Leita í fréttum mbl.is

Flokkur og frambjóðendur

Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum knúði á sínum tíma fram breytingar á reglum Flokksins um val á frambjóðendum. Í stað þess að sérvaldar kjörnefndir stilltu upp fólki, áttu flokksmenn og jafnvel allir kost á því að kjósa milli þeirra sem gáfu kost á sér.

Þó hvert kerfi hafi til síns ágætis nokkuð, þá verður öðru hverju að breyta til vegna þess að kerfi hafa tilhneigingu til að staðna. Þannig er það líka með prófkjörin.  Prófkjör gagnast vel þegar kosið er á milli einstaklinga, en síður þegar raða á upp á framboðslista. 

Verkefni kjörnefnda hér áður fyrr var að gæta þess, að fá stjórnmálafólk sem var forustufólk á sínu sviði og naut álits og vinsælda í framboð.

Á þeim tíma mátti jafnan sjá á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík forustufólk í viðskitpalífi, verkalýðshreyfingu og ýmsum félagssamtökum. Á þeim tíma naut  Sjálfstæðisflokkurinn iðulega ríflega 40% fylgis Reykvíkinga.  

Á það hefur skort undanfarna áratugi, að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík bæri gæfu til þess í gegnum prófkjör að fá framboðslista, sem spegla þann vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta og í húsi hans séu margar vistarverur eins og Jóhann Hafstein fyrrverandi formaður Flokksins orðaði það svo snilldarlega á sínum tíma einmitt þegar þörf var á.

Þannig hafa forustumenn í viðskiptalífi, félagasamtökum og verkalýðshreyfingu nánast horfið af listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til verulegs skaða fyrir Flokkinn, sem með því hefur orðið einsleitari en æskilegt hefði verið.

Ástæðan er ekki síst sú, að slíkt fólk telur sig hafa annað og betra við tímann að gera en að taka þátt í vinsældakosningu innan flokks með ærnum tilkostnaði, hvað þá þegar Flokkurinn hefur að hluta greinst upp í framboðsfylkingar. 

Samt sem áður hefur á stundum verið hægt að fá fólk til að gefa kost á sér í prófkjöri, sem gegnir forustustörfum og hefur mikilvægan pólitískan boðskap fram að færa. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður félags aldraðra í Reykjavík er dæmi um það í prófkjörinu sem fram fer fram 4. og 5. júní n.k. 

Ingibjörg sameinar þá tvo kosti, að hafa haft mikil afskipti af verkalýðsbaráttunni á árum áður og vera nú forustumaður aldraðra í Reykjavík. 

Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda, að fá aftur þingmann, sem er í senn, forustumaður í félagsmálum og hefur gegnt forustustarfi í verkalýðshreyfingunni. Þau viðrhorf og sjónarmið hafa ekki hljómað eins sterkt og nauðsynlegt er á vettvangi Flokksins undanfarin ár. 

Ingibjörg er hugsjónakona í stjórnmálum og ekki háð neinum peningalegum hagsmunaöflum. Hún hefur tekið sér stöðu í baráttunni fyrir vekafólk og aldraða auk þess, sem hún er baráttukona fyrir frjálsu og fullvalda Íslandi. Það eru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins, að kjósendur í prófkjöri Flokksins 4-5.júní n.k. velji Ingibjörgu til forustustarfa og ég vona að kjósendur í prófkjörinu hafi það í huga þegar þeir greiða atkvæði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þvílík rós í hnappagat Sjálfstæðisflokksins sem Ingibjörg yrði. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og tikka við hana sem efst á listanum. 

Ragnhildur Kolka, 2.6.2021 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 461
  • Sl. sólarhring: 1087
  • Sl. viku: 5834
  • Frá upphafi: 2460451

Annað

  • Innlit í dag: 432
  • Innlit sl. viku: 5334
  • Gestir í dag: 419
  • IP-tölur í dag: 409

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband