8.5.2021 | 10:23
Skuggaveldi samhljómsins
Meðan tæknin var með þeim hætti, að einungis stórir fréttamiðlar gátu miðlað upplýsingum var aldrei talað um falsfréttir sem vandamál. Nú þegar fólk almennt á þess kost að koma skoðunum sínum, sjónarmiðum og þessvegna myndböndum á framfæri hamast stjórnmála- og fréttaelítan gegn svonefndum falsfréttum.
Falsfréttir geta verið af ýmsu tagi. Þær geta falist í því að greina rangt frá staðreynum. Þær geta falist í því að þegja um staðreyndir. Þær geta falist í því að neita staðreyndum og þær geta falist í því að kæfa umræður með því að neita öðrum en þeim sem hafa hina "einu réttu skoðun" að mati fjölmiðilsins um að tjá þær.
Í gær var sýnt úr franskri skólastofu í fréttum, þar sem áhersla var lögð á, að þeir sem vildu fara aðrar leiðir í baráttu gegn Cóvíd en þeirri sem stjórnvöld boðuðu sem og þeir sem afneituðu opinberri loftslagsstefnu væru að flytja falsfréttir. Dapurlegt var að hlusta á skólabörn sem höfðu verið mötuð á hinni einu "réttu skoðun" tjá sig um málið.
Stóra spurningin í núinu eru ekki meintar falsfréttir heldur: Hvers vegna er komin sú lenska meðal fjölmiðlaelítunnar um allan heim að takmarka fréttaflutning og leyfa ekki ólíkum skoðunum að leikast á. Af hverju leyfa fjölmiðlarisar veraldar eins og t.d. facebook og Google,sér að úthýsa ákveðnum notendum og skoðunum?
Slíkt er skiljanlegt ef verið er að hvetja til hryðjuverka eða annarrar glæpastarfsemi. En er ekki vafasamt í meira lagi að útiloka almenn skoðanaskipti.
Skuggahlið stóra sannleikans hefur birst í fréttaflutningi fjölmiðla af Cóvíd fárinu um allan heim. Fréttir eru sagðar einhliða og til þess fallnar að valda ótta. Virtir aðilar t.d. læknar eru útilokaðir frá umræðunni alveg eða eins og hægt er, hafi þeir aðrar skoðanir á fárinu en þær viðteknu. Þannig eru þeir sem benda á lækningamátt ákveðinna lyfja í hópi óhreinu barnana, sem ekki mega komast að, en áhersla lögð á bólusetningar á fólki allt niður í ungabörn. Já og það með lyfjum, sem framleiðendurnir þora ekki einu sinni að taka sjálfir ábyrgð á enda hafa þau ekki fengið fullnægjandi prófanir. Raddir þeirra sem andæfa þessu offorsi stjórnvalda og lyfjarisana, að troða þessum lyfjum í alla eru kæfðar. Af hverju? Má ekki ræða þetta á markaðstorgi frelsisins?
Raddir þeirra jafnvel virtra vísindamanna, sem halda því fram með rökum, að loftslagsbreytingar séu náttúrulegar og maðurinn hafi ekkert með þær að gera eru kæfðar ekki má ræða þær á markaðstorgi skoðanaskipta. Skapa verður mesta mengunarvaldi heimsins, Kína, algeran markaðsforgang eins og Merkel, Macron og nú Biden hamast við að gera.
Sama á við um þá sem er á móti fjöldainnflutningi fólks til Evrópu. Þær raddir fá ekki að heyrast en eru stimplaðar sem öfgar og mannfyrirlitning þó hvorutveggja sé út í hött. Þessvegna þegja fjölmiðlarisarnir um þjóðerni glæpamanna og skipulagðra glæpasamtaka og fela það eins vandlega og hægt er, ef hælisleitandi á hlut að máli. Í því sambandi er athyglisvert að rifja upp hvernig breskir fjölmiðlar þögðu um hryllinginn sem átti sér stað í nokkrum stórborgum í norðurhluta Bretlands, þar sem ungar stúlkur voru teknar í kynlífsþrælkun af glæpagengjum innan íslamska samfélagsins og jafnvel þó að stjórnvöld hafi þurft að bregðast við og ákæra suma þeirra, þá gera fjölmiðlar litla sem enga grein fyrir málinu og þar er reynt að þagga það niður eins og verða má.
Ef til vill ættu þeir sem bollokast um og hroka sér upp sem sjálfskipaðir talsmenn hins eina sannleika sem sé að finna á ríkisfréttamiðlum og hjá fjölmiðlarisunum, að huga að því, að umfjöllun almennings á fréttamiðlum eins og fésbók varð til þess m.a. að ekki var hægt að þegja yfir fjöldanauðgunum innflytjenda á þýskum stúlkum á nýársnótt í Köln fyrir nokkrum árum. Þar þögðu fjölmiðlar og lögregla já og borgarstjórinn í Köln neitaði því ásamt Angelu Merkel í lengstu lög að nokkuð slíkt hefðu gert. Það voru falsfréttirnar voðalegu, sem reyndust síðan vera sannleikurinn. Sama var með einstaklingsfréttamilun fólks í borgunum í Bretlandi sem gerði það að verkum að lögregla, barnaverndaryfirvöld og dómstólar gátu ekki haldið áfram að horfa framhjá víðtækri misnotkun og kynlífsþrælkun, glæpagenga manna úr íslamska heiminum á barnungum stúlkum í Bretlandi.
Með því að vanda fréttaflutning sinn og flytja fréttir með hlutlægum hætti og leyfa mismunandi skoðunum að leikast á verður best brugðist við falsfréttum. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að sía út það sem þeir telja rétt og hvað rangt. Það er til skammar fyrir stjórnmálaelítuna að tala einum rómi með sama hætti um að ekki megi aðrar skoðanir fá að heyrast í mikilvægum málum en þær sem þeim er að skapi.
Þessi afstaða fjölmiðlarisana sem og stjórnmálaelítunnar er virkilegt áhyggjuefni. Horfið hefur verið frá hugmyndafræði upplýsingastefnunnar um víðtækt tjáningarfrelsi allra og tekið til við að móta þjóðfélag í anda stjórnræðisins, sem George Orwell lýsti svo vel í bók sinni "Animal Farm.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 12
- Sl. sólarhring: 733
- Sl. viku: 3833
- Frá upphafi: 2427633
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3548
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.