Leita í fréttum mbl.is

Pravda

Pravda fjölmiðill Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Nafnið þýðir sannleikur og þar birtist sá eini sannleikur sem var í boði undir einræði Kommúnista. Þar var fylgt formúlunni, sem er eignuð áróðursmeistara nasista, að lygi verður sannleikur ef hún ein er endurtekin nógu oft.

Ríkisútvarpið hefur nú ítrekað tileinkað sér fjölmiðlunarfræði Pravda. Þannig fær iðulega sá eini "sannleikur" að komast að, sem á að troða ofan í landslýð sem þóknanlegur.

Sannleikurinn í Efstaleiti gætti þess vandlega á fjögurra ára forsetatíð Donald Trump að birta daglega neikvæðar fréttir um hann. Síðasta ár Trump í Hvíta húsinu byrjaði RÚV daginn á því að segja hvað margir hefðu sýkst af Kórónaveiru og hve margir hefðu dáið í USA daginn áður. Sama dag og Biden tók við hurfu þessar fréttir algjörlega. 

Á tímum kórónaveirunnar fær bara einn sannleikur að koma fram hjá RÚV. Sannleikur sóttvarnarlæknis og þríeykisins ásamt Kára Stefánssyni.Þannig hefur RÚV fundið fjóreykið sem ætlað er að taka við stjórn á landinu eins og Mao Tse Tung forðum stóð fyrir menningarbyltingu og beitti fjóreyki fyrir sig til að Kínverska þjóðin mætti höndla þann eina byltingaranda og þann eina sannleika sem mundi gera þjóðina frjálsa. Því var hrundið og þegar fjóreykinu var steypt af stóli Af Sjú en Læ, þá hófst áður óþekkt framfara- og velmegunarskeið í Kína.

Íslenska fjóreykið hamrar þau "sannindi" inn í íslenska þjóð, að kórónuveirusmitum fari fjölgandi þó þeim fækki. Ef þau mælast ekki segir fjóreykið að þau séu samt til staðar dreifð um þjóðfélagið. Þegar þau finnast ekki heldur þar er talað um "svikalogn" og loks er brugðið á það ráð til að viðhalda ótta almennings að tala um að við séum á viðkvæmum stað og það geti brugðið til beggja vona. Loksins fann svo fjóreykið sameiginlegan óvin þjóðarinnar ekki Gyðinga að þessu sinni heldur ferðamenn og hefur komið því inn hjá hluta þjóðarinnar, að gjalda verði varhug við ferðamönnum og leggja á þá hömlur og kvaðir sem og að þeir sem leggist í ferðalög séu þjóðníðingar. Sbr. meintan þjóðníðing Brynjar Níelsson þingmann stjórnmálaflokks sem oftast hefur látið sér annt um einstaklingsfrelsið og sumir þingmenn flokksins aðhyllast það enn.

Nú er líka búinn til sá "sannleikur", að þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir hafi dregið að koma málum aðila, sem vildu ekki sætta sig við mannréttindabrot í boði heilbrigðisráðherra fyrir dóm, að þá sé það lögmönnum þeirra að kenna að ekki fékkst fullnaðardómur í Landsrétti. Allt er þetta fjarri sannleikanum, en sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson halda þessari lygi samt statt og stöðugt fram og það er sá eini sannleikur sem kemst að í hinni nútíma Pravdaískri fréttastofu RÚV. Þrátt fyrir að heimildir séu fyrir hendi sem sýna hið gagnstæða. En þær fréttir fá ekki að komast að hjá gæslumönnum hins eina leyfilega "sannleika".

Þegar býður þjóðarsómi og Pravda telur að bæta þurfi í áróðurinn, þá duga ekki nánast daglegir sjónvarpsfundir þríeykisins, heldur er Kastljós þáttur Pravda undirlagður undir félaga í fjóreykinu þannig að óharnaðar alþýðustúlkur og strákar fari ekki að efast um þann eina sannleika, sem er leyfður í þursaríkinu, að herða verði á aðgerðum og loka sem flestu og viðurkenna þann eina sannleika, sem samræmist "sannleika" fjóreykisins. 

Að sjálfsögðu verður að útrýma þeirri hugsun, að mennskan eigi að ráða umfram sóttvarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Stórgóður og andríkur pistill.  Það er svakalegt, hversu veikir fyrir einræðisstjórnarfari þau eru, sem aðhyllast sameignarstefnuna eða afbrigði hennar jafnaðarstefnuna í pólitík.  Ef þú setur "auðvaldið" inn fyrir veiruna, þá eru kominn með áróður gömlu Prövdu hráan.  Það er furðulegt, hvernig þetta "fjóreyki" hamast núna á frelsi einstaklingsins og mannréttindum með veiruógn að yfirvarpi, þegar augljóslega er enginn veldisvöxtur í nýsmitum, og enginn er á spítala vegna C-19.  Þau tönnlast á, að þau þurfi ríkar valdheimildir til frelsisskerðinga til að vernda heilsu almennings.  Þetta eru orðin öfugmæli, því að afleiðingar aðgerða þeirra valda lýðheilsunni stórtjóni.  Þess vegna var dómur Héraðsdóms hárréttur, og hann tilgreindi einmitt nauðsyn þess að gæta meðalhófs, sem fjóreykið hundsar.

Bjarni Jónsson, 9.4.2021 kl. 11:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sovétmenn gáfu út tvö blöð, Pravda (sannleikur) og Isvestia (fréttir). Það var brandari á þeim tíma að það væri enginn sannleikur í Pravda og engar fréttir í Isvestia.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2021 kl. 23:39

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Bjarni. 

Jón Magnússon, 10.4.2021 kl. 10:43

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Guðmundur ég vissi þetta ekki. En sjálfsagt hefur brandarinn verið réttur.

Jón Magnússon, 10.4.2021 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 3095
  • Frá upphafi: 2294714

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 2822
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband