Leita í fréttum mbl.is

Landsins forni fjandi

Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn Eyjafjörð.

Meiri hafís er norður af landinu en undanfarin ár skv. meðfylgjandi frétt. Hann er svo stutt frá landi, að hann gæti orðið landfastur. Hagstæðar vindáttir munu vonandi koma í veg fyrir það. 

Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís. Jarðeldar hafa opnast á Reykjanesi, óvenju kalt er í veðri og hafísþök eru nær landi og stærri en undanfarin ár.  

Fólk fagnar því í fyrsta sinn, að jarðeldar skuli hafa opnast, en sem komið er boða þeir ekki ógn heldur mikilfenglegt sjónarspil. Vonandi verður svo áfram.

Annað er um kuldana. Þeir gætu boðað kólnandi veður og hafísa á komandi árum. Á sama tíma hendur ríkisstjórnin milljöðrum á milljarða ofan og sendir þær fúlgur eitthvað út í heim til einhverra í þeirri von, að það kólni í heiminum. Merkileg hagstjórn það, að ríkissjóður taki lán til að auka framlög sín á altari fáánleikans.

"Vituð ér enn eða hvat" sagði völvan í Völuspá þegar henni fannst tilheyrendur sínir furðu tregir og skilningslausir. Svo virðist, sem það sama eigi við enn í dag. 

 


mbl.is Mikill hafís er norður af landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Annað er um kuldana. Þeir gætu boðað kólnandi veður og hafísa á komandi árum. Á sama tíma hendur ríkisstjórnin milljöðrum á milljarða ofan og sendir þær fúlgur eitthvað út í heim til einhverra í þeirri von, að það kólni í heiminum. Merkileg hagstjórn það, að ríkissjóður taki lán til að auka framlög sín á altari fáánleikans.

"Vituð ér enn eða hvat" sagði völvan í Völuspá þegar henni fannst tilheyrendur sínir furðu tregir og skilningslausir. Svo virðist, sem það sama eigi við enn í dag. "

Frábærlega vel orðað Jón vinur minn og skoðanabróðir í flestum tilvikum.

Halldór Jónsson, 12.4.2021 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband