Ég held að þeir ættu að kanna þetta nánar áður en þeir hrapa að einhverri niðurstöðu í málinu. 

Jón Magnússon, 7.4.2021 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband