Leita í fréttum mbl.is

Þú mátt það fyrir mér

Á dögum vöruskömmtunar eftir stríð voru embættismenn, sem gátu bannað innflutning á ákveðnum vörum og ákveða hverjir fengu uppáskrifað að þeir mættu kaupa slíkar vörur m.a. nauðsynjar  þess tíma eins og kol. Eftir að reglurnar voru afnumdar áttu sumir þessara embættismanna erfitt með að sjá á eftir valdi sínu og létu í veðri vaka að þeir réðu og full þörf væri á því fyrir velferð þjóðarinnar. 

Einn slíkur valdsmaður skrifaði neðangreinda yfirlýsingu eftir að meint þjóðhagsleg þörf fyrir skömmtunarstörf hans var liðin en hann lýsti yfir eftirfarandi:

"Jón Jónsson smiður Holtsgötu 33 Reykjavík, má kaupa 3 kolapoka fyrir mér."

Sóttvarnarlæknir, hefur undanfarna daga velt því fyrir sér hvað hann gæti gripið til bragðs, til að sýna valdsmannslegan myndugleika vegna Cóvíd smita að undanförnu. 

Loksins tók sóttvarnarfjallið jóðsótt og varð þá að hans mati helst til varnar vorum sóma, að ferðamenn innlendir sem erlendir, bólusettir sem óbólusettir yrðu að fara í sýnatöku innan við 72 stundum áður en þeir kæmu til landsins. 

Þetta ráðslag er næsta sérkennileg þegar ítrekað hefur komið í ljós, að ferðamenn, sem hafa skilað slíku vottorði við hingaðkomu greinast síðar smitaðir eftir nokkra dvöl í landinu, án þess að hafa smitast hér.

Þessar ráðstafanir eru verulega kauðskar skoðað í því ljósi, að helsta smitleiðin er ekki tengd landamærunum. En heilbrigðisráðherra og sóttvarnarlæknir starfa eftir einkunarorðunum.

"Til hvers að hafa vald ef maður notar það ekki."  

Í tilefni dagsins fannst heilbrigðisráðherra rétt að fordæma ábyrgðarleysi samstarfsflokks síns Sjálfstæðisflokksins og taka sér til fyrirmyndar faríseann sem stillti sér upp til bæna við hlið tollheimtumannsins í musterinu forðum, sbr. dæmisögu Jesú, til að gera Guði sínum grein fyrir hve miklu betri hann væri en tollheimtumaðurinn sem sýndi þó fulla einlægni og iðrun ólíkt faríseanum. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband