Leita í fréttum mbl.is

Var við öðru að búast

Margir rýnendur voru búnir að spá því að Seðlabankinn mundi hækka stýrivexti, þar sem verðbólga væri kominn nálægt 5% eða tæplega helmingi umfram verðbólgumarkmið bankans. Þrátt fyrir það eru stýrivextir Seðlabankans nálægt lágmarki þess, sem verið hefur á þessari öld.

Við því mátti búast að verðbólgan færi úr böndum við þær aðstæður, sem verið hafa undanfarið rúmt ár, þar sem það hefur verið stefna Seðlabankans að halda vöxtum í lágmarki til að koma í veg fyrir aðrar og e.t.v. verri kreppur og mun meira atvinnuleysi en verið hefur. Sú stefna bankans er að öllu leyti afsakanleg og skynsamleg. En nú verður að taka í bremsuna þar sem varhugavert er að halda áfram á sömu braut. 

Þó að Seðlabankinn sjái alvöru málsins, þá verður ekki séð að stjórnmálamenn þjóðarinnar geri það eða séu reiðubúnir til að grípa til aðhaldsaðgerða. Endalaust er ausið úr ríkissjóði peningum sem ekki eru til. Afleiðing þess getur ekki orðið önnur en verðbólga hvenær sem hún kemur fram.

Þ.9.maí s.l. skrifaði Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra í föstum pistli sínum í Morgunblaðið eftirfarandi:

"Nú bregður hins vegar svo við að stjórnvöld virðast líta svo á að peningar sem þau hafa til ráðstöfunar séu óþrjótandi. Ekkert sé svo dýrt að það megi ekki splæsa í það" og síðar segir "Og framlag stjórnarandstöðunnar er að bæta í,hafa það bara þríréttað. Þannig hefur gagnrýnin verið úr þeirri átt að grípa til margföldunartöflunnar."

Þetta er alvarleg falleinkun,sem stjórnmálastétt þessa lands fær og það frá manni sem hefur verið til vinstri í pólitík.

Það var nauðsynlegt að bregðast við afleiðingum Covid faraldursins, auknu atvinnuleysi og tekjufalli, en á móti þurfti að beita aðhaldi og sparnaði hvar sem því var viðkomið. Það var ekki gert og ýmsir ráðherrar hafa notað tækifærið til að frekjast með að krefjast aukinna fjárframlaga í ýmis verkefni sem þurftu að bíða meðan atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu var í lágmarki. 

Nú er komið að því að ríkisstjórnin fari að stjórna  og leiði þjóðfélagið inn í eðlilega tíma frá valdboðum sóttvarnarlæknis.

Betra að fyrr hefði verið. 


mbl.is Mikil verðbólga stýrir vaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll vertu,ég viðurkenni að ég vantreysti ævinlega ríkisstjórn þessari,er því líklega áunnin tilfinning mín að sýnast hún gera sérstaklega í þvi að rýra öll náttúru verðmæti okkar og kasta peningaeign ríkisins fyrir vind. --          

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2021 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 77
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 5274
  • Frá upphafi: 2416295

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 4879
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband