Leita í fréttum mbl.is

Vér einir vitum

Arfakóngar á fyrri öldum voru sannfærðir um að þeir hefðu þegið völd sín frá Guði og vissu einir hvað væri sannleikur. Orð þeirra voru lög. Nú trúa þessu fáir,sem betur fer, en enska konungsfjölskyldan er þó enn þessarar skoðunar. 

Karl Bretaprins telur sig hafaspásagnaranda í loftslagsmálum, sem hann vafalaust telur sig hafa þegið frá Guði. Í júlí 2009 sagði Karl, að hlýnun jarðar af mannavöldum væri svo mikil og hröð að við ættum aðeins 96 mánuði eftir þangað til að allt yrði komið í óefni. Júlí 2018 kom og 96 mánuðirnir liðnir, en ekkert gerðist. Ári síðar, endurnýjaði Karl spá sína og sagði nú, að við ættum 18 mánuði eftir þangað til að úti yrði um mannkynið. Janúar 2021 kom 18 mánuðirnir voru liðnir, en þá gerðist heldur ekki neitt.

Sonur Karls Harry bætti um betur og í júnímánuði 2019 sagði hann að við værum eins og froskar, sem værum í sjóðandi vatni vegna hlýnunar af mannavöldum. Í tilefni þess fór hann í fjórar utanlandsferðir á einkaþotum, en er enn ekki steiktur í eiginlegri merkingu. 

Fésbók, twitter og google dettur ekki í hug að loka á svona falsfréttir og spádóma. Það er bara gert gagnvart þeim, sem mótmæla pólitísku veðurfræðinni og hamfaraspámönnunum og segja eins og barnið á keisarann í nýju fötunum forðum:

" En það hefur nánast ekkert breyst." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við þessa hugvekju þína Jón minn er svosem engin þörf á að auka

miklu.

Það hefur reyndar heilmikil breyting orðið á þessum árum


á ástandi víðáttumikilla búsvæða plánetunnar, sem og í höfunum 

Næstu kynslóðir þurfa að taka til eftir okkur.

En líklega er það orðið of seint.

Árni Gunnarsson, 12.5.2021 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 940
  • Sl. viku: 4382
  • Frá upphafi: 2458925

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 4020
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband