Leita í fréttum mbl.is

Gleymda stríðið

Fjölmiðlar í okkar heimshluta sem og stjórnmálamenn hafa vart mátt vatni halda yfir viðbrögðum Ísraelsmanna við árásum Hamas liða á Ísraelska borgara. Á sama tíma er stríð í gangi, mun alvarlegra og kostar margfalt fleiri mannslíf. En því hafa íslenskir fjölmiðlar algerlega gleymt.

Sex mánuðir eru liðnir frá innrás Eþíópíuhers inn á land Tigray fólksins í Eþíópíu með stuðningi hers Eritreu. Forsætisráðherra Eþíópíu Abiy Ahmed friðarverðlaunahafi Nóbels,vílar ekki fyrir sér, að ráðast gegn þjóðarbroti Tigray í landinu. 

Sagt er að tugir þúsunda hafi fallið og mun fleiri flúið til nágrannaríkisins Kenýa. 

Auk þess að drepa tugi þúsunda eru heilu þorpin brennd, konum nauðgað kerfisbundið og grunur leikur á að óleyfileg efnavopn séu notuð gegn þjóðarbroti Tigray í Eþíópíu.

Hvað veldur því að þetta hroðalega stríð fer framhjá fjölmiðlum að mestu og hvernig stendur á því að alþjóðasamfélagið lætur þetta viðgangast. Af hverju er ekki kallað eftir fundum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og afhverju er Bandaríkjaforseti ekki krafinn um aðgerðir og afstöðu eins og þegar Hamas liðar eiga í hlut. Eða þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Því miður sýnir þetta þá dapurlegu staðreynd hvar nútíma fjölmiðlun er stödd og hversu sér pólitísk hún er. Auk þess sýnir hún þá dapurlegu staðreynd, að alþjóðasamfélagið bregst ekki við og kemur ekki til varnar fólki í brýnni neyð eins og Tigray fólkinu í þessu tilviki, þegar engin telur sig eiga hagsmuni að gæta. 

En ástandið er eftir sem áður dapurlegt og óafsakanlegt og heimurinn getur ekki horft á þetta þjóðarmorð á Tigray þjóðinni lengur án þess að stöðva þjóðarmorðið, beitingu efnavopna og aðra stríðsglæpi, sem framin eru í tilraun friðaraverðlaunahafans til að eyða Tigray þjóðinni í Eþíópíu.

Ég vænti þess af utanríkisráðherra og ríkisstjórninni að þetta mál verði tekið upp strax. Það hefur ekki þolað bið í hartnær hálft ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sá, sem hlustaði á fréttir RÚV og horfði á myndir frá nýlegu "11 daga stríði" fyrir botni Miðjarðarhafs, gat fengið á tilfinninguna, að um árásarstríð Gyðinga gegn varnarlausu fólki á GAZA ströndinni væri að ræða.  Sannleikurinn er þó allur annar.  Um var að ræða fjarstýrða hefndaraðgerð klerkastjórnarinnar í Teheran vegna vel heppnaðra aðgerða Mossad og IDF (ísraelska hersins) til að tefja fyrir þróun kjarnorkuvopna, sem ætlað er að "gjöreyða" Ísrael samkvæmt orðafari klerkanna.  Halda menn, að Palestínumönnum verði þyrmt við gjöreyðingu Ísraelsríkis ?  Hvað gengur þessari fréttastofu ríkisins til með að grafa algerlega undan eigin trúverðugleika með einfeldningslegri dreifingu rangra upplýsinga ?

Bjarni Jónsson, 24.5.2021 kl. 10:34

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég vil nú fá að benda þér á Jón, að sú lélega fréttastofa RÚV, sem þú hefur svo nefnt, hefur að minnsta kosti 36 sinnum flutt fréttir af stríðinu í Tigray og Heimskviður sama miðils fjölluðu um ástandið í 15 mín löngum pistli 27. nóv 2020. Þetta má auðveldlega finna á vef RÚV með því að leita að stikkorðinu "Tigray". Á sama tímabili fjallaði visir.is um 50 sinnum um stríðið í Tigray en sjávarútvegsmiðillinn mbl.is bara 7 sinnum.  Leitað var að  sama stikkorðinu "Tigray", ef þú vilt véfengja/sannreyna þessar fullyrðingar mínar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 24.5.2021 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður þá virðaðst fingraför harðlínumannanna í Íran vera víða. Já og Biden ætlar að semja við þá og aflétta þvingunum. Eftir það fóru þeir virkilega af stað aftur. 

Jón Magnússon, 24.5.2021 kl. 20:39

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég rengi ekki fullyrðingar þínar Erlingur. En það er sitthvað að flytja fréttir á besta fréttatíma eða i umfjöllunum, sem fáir hlusta á. Ég hlusta nánast undantekningarlaust á sjónvarpsfréttir kl. 19 og ég hef ekki orðið var við umfjöllun um þetta gleymda stríð í þeim fréttatímum í langan tíma, þó að stríðið geisi með mikilli grimmd. Annað á við um ýmis tengd efni,sem er daglega gerð skil í fréttatímum RÚV. Erlingur það er ekki mikið þó að minnst hafi verið á stríðið þarna 36 sinnum á RÚV í hálft ár og um það fjallað fyrir tæpum 6 mánuðum í einhverjum fréttaskýringaþætti. Þá virðist Vísir standa sig betur en Mogginn hraklega. En 36 innkomur á sex mánuðum á öllum miðlum RÚV af hrikalegum mannréttindabrotum er ekki mikið,það er nánast ekki neitt

Aðalatriðið er Erlíngur Alfreið Jónsson, að gripið sé í taumana og þjóðarmorðið stöðvað. 

Jón Magnússon, 24.5.2021 kl. 20:47

5 identicon

í fréttatíma Rúv í kvöld, (25.5.) var viðtal við palestínskan "flóttamann" frá Gasa. Hann mun vera einn af þeim sem ísraelski Arabinn, Ahmad Mansour, myndi kalla "Keuscheltier" á þýsku, þ.e. tuskudýr eða bangsi sem börn hafa hjá sér í rúminu. Það má ekki pota í þau, bara kyssa þau og kjassa. Í viðtalinu hélt "flóttamaðurinn" því m.a. fram að Gasa væri hernumið og í herkví Ísraelsmanna. Ekki er einn ísraelskur hermaður á Gasa. Og ekki þarf nema að líta á landakort til þess að sjá að Gasa hefur landamæri að Egyptalandi og ætti að geta haft frjálsan aðgang að því bræðralandi.

Ekki skal gert lítið úr sorg og þjáningum sem árásirnar á Gasa hafa valdið. Samkv. fréttum fórust 243, þar af 66 börn.  Og þó héldu Hamasliðar sigurhátíð eftir átökin. Hver var "sigurinn"?  Hann var einmitt fólginn í dauða þessa fólks. Hver Gasabúi, sem fellur í stríði við Ísraelsmenn, er nefnilega "rós í hnappagatið" hjá Hamas. Auk þess að vera áróðursefni út á við er þetta vesalings fólk lýst "píslarvottar í heilögu stríði". Kannski fyllast ættingjarnir jafnvel stolti. Hver vill ekki eiga píslarvott í fjölskyldunni?

Fréttst hefur að leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, 13 barna faðir, hafi verið í góðu yfirlæti austur í Qatar á meðan á átökunum stóð, í skjóli furstans þar sem veitir Hamas fjárhagslegan stuðning og dreifir út áróðri fyrir þá á Al Jazeera. Á meðan er furstinn í óða önn að undirbúa HM í knattspyrnu og notar til þess vinnuþræla frá Nepal og víðar. Þeir munu vera tíu sinnum fleiri heldur en innfæddir íbúar furstadæmisins.

Og við borgum fyrir með bensíni.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.5.2021 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband