Leita í fréttum mbl.is

Er íslenskan ekki nothæf?

Hafi fólk haft áhyggjur af vexti og viðgangi íslenskrar tungu, þá má ætla að fólki hafi brugðið í brún við að lesa þær fréttir, að ferðaiðnaðurinn hér á landi, teldi sér hentast, að nota ensku.  

Þegar ég heimsótti fjölsóttann ferðamannastað fyrir Covíd, þar sem brýn þörf var á að gera góða grein fyrir hlutunum, þá var það óttalega kauðskt, að 60 manna íslenskum ferðahópi skyldi bara boðið upp á að fá útskýringar á ensku.  Óneitanlega skortir á eðlilegan þjóðlegan metnað þegar skipulagið er þannig. 

En þetta er ekki það eina. Við lestur dagblaða og annarra opinberra miðla kemur í ljós, að fjöldi fólks kann ekki skil á einföldustu reglum íslenskrar setningaskipunar og stafsetningu, jafnvel þó um fjölmenntað fólk sé að ræða.

Þannig mátti sjá í dag í einu og sama blaðinu eftirfarandi texa í auglýsingum þar sem um er að ræða sérhæfða starfsemi: 

Ný flýsalögn og Hluturinn er þvoður.

Ef til vill ekki stórvægilegara villur, en leiðir hugann að því hvort við höfum ekki slakað óhæfilega mikið á íslenskunámi og leggjum ekki neina rækt við að fólk geti tjáð sig á íslensku máli með íslenskri setningaskipun en ekki enskri.

Því miður er ekki um neina Pisa greiningu á kennslu í íslensku hér á landi og ekki nokkur samanburður af neinu tagi enda verður honum ekki við komið. Hræddur er ég um að væri hann til staðar þá riði íslenska skólakerfið ekki feitum hesti frá slíkum samanburði frekar en öðrum. 

Raunar sýnir það metnaðarleysi menntamálayfirvalda, að bregðast ekki við þegar ítrekað er skrifað á vegginn ár eftir ár, að fræðsla í íslenska skólakerfinu sé ekki fullnægjandi. 

Ekki er við góðu að búast þegar sjálfur menntamálaráðherra áttar sig ekki á hvað um er verið að tala eins og kom í ljós, í sérstakri umræðu um skóla án aðgreiningar á Alþingi nokkru fyrir þinglok í vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það segir mér hugur að börnum Íslenzka Alþýðulýðveldisins sé slétt sama um þessa þróun. Plastpokaeftirlitið er þeim mál málanna, svo plasteyjan ósannaða í Kyrrahafinu hætti að stækka. Það styttist í að eini íhaldsflokkur landsins endurnefnist Sjálfstæðissósíalistar en miðað við málefnasamræður genasprautaðra alþýðuþegna í dag, verður það mörgum sársaukafull sjálfsrýni.

Beztu kveðjur

Guðjón E. Hreinberg, 13.7.2021 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband