Leita í fréttum mbl.is

Við ráðum og við ein vitum.

Evrópusambandið tekur að sér yfirstjórn aðildarríkja sinna og sækist stöðugt eftir að ráða meiru og meiru um ákvarðanir ríkisstjórna einstakra aðildarríkja. Ítrekað er einstökum ríkjum send tilmæli eða hótanir m.a. vegna efnahagsstjórnunar, innflytjendastefnu, landamæra o.fl. 

Nú hamast yfirstjórn Evrópusambandsins gegn Pólverjum og Ungverjum, en þó sérstaklega Ungverjum fyrir að banna hinsegin fólki ávirkan áróður fyrir unglinga og börn undir 18 ára. Evrópusambandið og RÚV kalla það að virða ekki mannréttindi.

Athyglisvert að skoða grein sem Douglas Murray, skrifaði fyrir nokkru undir heitinu. "Menningarleg styrjöld milli Austur og Vestur (Evrópu),gæti skipt EU í tvennt." Tekið skal fram að Douglas Murray er samkynhneigður.

Í greininni víkur hann að því hvernig barátta fyrir jafnrétti samkynhneigðra hafi að óþörfu farið út af sporinu á síðustu árum, þegar sú barátta hefði sigrað í Vestur Evrópu hefði umræðan umhverfst um baráttu fyrir að afneita kynferðislegum mismun og ýta áfram "trans" hugmyndafræði. Í því ljósi sé ekki óeðlilegt að Ungverjaland hafni því að taka upp kynfræðslu fyrir ungt fólk byggt á slíkri hugmyndafræði. 

Evrópusambandið hefði ekki þurft að gera neitt, en hefur kosið að gera það og enn og aftur segir Murray að þessi afskipti ýti undir þá skoðun Austur Evrópu ríkjanna (Visegard), að EU sé að reyna að þvinga sínum lífsháttum upp á þau. 

Ursula von der Leyen heldur því fram, að þessi Ungversku lög sem banna kynfræðslu hinsegins fólks til unglinga undir 18 ára aldri "stríði gegn öllum gildum--- Evrópusambandsins."

Sérkennilegt ef það eru helstu gildi Evrópusambandsins, að skylda einstök aðildarríki til að taka upp kynfræðslu sem er þóknanleg kommissörunum í Brussel. En í framhaldi af því hefur yfirstjórn EU ákveðið að bregðast við með lögsókn á hendur ríkisstjórn Ungverjalands. 

Ríkisstjórn Ungverjalands hefur ákveðið að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda frumvarp, en niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein áhrif á yfirstjórnina í Brussel, sem hefur nú tekið að sér yfirstjórn á kynfræðilegum og siðferðilegum ákvörðunum einstakra aðildarríkja á hvaða lagagrundvelli sem það er nú byggt. 

Sérkennilegt að enn skuli vera fólk á Íslandi sem mælir með því og telur horfa til framþróunar, að Ísland gangi í Evrópusambandið eins og það hefur þróast á undanförnum árum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Já Jón, það er með ólíkindum að ekki sé aðeins einn, heldur tveir flokkar að fara í kosningaslag, með það eitt að markmiði að afsala þjóðinni fullveldi sínu. Vonandi hafa kjósendur séð í gegnum þetta landsölulið og veita þeim alls ekki atkvæði sín í haust.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.7.2021 kl. 01:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Alla vega tveir. Fleiri fylgja síðan í humátt á eftir. Það er það sorglega í þessu máli. 

Jón Magnússon, 26.7.2021 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband