Leita í fréttum mbl.is

Hann var Íslendingur

Fyrir nokkrum árum tóku fréttamiðlar upp þann ósið, að greina ekki frá því hvaðan glæpamenn kæmu eða segja á þeim nauðsynleg deili. Sagt var að það væri óþarfi og aðalatriðið væri að bregðast við afbrotinu, en þjóðerni viðkomandi skipti engu máli. Þessar röksemdir eru afsökun á því, að gera ekki grein fyrir hlutum eins og þeir eru. Stjórnvöld og fréttaelítan vilja leyna ákveðnum staðreyndum fyrir fólkinu í landinu. 

Í gær var sagt frá hnífaárás, þar sem fórnarlambið lá þungt haldið á sjúkrahúsi. Gerð var kyrfilega grein fyrir því í fréttum, að sá sem ódæðið framdi væri Íslendingur. 

Vonandi veit þetta á breytingu hjá fréttaelítunni, að í framtíðinni verði gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns og jafnvel frekari deili. Allt eru það nauðsynlegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning í lýðræðisríki.

Eða verður það þannig, að einungis verði sagt frá því þegar Íslendingur brýtur af sér og við getum þá gengið út frá því, að þegar ekki er gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns, að þá sé ekki um Íslending að ræða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íslendingar geta líka verið nýinnlimaðir "flóttamenn". Alltaf talað um það í svíþjóð þegar múslimir eru að drepa hvorn annan og aðra í gettóum Malmø að um Svía sé að ræða. Tæknilega rétt, en ónákvæmt.

Ég verð sjálfur aldrei annað en íslendingur, af því að ég er fæddur hér, jafnvel þótt ég gerðist sænskur ríkisborgari. Þjóðerni er þarna algerlega afstæð fullyrðing.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2021 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 851
  • Sl. viku: 4573
  • Frá upphafi: 2426443

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4240
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband