Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Á árunum 1915 til 1917 meðan fyrri heimstyrjöld stóð yfir frömdu Tyrkir svívirðilegan glæp með þjóðarmorði á Armenum eftir því sem þeir gátu við komið. Ekki er vitað með vissu hvað margir Armenar voru drepnir í þessari útrýmingarherferð, en alla vega voru það ekki færri en ein og hálf milljón manna. Sumir nefna tölur, sem eru allt að helmingi hærri. Hefðu Tyrkir haft mannafla og tæki til þess, þá hefðu drápin orðið enn stórtækari.

Ólíkt Þjóðverjum, sem hafa viðurkennt svívirðilegan glæp sinn í síðari heimstyrjöld þegar nasistatjórnin fór í útrýmingaherferð gegn Gyðingum, og beðist ítrekað afsökunar, þá neita Tyrkir því eindregið að hafa gert það sem þeir gerðu gagnvart Armenum. 

Það er vonum seinna, að Bandaríkjamenn viðurkenni nú þetta þjóðarmorð Tyrkja á Armenum rúmum 100 árum eftir að þau áttu sér stað. En þökk sé Biden forseta fyrir að stíga loks fram og viðurkenna þennan voðaverknað Tyrkja. 

Ísland hefur ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og frumvarp sem var borið fram á Alþingi fyrir nokkrum árum náði ekki fram að ganga. Það er okkur til skammar að hafa ekki viðurkennt og fordæmt þjóðarmorð Tyrkja á Armennum og vonum seinna að við gerum bragabót og gerum það nú þegar. 

Það er líka full ástæða til að gera það núna, þar sem að fyrir nokkrum mánuðum síðan réðist Azerbadjan með stuðningi Tyrkja á Armena í Nagorno Karabak héraði og framdi þar fjölda hryðjuverka auk manndrápa og sölsaði undir sig land sem er eingöngu byggt af Armenum.  

Kristnar þjóðir horfðu á þetta án þess að hreyfa legg eða lið og létu Tyrki komast upp með þessa árás á kristið ríki, sem hefur mátt þola árásir þeirra og manndráp í aldanna rás og þjóðarmorð á árunu m2015-2017. Er nú ekki mál til komið að láta í sér heyra og fordæma Tyrki fyrir þjóðarmorðin. 

Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það er eðlilegt að setja refsiagðgerðir gegn vinaþjóð okkar Rússum í stað þess að beina því gegn ofbeldisríkinu Tyrklandi. 

Fordæmum strax þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. 


mbl.is Viðurkenndi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ágæti Jón Magnússon. Tyrkir lærðu af Þjóðverjum, sem á milli 1904 og 1908 höfðu útrýmt Herero og Namaqua þjóðunum í SV-Afríku sem var undir stjórn Þjóðverja. Þýskir hermenn sem tekið höfðu þátt í útrýmingunum í Afríku kenndu Tyrkjum "hertækni" árin eftir þjóðarmorðin í SV-Afríku. Það er alltaf eitthvað samhengi, þó ég sé ekki að gera lítið úr morðunum á Armenum.

FORNLEIFUR, 24.4.2021 kl. 17:22

2 Smámynd: FORNLEIFUR

... Vopnin sem notuð voru komu frá Þýskalandi. https://www.dw.com/en/new-report-details-germanys-role-in-armenian-genocide/a-43268266

FORNLEIFUR, 24.4.2021 kl. 17:25

3 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála að það er kominn tími á að fordæma ofbeldisverk tyrjka opinberlega, það er ótrúlegt að sjá hvað margar ríkisstjórnir eru hræddar við að krefjast mannréttinda frá þeim eins og öllum öðrum þjóðum.

Það er einmitt merkilegt með Rússana fyrst að þú minnist á þá, þeir eru í raun þeir einu sem hafa að minnsta kosti lyft litla fingri til að hjápa Armenum.

Góð lesning, takk fyrir flottan pistil Jón!

Halldór (IP-tala skráð) 24.4.2021 kl. 20:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mælstu heilastur Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2021 kl. 21:46

5 Smámynd: Peter Skoog

Þakka þér fyrir! vel skrifað! Tyrkir þurfa lika að gefa lönd okkar tílbaka

Peter Skoog, 25.4.2021 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband