Leita í fréttum mbl.is

Einkasala

Enn einu sinni eru komnar upp deilur um einkasölu á vörum nú varðandi netverslun ÁTVR og/eða annarra aðila

Margir muna einokunarverslun ríkisins með útvörp o.fl. svonefnda Viðtækjaverslun ríkisins,sem átti að tryggja öryggi þessara tækja og lifði mun lengur sem einkasala en nokkur skynsemi gæti mælt fyrir um, en þannig er það oft með einkasölur. 

Sérstakar mjólkurbúðir voru einu verslanirnar sem máttu selja mjólk hér áður fyrr og státnar afgreiðslustúlkur sáu um að ausa mjólkinni upp í mjólkurbrúsa, sem fólk kom almennt með með sér og afgreiða sérstaklega innpakkað skyr yfir búðarborðið. Þegar talað var um að færa sölu á mjólkurvörum inn í verslanir var því heldur betur mótmælt og talað um græðgi kaupmanna auk þess sem að þá yrði ekki gætt að gæðum og heilsu en því til viðbótar mundu hundruð kvenna missa atvinnu sína. 

Breyting varð á mjólkursölu engin missti vinnuna,sem gat ekki gengið jafnharðan í önnur störf og lýðheilsa landsmanna versnaði ekki neitt nema síður væri. 

Einokunarverslun opinberra aðila með kartöflur og grænmeti birtist í Grænmetisverslun ríkisins sem síðar varð Grænmetisverslun landbúnaðarins. Þessi stofnun átti að tryggja fæðuöryggi með því að jafnan væri nægjanlegt framboð af hollum og góðum kartöflum og grænmeti. 

Þegar ég gegndi formennsku í Neytendasamtökunum kom ítrekað fyrir að Grænmetisverslunin seldi innfluttar kartöflur sem gátu tæpast kallast mannamatur. Svo fór, að eftir að Grænmetisverslunin hafði flutt inn óætar finnskar kartöflur í miklu magni að við fengum nóg og fengum ýmsa aðila í lið með okkur m.a. lækna og kaupmenn og mótmæltum sölu á þessum óhroða. Þegar einokunarverslunin breytti engu og taldi þetta nógu gott í lýðinn, gengumst við fyrir mótmælum og undirskriftarsöfnun. 

Á einni helgi náðum við á annan tug undirskrifta undir mótmæli og fórum hróðug með það niur í landbúnaðarráðuneyti en þáverandi landbúnaðarráðherra neitaði að taka á móti okkur og undirskriftunum. En forsætisráðherra sýndi meiri kurteisi og veitti okkur viðtöku. 

Þessi barátta Neytendasamtakana ásamt stuðningi ýmissa í heilbrigðisgeiranum og kaupmanna eins og t.d. Pálma heitins í Hagkaup varð til þess, að einokun á sölu á kartöflum og grænmeti var lögð niður. Afleiðingin varð lægra vöruverð, betri vara og aukinn þrifnaður. 

Nú er deilt um netverslun með áfengi og ÁTVR telur fráleitt út frá heilbrigðissjónarmiði, að aðrir en ríkiseinokunin fái að stunda slíka verslun með áfengi. 

En er það svo, að borðalagðir ríkisstarfsmenn séu hæfari til að afgreiða áfengi en aðrir. Á skírskotunin til heilsufars við þegar aðgengi að áfengi er slík að það er selt í hundruðum bara og einnig vegasjoppum hringinn í kringum landið.  Telja má upp á, að þeir sem versla áfengi í netverslun séu ekki þeir sem líklegastir til að vera í bráðum heilsufarslegum vanda vegna neyslu á þessari vöru. 

Áfengi er hættulegt fíkniefni og þessvegna verður að vera ákveðin áfengisstefna í landinu, sem tekur mið af því með hvaða hætti lýðheilsusjónarmið og sala áfengis verði samrýmd. Í því sambandi er helst talað um verðlagningu og aðgengi og ríkisvaldið þarf að huga að þeim atriðum sérstaklega. En það verður ekki séð að ÁTVR þurfi að halda uppi neinni smásölu á áfengi. Af hverju ekki að fela þeim sem vilja kaupa eiga eða reka áfengisverslanir að gera það undir eftirliti ÁTVR sem yrði þá alfarið heildverslun með áfengi. Væri það ekki betri leið en sú að fela ríkisstarfsmönnum að hafa alfarið með smásölu úr verslunum að gera. Þjónar það frekari tilgangi í dag en verslun með mjólk á sínum tíma, viðtækjum eða kartöflum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjólkinni var ekki ausið upp í brúsa í búðunum f.60+ árum, heldur var hún seld í glerflöskum, þeim var skilað tómum og voru síðan þvegnar og endurnýttar, alveg eins og brennivínsflöskurnar. Mjólkurfernur tóku svo við af glerflöskunum. 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 18.5.2021 kl. 16:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvenær var það þá,ég man svo vel eftir litlum brúsum sem margir áttu og keyptu mjólkurlítra í þá,mjólkurflöskur voru einnig til sölu.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2021 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 4226
  • Frá upphafi: 2296016

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 3872
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband